Qarabag nældi í sitt fyrsta stig í Meistaradeildinni í kvöld er liðið gerði jafntefli við spænska stórliðið Atletico.
Hvorugu liðinu tókst að skora í leiknum og liðin skiptu því með sér stigunum. Stórstörnulið Atletico átti tíu skottilraunir í leiknum Aserarnir skutu átta sinnum í átt að marki.
Fyrsta stig Qarabag eins og áður segir en annað stig Atletico í þremur leikjum.
Þetta er dýrt fyrir Atletico sem er í harðri baráttu við Chelsea og Roma í riðlinum. Chelsea er með sex stig en Roma fjögur. Þau mætast á eftir.

