Erlent

22 látnir eftir hitabeltisstorm í Mið-Ameríku

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í ríkjum í Mið-Ameríku.
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í ríkjum í Mið-Ameríku. Vísir/EPA
Minnst 22 eru látnir á Kosta Ríka, Níkaragva og Hondúras af völdum hitabeltisstormsins Nate sem stefnir nú á Mexíkó og Bandaríkin.

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í löndunum og er rúmlega 20 manns saknað, að því er fram kemur í frétt BBC.

Storminum hefur fylgt mikið úrhelli, aurskriður og flóð sem hafa eyðilagt brýr og íbúahús. Á Kosta Ríka eru rúmlega 400 þúsund manns án rennandi vatns og hafa þúsundir leitað í neyðarskýli.

Minnst átta létust í storminum á Kosta Ríka og þá létust 11 til viðbótar þegar stormurinn náði til Níkaragva. Þá létust þrír á Honduras og er fjölda fólks enn saknað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×