Íslendingar þegar farnir að líta til Rússlands Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. október 2017 06:00 Mörg þúsund Íslendingar eiga ógleymanlegar minningar frá EM í Frakklandi. vísir/vilhelm Íslendingar eru þegar farnir að spyrjast fyrir um ferðir til Rússlands næsta sumar til að upplifa HM-drauminn fari svo að karlalandsliðið í knattspyrnu gulltryggi sér farseðilinn þangað í kvöld. „Það er alveg augljóst að það er mikill áhugi,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Við höfum fengið fyrirspurnir og greinilega eru margir að velta þessu fyrir sér.“Guðjón Arngrímsson, upplýsingastjóri Icelandair.vísir/antonEftir frækinn sigur á Tyrkjum á föstudagskvöld er íslenska landsliðið aðeins 90 mínútum og einum sigurleik gegn botnliði Kósovó frá því að tryggja sér þátttökurétt á HM í Rússlandi næsta sumar. Minnugir ævintýranna á EM í Frakklandi síðasta sumar eru greinilega margir Íslendingar reiðubúnir að endurtaka leikinn, þó ótímabært sé. Guðjón bendir á að enn sé ekki ljóst hvar Ísland muni leika ef allt fer á besta veg, leikið verði í ellefu borgum í Rússlandi sem sé gríðarstórt land og margra klukkustunda langt flug milli sumra borganna sem leikið verður í. Á síðasta ári var gríðarlegt álag á flugfélögunum vegna Frakklandsferða íslenskra knattspyrnuáhugamanna. Guðjón segir Rússland almennt ekki vinsælan áfangastað hjá hinum almenna íslenska ferðamanni, en er Icelandair reynslunni ríkari eftir ævintýrið í Frakklandi og eitthvað byrjað að leggja grunn að undirbúningi fyrir HM? „Við förum að ráðum landsliðsþjálfarans og öndum með nefinu þangað til eftir leikinn.“ Í fyrra leituðu Íslendingar ýmissa leiða til að komast til Frakklands og algengt var að fólk flygi hvert sem er til meginlands Evrópu og keyrði síðan yfir til Frakklands. Hætt er við að það verði ekki eins þægilegt þegar Rússland á í hlut. Spennustigið er hátt fyrir leikinn gegn Kósovó í kvöld. Það yrði ekki aðeins ótrúlegur árangur og heiður að komast á stærsta íþróttasvið veraldar, það eru umtalsverðar peningaupphæðir í spilinu. KSÍ á nefnilega von á að fá rúmlega milljarð króna í verðlaunafé frá FIFA bara fyrir að taka þátt, hvernig sem fer. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Íslendingar eru þegar farnir að spyrjast fyrir um ferðir til Rússlands næsta sumar til að upplifa HM-drauminn fari svo að karlalandsliðið í knattspyrnu gulltryggi sér farseðilinn þangað í kvöld. „Það er alveg augljóst að það er mikill áhugi,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Við höfum fengið fyrirspurnir og greinilega eru margir að velta þessu fyrir sér.“Guðjón Arngrímsson, upplýsingastjóri Icelandair.vísir/antonEftir frækinn sigur á Tyrkjum á föstudagskvöld er íslenska landsliðið aðeins 90 mínútum og einum sigurleik gegn botnliði Kósovó frá því að tryggja sér þátttökurétt á HM í Rússlandi næsta sumar. Minnugir ævintýranna á EM í Frakklandi síðasta sumar eru greinilega margir Íslendingar reiðubúnir að endurtaka leikinn, þó ótímabært sé. Guðjón bendir á að enn sé ekki ljóst hvar Ísland muni leika ef allt fer á besta veg, leikið verði í ellefu borgum í Rússlandi sem sé gríðarstórt land og margra klukkustunda langt flug milli sumra borganna sem leikið verður í. Á síðasta ári var gríðarlegt álag á flugfélögunum vegna Frakklandsferða íslenskra knattspyrnuáhugamanna. Guðjón segir Rússland almennt ekki vinsælan áfangastað hjá hinum almenna íslenska ferðamanni, en er Icelandair reynslunni ríkari eftir ævintýrið í Frakklandi og eitthvað byrjað að leggja grunn að undirbúningi fyrir HM? „Við förum að ráðum landsliðsþjálfarans og öndum með nefinu þangað til eftir leikinn.“ Í fyrra leituðu Íslendingar ýmissa leiða til að komast til Frakklands og algengt var að fólk flygi hvert sem er til meginlands Evrópu og keyrði síðan yfir til Frakklands. Hætt er við að það verði ekki eins þægilegt þegar Rússland á í hlut. Spennustigið er hátt fyrir leikinn gegn Kósovó í kvöld. Það yrði ekki aðeins ótrúlegur árangur og heiður að komast á stærsta íþróttasvið veraldar, það eru umtalsverðar peningaupphæðir í spilinu. KSÍ á nefnilega von á að fá rúmlega milljarð króna í verðlaunafé frá FIFA bara fyrir að taka þátt, hvernig sem fer.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira