Þorgerður hundfúl og vill nýjan fjölnota þjóðarleikvang Birgir Olgeirsson skrifar 9. október 2017 13:10 Þorgerður vill fá nýjan fjölnota þjóðarleikvang í Laugardal. Vísir „Persónulega tel ég æskilegast að U2 haldi fyrstu tónleikana en er líka opin fyrir Beyoncé,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á Facebook þar sem hún lýsir því yfir að Laugardalsvöllur sé barns síns tíma og kominn tími á nýjan þjóðarleikvang í Laugardalnum. Hún bendir á að eðlilega muni ekki seljast upp á alla íþróttaviðburði á stærri þjóðarleikvangi, en tækifæri séu til staðar til að halda aðra viðburði þar og kemur tónleikahald af alvöru stærðargráðu fyrst upp í huga hennar. Þorgerður bendir á að hún sé, eins og þúsundir annarra, hundfúl með að hafa ekki náð að festa kaup á miða á leik íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Kósóvó á Laugardalsvelli í kvöld. Um er að ræða lokaleik liðsins í I-riðli undankeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Vinni íslenska liðið leikinn gulltryggir það efsta sæti riðilsins og farseðil á úrslitakeppni HM.Leikmenn landsliðsins taka víkingaklappið með stuðningsmönnum.Vísir/EyþórÞorgerður segist gera sér grein fyrir því að þessi hvað þessi umræða kunni að hafa í för með sér, þar á meðal allskyns samanburð við önnur mjög mikilvæg verkefni á sviði innviðauppbyggingar, en segir eitt ekki útiloka annað. „Nýr fjölnota þjóðarleikvangur í Laugardal er verkefni sem er mjög vel til þess fallið að vera einkaframkvæmd sem nýtur stuðnings ríkis og borgar. Eðli málsins samkvæmt mun ekki seljast upp á alla íþróttaviðburði sem fram fara á vellinum en ef rétt er staðið að málum þá eru mikil tækifæri fólgin í ýmiskonar öðrum viðburðum sem styrkja rekstrargrundvöll slíks mannvirkis. Tónleikahald af alvöru stærðargráðu kemur fyrst upp í hugann en margt annað kemur til greina eins og við þekkjum erlendis frá. Þar spilar auðvitað ferðmannastraumurinn og áhugi heimsins á Íslandi lykilhlutverk,“ skrifar Þorgerður. Hún segir rekstur vallarins í óásættanlegan, sama hvernig á það er litið. „Hann stendur ekki undir sér fjárhagslega, leikmenn og áhorfendur eru óánægðir og aðstaða fyrir fjölmiðla og aðra hlutaðeigandi er slök ef frá er talið skrifstofuhúsnæði KSÍ. Það er því klárt mál að eitthvað verður að gera. Nú er lag að byggja nýjan völl fyrir íþróttafólkið okkar, þjóðina og aðra sem sækja höfuðborgina okkar heim. Verum óhrædd við að leyfa einkaframtakinu að njóta sín í verkefni sem þessu.“ Uppi hafa verið hugmyndir um að reisa nýjan þjóðarleikvang sem myndi rúma 20 þúsund manns í sæti, sem Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, talaði mikið fyrir. Tengdar fréttir Ríkið vill þjóðarleikvang í Laugardal Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Reykjavíkurborg og Knattspyrnusamband Íslands munu veita alls 21 milljón króna til að fullkanna rekstrargrundvöll fjölnota íþróttaleikvangs, bera saman mismunandi útfærslur og vinna frumhönnun leikvangsins ásamt því að vinna kostnaðargreiningu vegna framkvæmda. 10. október 2016 07:00 Nýr leikvangur þyrfti ekki að kosta skattgreiðendur krónu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tekur undir með forsvarsmönnum KSÍ og segir tíma kominn á nýjan þjóðarleikvang fyrir knattspyrnulandsleiki. 7. september 2015 21:30 Nýr þjóðarleikvangur hannaður sem víkingaskip Hugmyndir að nýjum leikvangi kynntar í Háskóla Reykjavíkur 11. september 2015 20:15 Byggðu tveggja milljóna króna göngubrú í Kórnum sem Timberlake notaði einu sinni áður en hún var rifin Ísleifur Þórhallsson ræðir þær hindranir sem tónleikahaldarar standa frammi fyrir á Íslandi í BS-ritgerð um stækkun Laugardalsvallar. 22. október 2016 08:40 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Sjá meira
„Persónulega tel ég æskilegast að U2 haldi fyrstu tónleikana en er líka opin fyrir Beyoncé,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á Facebook þar sem hún lýsir því yfir að Laugardalsvöllur sé barns síns tíma og kominn tími á nýjan þjóðarleikvang í Laugardalnum. Hún bendir á að eðlilega muni ekki seljast upp á alla íþróttaviðburði á stærri þjóðarleikvangi, en tækifæri séu til staðar til að halda aðra viðburði þar og kemur tónleikahald af alvöru stærðargráðu fyrst upp í huga hennar. Þorgerður bendir á að hún sé, eins og þúsundir annarra, hundfúl með að hafa ekki náð að festa kaup á miða á leik íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Kósóvó á Laugardalsvelli í kvöld. Um er að ræða lokaleik liðsins í I-riðli undankeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Vinni íslenska liðið leikinn gulltryggir það efsta sæti riðilsins og farseðil á úrslitakeppni HM.Leikmenn landsliðsins taka víkingaklappið með stuðningsmönnum.Vísir/EyþórÞorgerður segist gera sér grein fyrir því að þessi hvað þessi umræða kunni að hafa í för með sér, þar á meðal allskyns samanburð við önnur mjög mikilvæg verkefni á sviði innviðauppbyggingar, en segir eitt ekki útiloka annað. „Nýr fjölnota þjóðarleikvangur í Laugardal er verkefni sem er mjög vel til þess fallið að vera einkaframkvæmd sem nýtur stuðnings ríkis og borgar. Eðli málsins samkvæmt mun ekki seljast upp á alla íþróttaviðburði sem fram fara á vellinum en ef rétt er staðið að málum þá eru mikil tækifæri fólgin í ýmiskonar öðrum viðburðum sem styrkja rekstrargrundvöll slíks mannvirkis. Tónleikahald af alvöru stærðargráðu kemur fyrst upp í hugann en margt annað kemur til greina eins og við þekkjum erlendis frá. Þar spilar auðvitað ferðmannastraumurinn og áhugi heimsins á Íslandi lykilhlutverk,“ skrifar Þorgerður. Hún segir rekstur vallarins í óásættanlegan, sama hvernig á það er litið. „Hann stendur ekki undir sér fjárhagslega, leikmenn og áhorfendur eru óánægðir og aðstaða fyrir fjölmiðla og aðra hlutaðeigandi er slök ef frá er talið skrifstofuhúsnæði KSÍ. Það er því klárt mál að eitthvað verður að gera. Nú er lag að byggja nýjan völl fyrir íþróttafólkið okkar, þjóðina og aðra sem sækja höfuðborgina okkar heim. Verum óhrædd við að leyfa einkaframtakinu að njóta sín í verkefni sem þessu.“ Uppi hafa verið hugmyndir um að reisa nýjan þjóðarleikvang sem myndi rúma 20 þúsund manns í sæti, sem Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, talaði mikið fyrir.
Tengdar fréttir Ríkið vill þjóðarleikvang í Laugardal Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Reykjavíkurborg og Knattspyrnusamband Íslands munu veita alls 21 milljón króna til að fullkanna rekstrargrundvöll fjölnota íþróttaleikvangs, bera saman mismunandi útfærslur og vinna frumhönnun leikvangsins ásamt því að vinna kostnaðargreiningu vegna framkvæmda. 10. október 2016 07:00 Nýr leikvangur þyrfti ekki að kosta skattgreiðendur krónu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tekur undir með forsvarsmönnum KSÍ og segir tíma kominn á nýjan þjóðarleikvang fyrir knattspyrnulandsleiki. 7. september 2015 21:30 Nýr þjóðarleikvangur hannaður sem víkingaskip Hugmyndir að nýjum leikvangi kynntar í Háskóla Reykjavíkur 11. september 2015 20:15 Byggðu tveggja milljóna króna göngubrú í Kórnum sem Timberlake notaði einu sinni áður en hún var rifin Ísleifur Þórhallsson ræðir þær hindranir sem tónleikahaldarar standa frammi fyrir á Íslandi í BS-ritgerð um stækkun Laugardalsvallar. 22. október 2016 08:40 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Sjá meira
Ríkið vill þjóðarleikvang í Laugardal Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Reykjavíkurborg og Knattspyrnusamband Íslands munu veita alls 21 milljón króna til að fullkanna rekstrargrundvöll fjölnota íþróttaleikvangs, bera saman mismunandi útfærslur og vinna frumhönnun leikvangsins ásamt því að vinna kostnaðargreiningu vegna framkvæmda. 10. október 2016 07:00
Nýr leikvangur þyrfti ekki að kosta skattgreiðendur krónu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tekur undir með forsvarsmönnum KSÍ og segir tíma kominn á nýjan þjóðarleikvang fyrir knattspyrnulandsleiki. 7. september 2015 21:30
Nýr þjóðarleikvangur hannaður sem víkingaskip Hugmyndir að nýjum leikvangi kynntar í Háskóla Reykjavíkur 11. september 2015 20:15
Byggðu tveggja milljóna króna göngubrú í Kórnum sem Timberlake notaði einu sinni áður en hún var rifin Ísleifur Þórhallsson ræðir þær hindranir sem tónleikahaldarar standa frammi fyrir á Íslandi í BS-ritgerð um stækkun Laugardalsvallar. 22. október 2016 08:40