Erlent

Íbúar Katalóníu vita ekki hvað tekur við

Hersir Aron Ólafsson skrifar

Óvissuástand ríkir í Katalóníu eftir að spænska ríkisstjórnin tilkynnti í morgun að héraðið yrði svipt sjálfsstjórn. Þetta segir Óttar M. Norðfjörð, íslenskur rithöfundur sem búsettur er í Barcelona. Hann segir deilurnar um sjálfstæði hafa rekið fleyg í samband fjölskyldna í Katalóníu og hópar ungmenna sláist með katalónska og spænska fána á bakinu.

Hann segir þó að íbúar séu almennt ekki í hættu á ferð sinni um borgina, enda mótmælin að mestu friðsamleg, bæði af hálfu sjálfstæðissinna og þeirra sem hlynntir eru áframhaldandi veru héraðsins innan Spánar.

Líkt og fram kom í frétt Vísis í morgun munu spænsk yfirvöld virkja 155. gr. stjórnarskrárinnar, ákvæði sem aldrei hefur verið beitt áður í sögu ríkisins, næsta laugardag. Þá tekur spænska ríkið yfir stjórn Katalóníu og óvirkjast þannig sjálfsstjórn héraðsins.

Óttar segir íbúa í nokkurri óvissu um hvað gerist í kjölfarið, enda hafi slíkir atburðiraldrei gerst áður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.