Veit ekki einu sinni í hvaða heimsálfu ég mun spila Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2017 13:45 Dagný Brynjarsdóttir. Vísir/Getty Dagný Brynjarsdóttir er með lausan samning hjá Portland Thorns eftir þetta tímabil og hún er ekkert búin að ákveða það hvað hún ætlar að gera næst. Dagný varð bandarískur meistari með Portland Thorns liðinu um helgina og hefur unnið titla á báðum tímabilum sínum með liðinu en Portland Thorns varð deildarmeistari í fyrra. Danska landsliðskonan Nadia Nadim og franska landsliðskonan Amandine Henry eru báðar á förum en forráðamenn Portland Thorns vilja halda okkar konu. „Ég veit ekki í hvaða heimsálfu ég ætla að spila. Ég veit ekkert. Ég er með ákveðna hluti sem ég er bara að skoða,“ segir Dagný. „Þeir vilja fá mig aftur. Ég er ekki búin að ákveða hvað ég ætla að gera en það eina sem ég er búin að ákveða að mig langar að spila fyrir lið þar sem að ég spila á miðjunni,“ segir Dagný. „Ég get spilað vel í öðrum stöðum en ég spila besta leikinn minn sem miðjumaður og mig langar að halda áfram að verða betri þar til að geta líka hjálpað landsliðinu að komast ennþá lengra líka,“ segir Dagný. „Þeir vilja meina að ef ég skrifi undir þá verði ég á miðjunni en ég þarf að skoða allt rosalega vel. Ég hef ekki hugsað mjög mikið um þetta. Núna eru tveir mikilvægir leikir með landsliðinu á næstu tíu dögum og svo ætla ég að taka mér vikufrí og þá þarf ég að fara að hugsa minn gang,“ segir Dagný. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fórnaði sigurveislunni fyrir íslenska landsliðið Dagný Brynjarsdóttir gat ekki tekið þátt í sigurveislunni heima í Portland því hún var strax komin með hugann við tvo mikilvæga leiki íslenska landsliðsins í undankeppni HM. 16. október 2017 06:30 Táraðist næstum því í leikslok eftir ógeðslega erfitt ár Dagný Brynjarsdóttir vann sinn ellefta stóra titil á ferlinum um helgina þegar hún varð bandarískur meistari með Portland Thorns. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem verður bandarískur meistari í fótbolta. 16. október 2017 06:00 Þjálfarinn hló ekki að brandara Dagnýjar Dagný Brynjarsdóttir er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað margar stöður á vellinum þótt að hún vilji sjálf helst vera inn á miðjunni. 16. október 2017 07:30 Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir er með lausan samning hjá Portland Thorns eftir þetta tímabil og hún er ekkert búin að ákveða það hvað hún ætlar að gera næst. Dagný varð bandarískur meistari með Portland Thorns liðinu um helgina og hefur unnið titla á báðum tímabilum sínum með liðinu en Portland Thorns varð deildarmeistari í fyrra. Danska landsliðskonan Nadia Nadim og franska landsliðskonan Amandine Henry eru báðar á förum en forráðamenn Portland Thorns vilja halda okkar konu. „Ég veit ekki í hvaða heimsálfu ég ætla að spila. Ég veit ekkert. Ég er með ákveðna hluti sem ég er bara að skoða,“ segir Dagný. „Þeir vilja fá mig aftur. Ég er ekki búin að ákveða hvað ég ætla að gera en það eina sem ég er búin að ákveða að mig langar að spila fyrir lið þar sem að ég spila á miðjunni,“ segir Dagný. „Ég get spilað vel í öðrum stöðum en ég spila besta leikinn minn sem miðjumaður og mig langar að halda áfram að verða betri þar til að geta líka hjálpað landsliðinu að komast ennþá lengra líka,“ segir Dagný. „Þeir vilja meina að ef ég skrifi undir þá verði ég á miðjunni en ég þarf að skoða allt rosalega vel. Ég hef ekki hugsað mjög mikið um þetta. Núna eru tveir mikilvægir leikir með landsliðinu á næstu tíu dögum og svo ætla ég að taka mér vikufrí og þá þarf ég að fara að hugsa minn gang,“ segir Dagný.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fórnaði sigurveislunni fyrir íslenska landsliðið Dagný Brynjarsdóttir gat ekki tekið þátt í sigurveislunni heima í Portland því hún var strax komin með hugann við tvo mikilvæga leiki íslenska landsliðsins í undankeppni HM. 16. október 2017 06:30 Táraðist næstum því í leikslok eftir ógeðslega erfitt ár Dagný Brynjarsdóttir vann sinn ellefta stóra titil á ferlinum um helgina þegar hún varð bandarískur meistari með Portland Thorns. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem verður bandarískur meistari í fótbolta. 16. október 2017 06:00 Þjálfarinn hló ekki að brandara Dagnýjar Dagný Brynjarsdóttir er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað margar stöður á vellinum þótt að hún vilji sjálf helst vera inn á miðjunni. 16. október 2017 07:30 Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Fórnaði sigurveislunni fyrir íslenska landsliðið Dagný Brynjarsdóttir gat ekki tekið þátt í sigurveislunni heima í Portland því hún var strax komin með hugann við tvo mikilvæga leiki íslenska landsliðsins í undankeppni HM. 16. október 2017 06:30
Táraðist næstum því í leikslok eftir ógeðslega erfitt ár Dagný Brynjarsdóttir vann sinn ellefta stóra titil á ferlinum um helgina þegar hún varð bandarískur meistari með Portland Thorns. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem verður bandarískur meistari í fótbolta. 16. október 2017 06:00
Þjálfarinn hló ekki að brandara Dagnýjar Dagný Brynjarsdóttir er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað margar stöður á vellinum þótt að hún vilji sjálf helst vera inn á miðjunni. 16. október 2017 07:30