Bandaríska landsliðinu mistókst að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi eftir slaka frammistöðu í undankeppninni.
Reyna, sem lék 112 landsleiki á árunum 1994-2006, segir að það sé margt að í bandarískum fótbolta.

Hann segir að viðhorf Bandaríkjanna sé brenglað og hugarfarið ekki gott.
„Við erum með þjálfara sem halda að þeir séu betri en þeir eru í raun og veru. Heilt yfir höldum við að við séum betri en við erum,“ sagði Reyna.
„Þangað til við áttum okkur á því að við erum ekki jafn góð og við erum verður meðalmennskan áfram ríkjandi.“
Bandaríkin hafa verið með á 10 heimsmeistaramótum en aldrei komist lengra en í 8-liða úrslit, fyrir utan HM 1930 þegar bandaríska liðið komst í undanúrslit.