Bjarni segist ekki hafa haft neinar innherjaupplýsingar Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. október 2017 06:00 Bjarni Benediktsson segist ekki hafa haft neinar innherjaupplýsingar. Öllum Íslendingum hafi verið ljóst að eitthvað alvarlegt væri að gerast í bankakerfinu. "Ég bjó ekki yfir neinum trúnaðarupplýsingum,“ segir Bjarni. Vísir/Ernir Allt frá bankahruni hafa einungis fjórar ákærur verið gefnar út vegna innherjasvika. Tvær þeirra enduðu með því að hinir ákærðu voru dæmdir í Hæstarétti, ein var afturkölluð vegna formgalla og enn ein er til meðferðar fyrir dómstólum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari (áður sérstakur saksóknari efnahagsbrotamála) segir sönnunarfærslu í innherjasvikamálum erfiða. „Þá þarftu að vera með upplýsingar um tiltekin atriði sem snúa að beitingu innherjaupplýsinga,“ segir Ólafur. Ekki sé nægjanlegt að hafa upplýsingar um að viðkomandi aðili hafi selt tilteknar eignir. Ólafur segist ekkert geta tjáð sig um mál Bjarna eða að hvaða marki það hafi verið rannsakað. Í þættinum Víglínunni í desember í fyrra gekkst Bjarni Benediktsson við því að hafa átt eignir í sjóðnum og selt eitthvað dagana fyrir bankahrunið. Hann sagði þó að sig ræki ekki minni til að það hefðu verið upphæðir sem hafi „skipt einhverju máli“. Stundin greindi svo frá því í ítarlegri fréttaskýringu í gær að upphæðin næmi 50 milljónum króna og Bjarni hefði selt á fyrstu dögum í október 2008. Þá er rifjað upp í Stundinni að Bjarni hafi setið fund með stjórnendum Glitnis kvöldið áður en tilkynnt var að íslenska ríkið hygðist taka yfir 75 prósent hlut í Glitni þar sem erfið staða bankans var rædd. Bjarni segist ekki hafa haft neinar innherjaupplýsingar. „Þegar ég óska eftir því að bréf séu seld úr sjóði 9 og færð yfir í sjóði 7 og 5 í bankanum – allt áfram geymt í bankanum – þá liggur fyrir að ríkið hugðist taka 75% stöðu í bankanum. Öllum Íslendingum var ljóst að það var eitthvað mjög alvarlegt að gerast í bankakerfinu og ég bjó ekki yfir neinum trúnaðarupplýsingum. Hvorki höfðu þær komið fram á þessum fundi né hafði ég fengið þær eftir neinum öðrum leiðum,“ segir Bjarni. Umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media er unnin í samstarfi við breska blaðið The Guardian. Blaðamaðurinn Jon Henley hefur séð skjölin sem sýna hvernig viðskiptin gengu fyrir sig. Í grein hans segir að ekkert bendi til þess að lög hafi verið brotin. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem í upphaflegri útgáfu hennar og í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði að erfið staða Glitnis hafi verið rædd á fundum efnahags-og skattanefndar þingsins sem Bjarni sat. Ekki er rétt að fundað hafi verið um erfiða stöðu Glitnis í nefndinni og hefur fréttin verið leiðrétt í samræmi við það. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Allt frá bankahruni hafa einungis fjórar ákærur verið gefnar út vegna innherjasvika. Tvær þeirra enduðu með því að hinir ákærðu voru dæmdir í Hæstarétti, ein var afturkölluð vegna formgalla og enn ein er til meðferðar fyrir dómstólum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari (áður sérstakur saksóknari efnahagsbrotamála) segir sönnunarfærslu í innherjasvikamálum erfiða. „Þá þarftu að vera með upplýsingar um tiltekin atriði sem snúa að beitingu innherjaupplýsinga,“ segir Ólafur. Ekki sé nægjanlegt að hafa upplýsingar um að viðkomandi aðili hafi selt tilteknar eignir. Ólafur segist ekkert geta tjáð sig um mál Bjarna eða að hvaða marki það hafi verið rannsakað. Í þættinum Víglínunni í desember í fyrra gekkst Bjarni Benediktsson við því að hafa átt eignir í sjóðnum og selt eitthvað dagana fyrir bankahrunið. Hann sagði þó að sig ræki ekki minni til að það hefðu verið upphæðir sem hafi „skipt einhverju máli“. Stundin greindi svo frá því í ítarlegri fréttaskýringu í gær að upphæðin næmi 50 milljónum króna og Bjarni hefði selt á fyrstu dögum í október 2008. Þá er rifjað upp í Stundinni að Bjarni hafi setið fund með stjórnendum Glitnis kvöldið áður en tilkynnt var að íslenska ríkið hygðist taka yfir 75 prósent hlut í Glitni þar sem erfið staða bankans var rædd. Bjarni segist ekki hafa haft neinar innherjaupplýsingar. „Þegar ég óska eftir því að bréf séu seld úr sjóði 9 og færð yfir í sjóði 7 og 5 í bankanum – allt áfram geymt í bankanum – þá liggur fyrir að ríkið hugðist taka 75% stöðu í bankanum. Öllum Íslendingum var ljóst að það var eitthvað mjög alvarlegt að gerast í bankakerfinu og ég bjó ekki yfir neinum trúnaðarupplýsingum. Hvorki höfðu þær komið fram á þessum fundi né hafði ég fengið þær eftir neinum öðrum leiðum,“ segir Bjarni. Umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media er unnin í samstarfi við breska blaðið The Guardian. Blaðamaðurinn Jon Henley hefur séð skjölin sem sýna hvernig viðskiptin gengu fyrir sig. Í grein hans segir að ekkert bendi til þess að lög hafi verið brotin. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem í upphaflegri útgáfu hennar og í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði að erfið staða Glitnis hafi verið rædd á fundum efnahags-og skattanefndar þingsins sem Bjarni sat. Ekki er rétt að fundað hafi verið um erfiða stöðu Glitnis í nefndinni og hefur fréttin verið leiðrétt í samræmi við það.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira