Innlent

Leita enn að fólki í tengslum við hnífsstungu í Breiðholti

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan, sérsveit og sjúkrabílar voru sendir á vettvang á þriðjudagskvöld.
Lögreglan, sérsveit og sjúkrabílar voru sendir á vettvang á þriðjudagskvöld. Vísir/Sindri Reyr Einarsson
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að fólki sem hún telur að hafi upplýsingar um hnífsstungu í heimahúsi í Breiðholti á þriðjudagskvöld. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, segir að það gætu verið allt að þrír menn sem lögreglan vilji finna og ná tali af vegna árásarinnar.

Tveir menn sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins og hafa þeir verið yfirheyrðir. Þá hefur maðurinn sem ráðist var á einnig verið yfirheyrður en hann var stunginn í kviðarholið. Gekkst hann undir aðgerð á þriðjudagskvöld en er ekki talinn í lífshættu.

Grímur segir að rannsókn lögreglu beinist meðal annars að því að finna út hvaða ástæður lágu að baki árásinni en hann vill ekki fara út í það hvað hefur komið fram varðandi það í rannsókninni. Hann segir að hinir grunuðu í málinu og brotaþoli þekkist.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×