Rúnar: KR vill alltaf vera í toppbaráttu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2017 17:30 Rúnar ásamt Kristni Kjærnested, formanni knattspyrnudeildar KR. vísir/vilhelm Rúnar Kristinsson er tekinn við KR á nýjan leik og á að koma félaginu aftur í fremstu röð. Rúnar skrifaði undir þriggja ára samning við KR í dag. Hann tekur við af Willum Þór Þórssyni. KR endaði í 4. sæti Pepsi-deildar karla á síðasta tímabili og komst ekki í Evrópukeppni í fyrsta sinn í áratug. Árangurinn olli vonbrigðum enda miklu til tjaldað í Vesturbænum. „Við vitum allir hvað KR stendur fyrir. KR vill alltaf vera í toppbaráttu. Félagið gekk í gegnum erfitt ár sem við þurfum að snúa við og breyta. Við þurfum að koma KR aftur í Evrópukeppni, reyna að bæta árangurinn frá því í sumar og stefna hærra,“ sagði Rúnar í samtali við íþróttadeild í dag. Rúnar gerir ráð fyrir að einhverjar breytingar verði á leikmannahópi KR fyrir næsta tímabil.Leikmenn að renna út á samningi „Já, nánast eins og á hverju ári. Það verða einhverjar breytingar og hreyfingar. Við munum missa einhverja leikmenn, það eru einhverjir að renna út á samningi og það þarf að skoða þau mál. Á sama tíma þurfum við að sjá hvar við þurfum að styrkja okkur til að vera með frambærilegt lið á næsta ári,“ sagði Rúnar sem segir mikilvægt að koma KR aftur í Evrópukeppni. „KR hefur verið þar samfleytt í 10 ár. Það er sárt að ná ekki þeim áfanga en auðvitað koma mögur ár á milli. Við þurfum bara að vera snöggir að snúa þessu við og bæta okkur og styrkja.“ Rúnar er einn af dáðustu sonum KR. Hann lék með liðinu á árunum 1987-94 og 2007 og þjálfaði það svo með frábærum árangri á árunum 2010-14. Á þeim tíma varð KR tvisvar sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari.Erfið ákvörðun Rúnar, sem var látinn taka pokann sinn hjá Lokeren í ágúst, segir að hann hafi þurft tíma til að hugsa næstu skref hjá sér en á endanum hafi verið erfitt að hafna KR. „Ákvörðunin var mjög erfið. Maður lenti í áfalli að missa starfið úti í Belgíu. Við fjölskyldan ákváðum nokkuð fljótlega eftir það að flytja aftur heim og bíða átekta. Það voru ýmsir möguleikar í stöðunni en á endanum er erfitt að segja nei við KR. Þetta er mitt uppeldisfélag. Auðvitað þurfti ég umhugsunartíma en á endanum valdi ég að koma aftur til KR,“ sagði Rúnar. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar tekur aftur við KR-liðinu Rúnar Kristinsson er aftur orðinn þjálfari KR í Pepsi-deild karla í fótbolta en hann var kynntur sem nýr þjálfari liðsins á blaðamannafundi í Frostaskjóli í dag. 3. október 2017 14:00 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Rúnar Kristinsson er tekinn við KR á nýjan leik og á að koma félaginu aftur í fremstu röð. Rúnar skrifaði undir þriggja ára samning við KR í dag. Hann tekur við af Willum Þór Þórssyni. KR endaði í 4. sæti Pepsi-deildar karla á síðasta tímabili og komst ekki í Evrópukeppni í fyrsta sinn í áratug. Árangurinn olli vonbrigðum enda miklu til tjaldað í Vesturbænum. „Við vitum allir hvað KR stendur fyrir. KR vill alltaf vera í toppbaráttu. Félagið gekk í gegnum erfitt ár sem við þurfum að snúa við og breyta. Við þurfum að koma KR aftur í Evrópukeppni, reyna að bæta árangurinn frá því í sumar og stefna hærra,“ sagði Rúnar í samtali við íþróttadeild í dag. Rúnar gerir ráð fyrir að einhverjar breytingar verði á leikmannahópi KR fyrir næsta tímabil.Leikmenn að renna út á samningi „Já, nánast eins og á hverju ári. Það verða einhverjar breytingar og hreyfingar. Við munum missa einhverja leikmenn, það eru einhverjir að renna út á samningi og það þarf að skoða þau mál. Á sama tíma þurfum við að sjá hvar við þurfum að styrkja okkur til að vera með frambærilegt lið á næsta ári,“ sagði Rúnar sem segir mikilvægt að koma KR aftur í Evrópukeppni. „KR hefur verið þar samfleytt í 10 ár. Það er sárt að ná ekki þeim áfanga en auðvitað koma mögur ár á milli. Við þurfum bara að vera snöggir að snúa þessu við og bæta okkur og styrkja.“ Rúnar er einn af dáðustu sonum KR. Hann lék með liðinu á árunum 1987-94 og 2007 og þjálfaði það svo með frábærum árangri á árunum 2010-14. Á þeim tíma varð KR tvisvar sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari.Erfið ákvörðun Rúnar, sem var látinn taka pokann sinn hjá Lokeren í ágúst, segir að hann hafi þurft tíma til að hugsa næstu skref hjá sér en á endanum hafi verið erfitt að hafna KR. „Ákvörðunin var mjög erfið. Maður lenti í áfalli að missa starfið úti í Belgíu. Við fjölskyldan ákváðum nokkuð fljótlega eftir það að flytja aftur heim og bíða átekta. Það voru ýmsir möguleikar í stöðunni en á endanum er erfitt að segja nei við KR. Þetta er mitt uppeldisfélag. Auðvitað þurfti ég umhugsunartíma en á endanum valdi ég að koma aftur til KR,“ sagði Rúnar.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar tekur aftur við KR-liðinu Rúnar Kristinsson er aftur orðinn þjálfari KR í Pepsi-deild karla í fótbolta en hann var kynntur sem nýr þjálfari liðsins á blaðamannafundi í Frostaskjóli í dag. 3. október 2017 14:00 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Rúnar tekur aftur við KR-liðinu Rúnar Kristinsson er aftur orðinn þjálfari KR í Pepsi-deild karla í fótbolta en hann var kynntur sem nýr þjálfari liðsins á blaðamannafundi í Frostaskjóli í dag. 3. október 2017 14:00
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó