Innlent

Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Glitni HoldCo sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu.

Stundin hefur að undanförnu unnið fréttir úr gögnum frá Glitni, í samstarfi við Reykjavík Media og breska fjölmiðilinn The Guardian.

Fréttirnir hafa meðal annars fjallað um fjármál Bjarna Benediktssonar, núverandi forsætisráðherra, og fjölskyldu hans í aðdraganda hrunsins.

Í tilkynningunni segir að fréttirnar séu unnar úr gögnum „er varða einkamálefni verulegs fjölda fyrrverandi viðskiptavina Glitnis sem eru því bundnar bankaleynd“

Þá hefur Glitnir einnig ráðið breska lögmannsstofu til þess að gæta hagsmuna sinnar vegna umfjöllunar The Guardian sem byggi á sömu gögnum.

Þá segir einnig að málið hafi verið tilkynnt til Fjármálaeftirlitsins en lögbannskrafan var lögð fram hjá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu.


Tengdar fréttir

Bjarni segist ekki hafa búið yfir trúnaðargögnum um Glitni

Bjarni Benediktsson segist ekki hafa búið yfir neinum trúnaðarupplýsingum um stöðu Glitnis mánuðina fyrir hrun bankans haustið 2008. Hann hafi hins vegar séð, eins og öllum mátti vera ljóst, að íslensku bankarnir voru þegar í ársbyrjun þess árs komnir í mikinn vanda.

Bjarni segist ekki hafa haft neinar innherjaupplýsingar

Héraðssaksóknari segir sönnunarfærslu í innherjasvikamálum erfiða. Það þurfi að liggja fyrir hvaða innherjaupplýsingar viðkomandi hafði. Bjarni Benediktsson segist ekki hafa haft neinar innherjaupplýsingar þegar hann seldi í Sjóði 9.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.