Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Birgir Olgeirsson skrifar 5. október 2017 19:55 Harvey Weinstein. Vísir/Getty Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur farið í leyfi frá framleiðslufyrirtæki sínu, The Weinstein Company, vegna umfjöllunar The New York Times um ásakanir á hendur honum um kynferðismisferli. New York Times ræddi við nokkra konur sem hafa starfað fyrir Weinstein, þar á meðal leikkonuna Ashley Judd, sem sögðu frá óviðeigandi framkomu hans. Þar á meðal á hann að hafa verið nánast eða algjörlega nakinn fyrir framan þær, krafist þess að þær væru viðstaddar þegar hann fór í sturtu og farið fram á nudd frá þeim eða boðist til að nudda þær. Leikkonan Ashley Judd er á meðal þeirra sem segja frá sínum raunum vegna samskipta við Harvey Weinstein.Vísir/Getty Í yfirlýsingu sem hann sendi The New York Times biðst hann afsökunar á þessari hegðun og segist hafa reynt að bæta ráð sitt, þó svo að hann eigi langt í land. Ashley Judd segir í samtali við New York Time að Weinstein hefði boðið henni til fundar á Peninsula Beverly Hills hótelið fyrir tveimur áratugum Hún taldi fundinn vera vinnutengdan en þegar hún mætti í móttökuna var henni vísað upp á herbergi Weinsteins þar sem hann var klæddur í baðslopp og spurði hvort hann mætti nudda hana og hvort hún vildi horfa á hann í sturtu. Emily Nestor segir frá því samtali við The New York Times að Weinstein hefði boðið henni til fundar á sama hótel árið 2014. Hún segir Weinstein hafa boðið henni frama í kvikmyndabransanum ef hún myndi taka vel í kynferðislega tilburði hans í hennar garð. Í umfjöllun New York Times kemur fram að ásakanir á hendur Weinstein nái yfir þrjá áratugi, en í umfjölluninni er rætt við núverandi og fyrrverandi starfsmenn fyrirtækis hans. Þar er til dæmis komið inn á samkomulagi sem hann gerði við leikkonuna Rose McGowan árið 1997. Þá var McGowan 23 ára en samkomulagið varðaði uppákomu á hótelherbergi þegar Sundance-kvikmyndahátíðin fór fram. Féllst Weinstein á að borga leikkonunni 100 þúsund dollara sem hann sagði ekki vera viðurkenningu á sekt, heldur til að komast hjá málaferlum og fá frið. Einn af lögmönnum Weinstein hefur látið hafa eftir sér að kvikmyndaframleiðandinn muni stefna New York Times fyrir umfjöllunina. Hún sé byggð á sögusögnum og rangindum sem meðal annars hafi verið fengin úr stolnum skjölum. Allt saman hafi það verið hrakið af níu mismundandi vitnum. Lögmaðurinn segir að þessum upplýsingum hafi verið komið til New York Times sem hafi kosið að hunsa þær í umfjöllun sinni. Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30 Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur farið í leyfi frá framleiðslufyrirtæki sínu, The Weinstein Company, vegna umfjöllunar The New York Times um ásakanir á hendur honum um kynferðismisferli. New York Times ræddi við nokkra konur sem hafa starfað fyrir Weinstein, þar á meðal leikkonuna Ashley Judd, sem sögðu frá óviðeigandi framkomu hans. Þar á meðal á hann að hafa verið nánast eða algjörlega nakinn fyrir framan þær, krafist þess að þær væru viðstaddar þegar hann fór í sturtu og farið fram á nudd frá þeim eða boðist til að nudda þær. Leikkonan Ashley Judd er á meðal þeirra sem segja frá sínum raunum vegna samskipta við Harvey Weinstein.Vísir/Getty Í yfirlýsingu sem hann sendi The New York Times biðst hann afsökunar á þessari hegðun og segist hafa reynt að bæta ráð sitt, þó svo að hann eigi langt í land. Ashley Judd segir í samtali við New York Time að Weinstein hefði boðið henni til fundar á Peninsula Beverly Hills hótelið fyrir tveimur áratugum Hún taldi fundinn vera vinnutengdan en þegar hún mætti í móttökuna var henni vísað upp á herbergi Weinsteins þar sem hann var klæddur í baðslopp og spurði hvort hann mætti nudda hana og hvort hún vildi horfa á hann í sturtu. Emily Nestor segir frá því samtali við The New York Times að Weinstein hefði boðið henni til fundar á sama hótel árið 2014. Hún segir Weinstein hafa boðið henni frama í kvikmyndabransanum ef hún myndi taka vel í kynferðislega tilburði hans í hennar garð. Í umfjöllun New York Times kemur fram að ásakanir á hendur Weinstein nái yfir þrjá áratugi, en í umfjölluninni er rætt við núverandi og fyrrverandi starfsmenn fyrirtækis hans. Þar er til dæmis komið inn á samkomulagi sem hann gerði við leikkonuna Rose McGowan árið 1997. Þá var McGowan 23 ára en samkomulagið varðaði uppákomu á hótelherbergi þegar Sundance-kvikmyndahátíðin fór fram. Féllst Weinstein á að borga leikkonunni 100 þúsund dollara sem hann sagði ekki vera viðurkenningu á sekt, heldur til að komast hjá málaferlum og fá frið. Einn af lögmönnum Weinstein hefur látið hafa eftir sér að kvikmyndaframleiðandinn muni stefna New York Times fyrir umfjöllunina. Hún sé byggð á sögusögnum og rangindum sem meðal annars hafi verið fengin úr stolnum skjölum. Allt saman hafi það verið hrakið af níu mismundandi vitnum. Lögmaðurinn segir að þessum upplýsingum hafi verið komið til New York Times sem hafi kosið að hunsa þær í umfjöllun sinni.
Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30 Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30