Íslendingar þegar farnir að líta til Rússlands Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. október 2017 06:00 Mörg þúsund Íslendingar eiga ógleymanlegar minningar frá EM í Frakklandi. vísir/vilhelm Íslendingar eru þegar farnir að spyrjast fyrir um ferðir til Rússlands næsta sumar til að upplifa HM-drauminn fari svo að karlalandsliðið í knattspyrnu gulltryggi sér farseðilinn þangað í kvöld. „Það er alveg augljóst að það er mikill áhugi,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Við höfum fengið fyrirspurnir og greinilega eru margir að velta þessu fyrir sér.“Guðjón Arngrímsson, upplýsingastjóri Icelandair.vísir/antonEftir frækinn sigur á Tyrkjum á föstudagskvöld er íslenska landsliðið aðeins 90 mínútum og einum sigurleik gegn botnliði Kósovó frá því að tryggja sér þátttökurétt á HM í Rússlandi næsta sumar. Minnugir ævintýranna á EM í Frakklandi síðasta sumar eru greinilega margir Íslendingar reiðubúnir að endurtaka leikinn, þó ótímabært sé. Guðjón bendir á að enn sé ekki ljóst hvar Ísland muni leika ef allt fer á besta veg, leikið verði í ellefu borgum í Rússlandi sem sé gríðarstórt land og margra klukkustunda langt flug milli sumra borganna sem leikið verður í. Á síðasta ári var gríðarlegt álag á flugfélögunum vegna Frakklandsferða íslenskra knattspyrnuáhugamanna. Guðjón segir Rússland almennt ekki vinsælan áfangastað hjá hinum almenna íslenska ferðamanni, en er Icelandair reynslunni ríkari eftir ævintýrið í Frakklandi og eitthvað byrjað að leggja grunn að undirbúningi fyrir HM? „Við förum að ráðum landsliðsþjálfarans og öndum með nefinu þangað til eftir leikinn.“ Í fyrra leituðu Íslendingar ýmissa leiða til að komast til Frakklands og algengt var að fólk flygi hvert sem er til meginlands Evrópu og keyrði síðan yfir til Frakklands. Hætt er við að það verði ekki eins þægilegt þegar Rússland á í hlut. Spennustigið er hátt fyrir leikinn gegn Kósovó í kvöld. Það yrði ekki aðeins ótrúlegur árangur og heiður að komast á stærsta íþróttasvið veraldar, það eru umtalsverðar peningaupphæðir í spilinu. KSÍ á nefnilega von á að fá rúmlega milljarð króna í verðlaunafé frá FIFA bara fyrir að taka þátt, hvernig sem fer. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Íslendingar eru þegar farnir að spyrjast fyrir um ferðir til Rússlands næsta sumar til að upplifa HM-drauminn fari svo að karlalandsliðið í knattspyrnu gulltryggi sér farseðilinn þangað í kvöld. „Það er alveg augljóst að það er mikill áhugi,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Við höfum fengið fyrirspurnir og greinilega eru margir að velta þessu fyrir sér.“Guðjón Arngrímsson, upplýsingastjóri Icelandair.vísir/antonEftir frækinn sigur á Tyrkjum á föstudagskvöld er íslenska landsliðið aðeins 90 mínútum og einum sigurleik gegn botnliði Kósovó frá því að tryggja sér þátttökurétt á HM í Rússlandi næsta sumar. Minnugir ævintýranna á EM í Frakklandi síðasta sumar eru greinilega margir Íslendingar reiðubúnir að endurtaka leikinn, þó ótímabært sé. Guðjón bendir á að enn sé ekki ljóst hvar Ísland muni leika ef allt fer á besta veg, leikið verði í ellefu borgum í Rússlandi sem sé gríðarstórt land og margra klukkustunda langt flug milli sumra borganna sem leikið verður í. Á síðasta ári var gríðarlegt álag á flugfélögunum vegna Frakklandsferða íslenskra knattspyrnuáhugamanna. Guðjón segir Rússland almennt ekki vinsælan áfangastað hjá hinum almenna íslenska ferðamanni, en er Icelandair reynslunni ríkari eftir ævintýrið í Frakklandi og eitthvað byrjað að leggja grunn að undirbúningi fyrir HM? „Við förum að ráðum landsliðsþjálfarans og öndum með nefinu þangað til eftir leikinn.“ Í fyrra leituðu Íslendingar ýmissa leiða til að komast til Frakklands og algengt var að fólk flygi hvert sem er til meginlands Evrópu og keyrði síðan yfir til Frakklands. Hætt er við að það verði ekki eins þægilegt þegar Rússland á í hlut. Spennustigið er hátt fyrir leikinn gegn Kósovó í kvöld. Það yrði ekki aðeins ótrúlegur árangur og heiður að komast á stærsta íþróttasvið veraldar, það eru umtalsverðar peningaupphæðir í spilinu. KSÍ á nefnilega von á að fá rúmlega milljarð króna í verðlaunafé frá FIFA bara fyrir að taka þátt, hvernig sem fer.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira