Forsætisráðherra faldi málsvörn ritstjóra Stundarinnar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. október 2017 21:48 Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, gagnrýndi málflutning Bjarna og í kjölfarið var færsla ritstjórans falin þannig að einungis hann og vinir hans geta séð hana. Aðsend/Vísir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur í dag á Facebook síðu sinni gagnrýnt fréttaflutning af viðskiptum hans, föður hans og föðurbróður við Glitni á árinu 2008 fram að bankahruni. Þar tilgreindi hann nokkrar fréttir um málið og tók umfjöllun Stundarinnar sem dæmi. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, gagnrýndi málflutning Bjarna og í kjölfarið var færsla ritstjórans falin þannig að einungis hann og vinir hans geta séð hana. Jón Trausti segir að ávirðingar Bjarna séu villandi og ósanngjarnar, þeim sé ætlað að sannfæra fólk ranglega um að ósannindi væru í umfjöllun Stundarinnar. „Aðferðin var að taka setningu úr frétt Stundarinnar, og klippa aftan af henni það sem hefði fellt ásökun hans. Þegar ég birti setninguna í heild sinni í athugasemd undir færslunni, ákvað hann að fela hana. Nú er leiðréttingin mín aðeins sýnileg vinum mínum á Facebook, en ekki öllum hinum þúsundunum sem sáu færslu forsætisráðherrans með ásökununum á hendur Stundinni og blaðamönnum hennar.“ skrifar Jón Trausti á Facebook síðu sinni. Setningin sem um ræðir er svohljóðandi í umfjöllun Stundarinnar: „Bjarni, sem á þessum tíma var meðal annars í efnahags- og skattanefnd, sat fundi á þessum tíma þar sem erfið staða Glitnis var rædd. Hann var einn þriggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem sat neyðarfund um framtíð Glitnis í höfuðstöðvum Stoða, stærsta hluthafa Glitnis, nóttina áður en íslenska ríkið fékk bankann í fangið þann 29. september 2008.“Vonar að forsætisráðherra endurskoði aðferðir sínar Í gagnrýni sinni fyrr í dag sleppti Bjarni seinni setningunni, sem segir til um að hann hafi verið fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á fundi þann 29. september árið 2008. „Samhengið, sem setningin er tekin úr, sýnir greinilega að verið er sérstaklega að vísa í fundarhöld í Stoðum. Ólíkt því sem forsætisráðherra gefur í skyn hefur Stundin aldrei, ekki í einni einustu frétt, haldið því fram að efnahags- og skattanefnd Alþingis hafi fjallað um stöðu Glitnis,“ skrifar Jón Trausti. „Ég vona að forsætisráðherrann endurskoði aðferðir sínar og taki umræðuna í stað þess að taka hluti úr samhengi og fela síðan sérstaklega útskýringar þeirra sem hann ásakar.“Færslu Jóns Trausta má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Bjarni tekur til varna: Segir dylgjað um að hann hafi misnotað aðstöðu sína og stundað innherjasvik Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir öll sín viðskipti við Glitni banka hafa verið eðlileg og að þau hafi staðist ítrekaða skoðun. 6. október 2017 11:33 Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02 Bjarni við The Guardian: „Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma“ Ítarleg umfjöllun um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og viðskipti hans með hlutabréf í Glitni og eignir í fjárfestingasjóðnum Sjóði 9 birtist á vef breska blaðsins The Guardian í morgun. 6. október 2017 10:47 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur í dag á Facebook síðu sinni gagnrýnt fréttaflutning af viðskiptum hans, föður hans og föðurbróður við Glitni á árinu 2008 fram að bankahruni. Þar tilgreindi hann nokkrar fréttir um málið og tók umfjöllun Stundarinnar sem dæmi. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, gagnrýndi málflutning Bjarna og í kjölfarið var færsla ritstjórans falin þannig að einungis hann og vinir hans geta séð hana. Jón Trausti segir að ávirðingar Bjarna séu villandi og ósanngjarnar, þeim sé ætlað að sannfæra fólk ranglega um að ósannindi væru í umfjöllun Stundarinnar. „Aðferðin var að taka setningu úr frétt Stundarinnar, og klippa aftan af henni það sem hefði fellt ásökun hans. Þegar ég birti setninguna í heild sinni í athugasemd undir færslunni, ákvað hann að fela hana. Nú er leiðréttingin mín aðeins sýnileg vinum mínum á Facebook, en ekki öllum hinum þúsundunum sem sáu færslu forsætisráðherrans með ásökununum á hendur Stundinni og blaðamönnum hennar.“ skrifar Jón Trausti á Facebook síðu sinni. Setningin sem um ræðir er svohljóðandi í umfjöllun Stundarinnar: „Bjarni, sem á þessum tíma var meðal annars í efnahags- og skattanefnd, sat fundi á þessum tíma þar sem erfið staða Glitnis var rædd. Hann var einn þriggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem sat neyðarfund um framtíð Glitnis í höfuðstöðvum Stoða, stærsta hluthafa Glitnis, nóttina áður en íslenska ríkið fékk bankann í fangið þann 29. september 2008.“Vonar að forsætisráðherra endurskoði aðferðir sínar Í gagnrýni sinni fyrr í dag sleppti Bjarni seinni setningunni, sem segir til um að hann hafi verið fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á fundi þann 29. september árið 2008. „Samhengið, sem setningin er tekin úr, sýnir greinilega að verið er sérstaklega að vísa í fundarhöld í Stoðum. Ólíkt því sem forsætisráðherra gefur í skyn hefur Stundin aldrei, ekki í einni einustu frétt, haldið því fram að efnahags- og skattanefnd Alþingis hafi fjallað um stöðu Glitnis,“ skrifar Jón Trausti. „Ég vona að forsætisráðherrann endurskoði aðferðir sínar og taki umræðuna í stað þess að taka hluti úr samhengi og fela síðan sérstaklega útskýringar þeirra sem hann ásakar.“Færslu Jóns Trausta má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Bjarni tekur til varna: Segir dylgjað um að hann hafi misnotað aðstöðu sína og stundað innherjasvik Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir öll sín viðskipti við Glitni banka hafa verið eðlileg og að þau hafi staðist ítrekaða skoðun. 6. október 2017 11:33 Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02 Bjarni við The Guardian: „Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma“ Ítarleg umfjöllun um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og viðskipti hans með hlutabréf í Glitni og eignir í fjárfestingasjóðnum Sjóði 9 birtist á vef breska blaðsins The Guardian í morgun. 6. október 2017 10:47 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Bjarni tekur til varna: Segir dylgjað um að hann hafi misnotað aðstöðu sína og stundað innherjasvik Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir öll sín viðskipti við Glitni banka hafa verið eðlileg og að þau hafi staðist ítrekaða skoðun. 6. október 2017 11:33
Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02
Bjarni við The Guardian: „Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma“ Ítarleg umfjöllun um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og viðskipti hans með hlutabréf í Glitni og eignir í fjárfestingasjóðnum Sjóði 9 birtist á vef breska blaðsins The Guardian í morgun. 6. október 2017 10:47