Telja hæpið að lögbannið standist skoðun dómstóla Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. október 2017 19:30 Ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef hún virði ekki lögbann á umfjöllun byggt á gögnum frá slitabúi Glitnis. Fræðimenn í lögfræði telja að lögbannið standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla. Ákvörðun Sýslumannsins í Reykjavík um að verða að hluta við kröfu Glitnis Holdco ehf. um lögbann á fréttaumfjöllun Stundarinnar er umdeild. Í lögbannsbeiðninni er vísað til ákvæðis um bankaleynd í lögum um fjármálafyrirtæki og er vísað til þess að Stundin hafi boðað frekari umfjöllun byggt á stolnum gögnum sem enginn vafi leiki á að komi frá Glitni. Stjórnendur Glitnis Holdco báðust undan viðtali en sögðu að megintilgangur lögbannsins hafi verið að verja hagsmuni þúsunda viðskiptavina gamla Glitnis. Í málinu vegast á hagsmunir Glitnis Holdco og þeirra sem upplýsingarnar ná til og hins vegar réttar Stundarinnar til að segja fréttir og þar með réttur almennings til að fá þessar fréttir. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur margsinnis komist að þeirri niðurstöðu í dómum fjölmiðlar gegni hlutverki varðhunda almennings (e. public watchdog) og að einungis sé hægt að takmarka tjáningarfrelsi fjölmiðla ef takmörkunin sé nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. Hæstiréttur Íslands virðist hafa reynt á síðustu árum að innleiða aðferðafræði réttarins í dómum sínum enda hefur íslenska ríkið margsinnis fengið á sig áfellisdóma í Strassborg vegna brota á 10. gr. mannréttindasáttmálans vegna skerðingar á tjáningarfrelsi fjölmiðla. Eiríkur Jónsson prófessor við lagadeild HÍ segir að líkur séu á því að brotið sé gegn 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu í ljósi þess að lagt sé algjört fyrirfram bann við frekari umfjöllun um fjármál forsætisráðherra með úrskurði Sýslumannsins í Reykjavík um lögbann.Vísir/Fréttir Stöðvar 2Mjög mikið þarf að koma til Eiríkur Jónsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands segir að mjög mikið þurfi að koma til svo að heimilt sé að leggja algjört fyrirfram bann við umfjöllun um fjármál forsætisráðherra í aðdraganda kosninga. „Að því marki sem að lögbannið takmarkar umfjöllun um málefni forsætisráðherra og valdamanna í aðdraganda kosninga þá tel ég líklegt að það yrði ekki talið standast,“ segir Eiríkur. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir klárt að upplýsingar sem birtar hafi verið í umfjöllun Stundarinnar eigi brýnt erindi við almenning.Vísir/ÞÞRagnar Aðalsteinsson hæstiréttarlögmaður segir klárt að upplýsingar sem birtar hafi verið í umfjöllun Stundarinnar eigi brýnt erindi við almenning. Ragnar er einn eigenda Réttar sem gætt hefur hagsmuna blaðsins í þessu máli. „Miðað við þær upplýsingar sem hafa verið birtar fram að þessu þá er augljóst að þær eiga erindi við almenning í landinu og það var hreint og beint skylda fjölmiðilsins að birta þessar upplýsingar úr því að hann fékk þær í hendur. Það kunna að vegast á þarna sérstök sjónarmið um friðhelgi einkalífsins en þarna trompar tjáningarfrelsið og sérstaklega réttur fjölmiðla þau réttindi vegna þess að um er að ræða opinberar persónur og vegna þess að um er að ræða eitthvað sem skiptir verulegu máli í þjóðfélagsumræðunni,“ segir Ragnar. „Erum í siðferðislegri valkreppu“ Jón Trausti Reynisson ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef það virði ekki lögbannið. „Umfjöllun Stundarinnar er núna komin í bið og það lítur allt út fyrir að hún verði þannig framyfir kosningar. Okkur er lagalega óheimilt að fjalla um málið, sama hversu mikilvægt okkur kann að þykja að koma því á framfæri við almenning. Við erum í siðferðislegri valkreppu,“ segir Jón Trausti. Hún felist í því að virða lögbannið eða miðla upplýsingum sem eiga erindi við almenning og taka afleiðingum þess. Glitnir Holdco hefur eina viku til þess að höfða staðfestingarmál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna lögbannsins. Þær upplýsingar fengust hjá Glitni Holdco í dag að slíkt mál yrði höfðað innan frestsins. Ljóst er að niðurstaðan úr því máli mun ekki liggja fyrir fyrr en að loknum kosningum 28. október. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef hún virði ekki lögbann á umfjöllun byggt á gögnum frá slitabúi Glitnis. Fræðimenn í lögfræði telja að lögbannið standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla. Ákvörðun Sýslumannsins í Reykjavík um að verða að hluta við kröfu Glitnis Holdco ehf. um lögbann á fréttaumfjöllun Stundarinnar er umdeild. Í lögbannsbeiðninni er vísað til ákvæðis um bankaleynd í lögum um fjármálafyrirtæki og er vísað til þess að Stundin hafi boðað frekari umfjöllun byggt á stolnum gögnum sem enginn vafi leiki á að komi frá Glitni. Stjórnendur Glitnis Holdco báðust undan viðtali en sögðu að megintilgangur lögbannsins hafi verið að verja hagsmuni þúsunda viðskiptavina gamla Glitnis. Í málinu vegast á hagsmunir Glitnis Holdco og þeirra sem upplýsingarnar ná til og hins vegar réttar Stundarinnar til að segja fréttir og þar með réttur almennings til að fá þessar fréttir. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur margsinnis komist að þeirri niðurstöðu í dómum fjölmiðlar gegni hlutverki varðhunda almennings (e. public watchdog) og að einungis sé hægt að takmarka tjáningarfrelsi fjölmiðla ef takmörkunin sé nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. Hæstiréttur Íslands virðist hafa reynt á síðustu árum að innleiða aðferðafræði réttarins í dómum sínum enda hefur íslenska ríkið margsinnis fengið á sig áfellisdóma í Strassborg vegna brota á 10. gr. mannréttindasáttmálans vegna skerðingar á tjáningarfrelsi fjölmiðla. Eiríkur Jónsson prófessor við lagadeild HÍ segir að líkur séu á því að brotið sé gegn 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu í ljósi þess að lagt sé algjört fyrirfram bann við frekari umfjöllun um fjármál forsætisráðherra með úrskurði Sýslumannsins í Reykjavík um lögbann.Vísir/Fréttir Stöðvar 2Mjög mikið þarf að koma til Eiríkur Jónsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands segir að mjög mikið þurfi að koma til svo að heimilt sé að leggja algjört fyrirfram bann við umfjöllun um fjármál forsætisráðherra í aðdraganda kosninga. „Að því marki sem að lögbannið takmarkar umfjöllun um málefni forsætisráðherra og valdamanna í aðdraganda kosninga þá tel ég líklegt að það yrði ekki talið standast,“ segir Eiríkur. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir klárt að upplýsingar sem birtar hafi verið í umfjöllun Stundarinnar eigi brýnt erindi við almenning.Vísir/ÞÞRagnar Aðalsteinsson hæstiréttarlögmaður segir klárt að upplýsingar sem birtar hafi verið í umfjöllun Stundarinnar eigi brýnt erindi við almenning. Ragnar er einn eigenda Réttar sem gætt hefur hagsmuna blaðsins í þessu máli. „Miðað við þær upplýsingar sem hafa verið birtar fram að þessu þá er augljóst að þær eiga erindi við almenning í landinu og það var hreint og beint skylda fjölmiðilsins að birta þessar upplýsingar úr því að hann fékk þær í hendur. Það kunna að vegast á þarna sérstök sjónarmið um friðhelgi einkalífsins en þarna trompar tjáningarfrelsið og sérstaklega réttur fjölmiðla þau réttindi vegna þess að um er að ræða opinberar persónur og vegna þess að um er að ræða eitthvað sem skiptir verulegu máli í þjóðfélagsumræðunni,“ segir Ragnar. „Erum í siðferðislegri valkreppu“ Jón Trausti Reynisson ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef það virði ekki lögbannið. „Umfjöllun Stundarinnar er núna komin í bið og það lítur allt út fyrir að hún verði þannig framyfir kosningar. Okkur er lagalega óheimilt að fjalla um málið, sama hversu mikilvægt okkur kann að þykja að koma því á framfæri við almenning. Við erum í siðferðislegri valkreppu,“ segir Jón Trausti. Hún felist í því að virða lögbannið eða miðla upplýsingum sem eiga erindi við almenning og taka afleiðingum þess. Glitnir Holdco hefur eina viku til þess að höfða staðfestingarmál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna lögbannsins. Þær upplýsingar fengust hjá Glitni Holdco í dag að slíkt mál yrði höfðað innan frestsins. Ljóst er að niðurstaðan úr því máli mun ekki liggja fyrir fyrr en að loknum kosningum 28. október.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira