Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. október 2017 07:02 Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. VÍSIR/ANTON BRINK Bjarni Benediktsson, þáverandi þingmaður og nú forsætisráðherra, seldi allar eignir sínar í Sjóði 9 hjá Glitni dagana 2. til 6 október 2008, skömmu fyrr bankahrun. Bjarni hafði á þessum tíma, vegna stöðu sinnar sem þingmaður, aðgang að upplýsingum um raunverulega stöðu Glitnis eftir að hafa setið fundi um alvarlega stöðu bankakerfisins. Alls seldi Bjarni bréf í Glitni fyrir um 120 milljónir króna eftir að hafa fundað með bankastjóra Glitnis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjasta tölublaði Stundarinnar þar sem fjallað eru um viðskipti Bjarna Benediktssonar, föður hans og föðurbróður, dagana fyrir hrun bankakerfisins. Þar er því jafnfram haldið fram að 6. október, sama dag og þáverandi forsætisráðherra Geir H. Haarde, bað Guð um að blessa Ísland hafi Bjarni miðlað upplýsingum um vinnu Fjármálaeftirlitsins í aðdraganda bankahrunsins til framkvæmdastjóra hjá Glitni, sem er vinur hans. Faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, og föðurbróðir hans, Einar Sveinsson, seldu einnig í Sjóði 9 dagana fyrir bankahrunið 2008 eins og greint var frá í Fréttablaðinu í desember í fyrra. Í samtali við Heimi Má Pétursson í þættinum Víglínunni í desember í fyrra gekkst Bjarni við því að hafa átt í Sjóði 9 og selt eitthvað sjóðnum dagana fyrir bankahrunið. Hann sagðist þó ekki reka minni til að það hefðu verið upphæðir sem hafi „skipt einhverju máli.“ Virði bréfanna sem hann seldi dagana fyrir hrun námu um 50 milljónum, er fram kemur í umfjöllun Stundarinnar. Þáttinn má sjá hér að neðan.Í umfjölluninni eru jafnframt rakin tengsl Bjarna og Glitnis. Kemur þar meðal annars fram að Bjarni hafi verið skráður í fimm boðsferðir á vegum bankans á árunum fyrir hrun. Fjórar þeirra voru utanlandsferðir en sú fimmta veiðiferð að Langá á Mýrum. Upplýsingarnar sem Stundin byggir umfjöllun sína á koma fram í gögnum innan úr Glitni sem blaðið segist hafa undir höndum og vinni í samstarfi við Reykjavik Media og breska blaðið Guardian. Í þessum gögnum kemur jafnframt fram að Bjarni hafi notið mikillar velvildar hjá bankanum og hafi ítrekað fengið boð í ferðir á vegum bankans. Rannsóknarnefnd Alþingis fjallaði um eina þessara ferða og Bjarni hefur sjálfur sagt tvívegis hafa þegið slíkt boð. Í samtali við blaðamann Guardian segist Bjarni ekki hafa búið yfir neinum innherjaupplýsingum á þessum tíma sem um ræðir. Sölur hans í Sjóði 9 hafi þar að auki verið rannsakaðir og ekkert úr þeim komið. „Allir skynsamir fjárfestar hefðu verið að íhuga að selja á þesum tíma.“ Bjarni vildi í viðtalinu við blaðamann Guardian ekki gefa upp nákvæmar upplýsingar um tímasetningar og upphæðir í málinu. Umfjallanir Stundarinnar má nálgast hér:Seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett„Bjarni ben segir að fme séu á skrilljón að vinna í þessu“Benedikt var leystur undan sjálfskuldarábyrgð skömmu fyrir þjóðnýtingu Glitnis Tengdar fréttir Ræddu riftanir á úttektum auðmanna Skilanefnd Glitnis listaði upp úttektir úr Sjóði 9 rétt fyrir hrun sem mögulega ætti að rifta. Viðskipti sem þetta átti við um námu 3,1 milljarði samanteknar. Úttektir Guðbjargar Matthíasdóttur er þriðjungur þeirra upphæðar. 9. desember 2016 07:00 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, þáverandi þingmaður og nú forsætisráðherra, seldi allar eignir sínar í Sjóði 9 hjá Glitni dagana 2. til 6 október 2008, skömmu fyrr bankahrun. Bjarni hafði á þessum tíma, vegna stöðu sinnar sem þingmaður, aðgang að upplýsingum um raunverulega stöðu Glitnis eftir að hafa setið fundi um alvarlega stöðu bankakerfisins. Alls seldi Bjarni bréf í Glitni fyrir um 120 milljónir króna eftir að hafa fundað með bankastjóra Glitnis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjasta tölublaði Stundarinnar þar sem fjallað eru um viðskipti Bjarna Benediktssonar, föður hans og föðurbróður, dagana fyrir hrun bankakerfisins. Þar er því jafnfram haldið fram að 6. október, sama dag og þáverandi forsætisráðherra Geir H. Haarde, bað Guð um að blessa Ísland hafi Bjarni miðlað upplýsingum um vinnu Fjármálaeftirlitsins í aðdraganda bankahrunsins til framkvæmdastjóra hjá Glitni, sem er vinur hans. Faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, og föðurbróðir hans, Einar Sveinsson, seldu einnig í Sjóði 9 dagana fyrir bankahrunið 2008 eins og greint var frá í Fréttablaðinu í desember í fyrra. Í samtali við Heimi Má Pétursson í þættinum Víglínunni í desember í fyrra gekkst Bjarni við því að hafa átt í Sjóði 9 og selt eitthvað sjóðnum dagana fyrir bankahrunið. Hann sagðist þó ekki reka minni til að það hefðu verið upphæðir sem hafi „skipt einhverju máli.“ Virði bréfanna sem hann seldi dagana fyrir hrun námu um 50 milljónum, er fram kemur í umfjöllun Stundarinnar. Þáttinn má sjá hér að neðan.Í umfjölluninni eru jafnframt rakin tengsl Bjarna og Glitnis. Kemur þar meðal annars fram að Bjarni hafi verið skráður í fimm boðsferðir á vegum bankans á árunum fyrir hrun. Fjórar þeirra voru utanlandsferðir en sú fimmta veiðiferð að Langá á Mýrum. Upplýsingarnar sem Stundin byggir umfjöllun sína á koma fram í gögnum innan úr Glitni sem blaðið segist hafa undir höndum og vinni í samstarfi við Reykjavik Media og breska blaðið Guardian. Í þessum gögnum kemur jafnframt fram að Bjarni hafi notið mikillar velvildar hjá bankanum og hafi ítrekað fengið boð í ferðir á vegum bankans. Rannsóknarnefnd Alþingis fjallaði um eina þessara ferða og Bjarni hefur sjálfur sagt tvívegis hafa þegið slíkt boð. Í samtali við blaðamann Guardian segist Bjarni ekki hafa búið yfir neinum innherjaupplýsingum á þessum tíma sem um ræðir. Sölur hans í Sjóði 9 hafi þar að auki verið rannsakaðir og ekkert úr þeim komið. „Allir skynsamir fjárfestar hefðu verið að íhuga að selja á þesum tíma.“ Bjarni vildi í viðtalinu við blaðamann Guardian ekki gefa upp nákvæmar upplýsingar um tímasetningar og upphæðir í málinu. Umfjallanir Stundarinnar má nálgast hér:Seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett„Bjarni ben segir að fme séu á skrilljón að vinna í þessu“Benedikt var leystur undan sjálfskuldarábyrgð skömmu fyrir þjóðnýtingu Glitnis
Tengdar fréttir Ræddu riftanir á úttektum auðmanna Skilanefnd Glitnis listaði upp úttektir úr Sjóði 9 rétt fyrir hrun sem mögulega ætti að rifta. Viðskipti sem þetta átti við um námu 3,1 milljarði samanteknar. Úttektir Guðbjargar Matthíasdóttur er þriðjungur þeirra upphæðar. 9. desember 2016 07:00 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Ræddu riftanir á úttektum auðmanna Skilanefnd Glitnis listaði upp úttektir úr Sjóði 9 rétt fyrir hrun sem mögulega ætti að rifta. Viðskipti sem þetta átti við um námu 3,1 milljarði samanteknar. Úttektir Guðbjargar Matthíasdóttur er þriðjungur þeirra upphæðar. 9. desember 2016 07:00