Segir Ásmund vísvitandi afvegaleiða umræðuna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. október 2017 10:32 Helga Vala Helgadóttir furðar sig á grein Ásmundar Friðrikssonar um málefni hælisleitenda. vísir/vilhelm „Þessi ekki-frétt hans Ásmundar er auðvitað alveg lygileg fyrir mann sem hefur setið á þingi og ætti að vera læs,“ segir Helga Vala Helgadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, um grein Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um málefni hælisleitenda. Ásmundur sagði í grein sem birtist í Morgunblaðinu að ræða þurfi kostnað vegna hælisleitenda, en hann vill meina að þöggun ríki um málefnið og að heimafólk líði fyrir fjölgun hælisleitenda á Íslandi. Greinin hefur vakið hörð viðbrögð. „Hann á bæði að vera læs á fjárlagafrumvarp og staðreyndir máls. Mér finnst frekar sorglegt hvernig hann kýs að setja fram sitt mál,“ sagði Helga Vala sem ræddi grein Ásmundar og málefni hælisleitenda í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Brynjari Níelssyni, sem skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.Fjölmargir hafa gagnrýnt málflutning Ásmunds, meðal annars nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn.Vísir/gvaVitnaði Helga Vala þar í grein Ásmundar þar sem hann sagði að kostnaður vegna hælisleitenda gæti orðið allt að 220 milljarðar króna verði slakað á lögum og reglugerðum um hverjir fái hæli hér á landi. Benti Helga vala á að til þess að ná þessari tölu þyrftu 58 þúsund flóttamenn að koma hingað til lands. „Þeir eru bara að villa, þeir eru bara vísvitandi að blekkja. Þeir vita betur, ég veit að þeir vita betur,“ sagði Helga Vala um Ásmund Friðriksson og Jón Magnússon, fyrrverandi alþingismann, sem hún sagði halda uppi röngum tölum um kostnað og fjölda hælisleitenda. Í grein Ásmundar spurði hann hvers vegna ekki mætti bera saman kostnað við hælisleitendur og framlög til heilbrigðiskerfisins eða framfærslu eldri borgara. Sagði hann að hælisleitendur fengu „í mörgu betri framfærslu“ en eldri borgarar og öryrkjar, til að mynda frítt húsnæði og ókeypis sálfræði-, læknis- og tannlæknaþjónustu þegar eldri borgurum og fötluðum stæði það ekki til boða. „Hvað varðar húsnæði þá er ég ekki viss um að við myndum bjóða að tví-,þrí- eða fjórmenna inn í litlum herbergjum með ókunnugu fólki, sem betur fer ekki af gagnstæðu kyni þó,“ sagði Helga Vala um þessar fullyrðingar Ásmundar. „Þessi lúxus sem að Ásmundur er að teikna upp, ég veit ekki til þess að neinn kannist við það af þeim sem hingað leita ásjár.“Hlusta má á viðtalið við Helgu Völu og Brynjar í heild sinni hér fyrir neðan. Flóttamenn Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ásmundur segist finna fyrir miklum stuðningi Ásmundur Friðriksson segist ekki hafa tíma til að vera í slag við samflokksmenn sína sem gagnrýna málflutning hans um hælisleitendur og séu með krummafót í kosningabaráttunni. 15. október 2017 12:00 Hvetja til útstrikana á Ásmundi "Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann.“ 14. október 2017 22:38 Páll ósammála Ásmundi en segir viðbrögð við greininni yfirdrifin Oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi segist ósammála þeirri framsetningu sem Ásmundur Friðriksson setur fram í grein um hælisleitendur og birtist í Morgunblaðinu í gær. 15. október 2017 15:30 Bjarni segir „tilhæfulausar umsóknir“ iðulega tilefni til harðra orðaskipta Bjarni Benediktsson segir Íslendinga eiga að senda skýr skilaboð um að þeir muni leggja sitt af mörkum vegna flóttamannavandans. Flokksbróðir hans Ásmundur Friðriksson ritaði grein um hælisleitendur í Morgunblaðið í gær sem hefur vakið mikið umtal. 15. október 2017 19:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
„Þessi ekki-frétt hans Ásmundar er auðvitað alveg lygileg fyrir mann sem hefur setið á þingi og ætti að vera læs,“ segir Helga Vala Helgadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, um grein Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um málefni hælisleitenda. Ásmundur sagði í grein sem birtist í Morgunblaðinu að ræða þurfi kostnað vegna hælisleitenda, en hann vill meina að þöggun ríki um málefnið og að heimafólk líði fyrir fjölgun hælisleitenda á Íslandi. Greinin hefur vakið hörð viðbrögð. „Hann á bæði að vera læs á fjárlagafrumvarp og staðreyndir máls. Mér finnst frekar sorglegt hvernig hann kýs að setja fram sitt mál,“ sagði Helga Vala sem ræddi grein Ásmundar og málefni hælisleitenda í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Brynjari Níelssyni, sem skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.Fjölmargir hafa gagnrýnt málflutning Ásmunds, meðal annars nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn.Vísir/gvaVitnaði Helga Vala þar í grein Ásmundar þar sem hann sagði að kostnaður vegna hælisleitenda gæti orðið allt að 220 milljarðar króna verði slakað á lögum og reglugerðum um hverjir fái hæli hér á landi. Benti Helga vala á að til þess að ná þessari tölu þyrftu 58 þúsund flóttamenn að koma hingað til lands. „Þeir eru bara að villa, þeir eru bara vísvitandi að blekkja. Þeir vita betur, ég veit að þeir vita betur,“ sagði Helga Vala um Ásmund Friðriksson og Jón Magnússon, fyrrverandi alþingismann, sem hún sagði halda uppi röngum tölum um kostnað og fjölda hælisleitenda. Í grein Ásmundar spurði hann hvers vegna ekki mætti bera saman kostnað við hælisleitendur og framlög til heilbrigðiskerfisins eða framfærslu eldri borgara. Sagði hann að hælisleitendur fengu „í mörgu betri framfærslu“ en eldri borgarar og öryrkjar, til að mynda frítt húsnæði og ókeypis sálfræði-, læknis- og tannlæknaþjónustu þegar eldri borgurum og fötluðum stæði það ekki til boða. „Hvað varðar húsnæði þá er ég ekki viss um að við myndum bjóða að tví-,þrí- eða fjórmenna inn í litlum herbergjum með ókunnugu fólki, sem betur fer ekki af gagnstæðu kyni þó,“ sagði Helga Vala um þessar fullyrðingar Ásmundar. „Þessi lúxus sem að Ásmundur er að teikna upp, ég veit ekki til þess að neinn kannist við það af þeim sem hingað leita ásjár.“Hlusta má á viðtalið við Helgu Völu og Brynjar í heild sinni hér fyrir neðan.
Flóttamenn Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ásmundur segist finna fyrir miklum stuðningi Ásmundur Friðriksson segist ekki hafa tíma til að vera í slag við samflokksmenn sína sem gagnrýna málflutning hans um hælisleitendur og séu með krummafót í kosningabaráttunni. 15. október 2017 12:00 Hvetja til útstrikana á Ásmundi "Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann.“ 14. október 2017 22:38 Páll ósammála Ásmundi en segir viðbrögð við greininni yfirdrifin Oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi segist ósammála þeirri framsetningu sem Ásmundur Friðriksson setur fram í grein um hælisleitendur og birtist í Morgunblaðinu í gær. 15. október 2017 15:30 Bjarni segir „tilhæfulausar umsóknir“ iðulega tilefni til harðra orðaskipta Bjarni Benediktsson segir Íslendinga eiga að senda skýr skilaboð um að þeir muni leggja sitt af mörkum vegna flóttamannavandans. Flokksbróðir hans Ásmundur Friðriksson ritaði grein um hælisleitendur í Morgunblaðið í gær sem hefur vakið mikið umtal. 15. október 2017 19:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Ásmundur segist finna fyrir miklum stuðningi Ásmundur Friðriksson segist ekki hafa tíma til að vera í slag við samflokksmenn sína sem gagnrýna málflutning hans um hælisleitendur og séu með krummafót í kosningabaráttunni. 15. október 2017 12:00
Hvetja til útstrikana á Ásmundi "Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann.“ 14. október 2017 22:38
Páll ósammála Ásmundi en segir viðbrögð við greininni yfirdrifin Oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi segist ósammála þeirri framsetningu sem Ásmundur Friðriksson setur fram í grein um hælisleitendur og birtist í Morgunblaðinu í gær. 15. október 2017 15:30
Bjarni segir „tilhæfulausar umsóknir“ iðulega tilefni til harðra orðaskipta Bjarni Benediktsson segir Íslendinga eiga að senda skýr skilaboð um að þeir muni leggja sitt af mörkum vegna flóttamannavandans. Flokksbróðir hans Ásmundur Friðriksson ritaði grein um hælisleitendur í Morgunblaðið í gær sem hefur vakið mikið umtal. 15. október 2017 19:00