Víkur úr fyrsta sæti fyrir Sigríði Andersen Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. september 2017 18:55 Brynjar Níelsson segir alrangt að sjálfstæðismenn treysti ekki konum. Vísir/Vilhelm Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins kynnti lista flokksins í Valhöll klukkan fimm í dag. Listarnir voru lagðir fram óbreyttir frá því á síðasta ári, fyrir utan að Brynjar Níelsson var færður upp í fyrsta sæti í Reykjavík suður þar sem Ólöf Norðdal, sem leiddi listann í fyrra, er látin. Eftir að fulltrúaráðið hafði kynnt listana bað Brynjar Níelsson um orðið og lagði fram breytingartillögu. „Hún var sú að ég myndi skipta um sæti við Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra. Hún myndi taka oddvitasætið og ég myndi taka annað sætið,“ segir Brynjar en tillaga hans virtist koma öðrum flokksmönnum verulega á óvart en var síðan fagnað ákaft. Fundurinn var að vísu lokaður en fréttamaður heyrði lófatakið fram á gang. En af hverju viltu skipta á sætum? „Það er stundum sagt að við sjálfstæðismenn treystum ekki konum. Sem er náttúrulega alrangt. Við eigum fullt af frambærilegum konum og kannski vegna þess að þetta fór nú svo að oddvitinn, sem var kona, lést þá eftir vandlega íhugað mál þá taldi ég rétt að kona leiddi listann, því hún er svo öflug kona.“ Tillaga Brynjars var samþykkt og mun því Sigríður Andersen skipa fyrsta sætið í Reykjavík suður, Brynjar verður í öðru sæti og Hildur Sverrisdóttir í þriðja sæti. Í Reykjavík norður mun Guðlaugur Þór Þórðarson leiða listann, í öðru sæti er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og því þriðja Birgir Ármannsson. Farið var yfir kosningabaráttu stjórnmálaflokkanna í fréttum Stöðvar 2 sem virðist hafa byrjað af fullum krafti í dag með tilkynningum um frambjóðendur og spjalli við kjósendur. Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Sjá meira
Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins kynnti lista flokksins í Valhöll klukkan fimm í dag. Listarnir voru lagðir fram óbreyttir frá því á síðasta ári, fyrir utan að Brynjar Níelsson var færður upp í fyrsta sæti í Reykjavík suður þar sem Ólöf Norðdal, sem leiddi listann í fyrra, er látin. Eftir að fulltrúaráðið hafði kynnt listana bað Brynjar Níelsson um orðið og lagði fram breytingartillögu. „Hún var sú að ég myndi skipta um sæti við Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra. Hún myndi taka oddvitasætið og ég myndi taka annað sætið,“ segir Brynjar en tillaga hans virtist koma öðrum flokksmönnum verulega á óvart en var síðan fagnað ákaft. Fundurinn var að vísu lokaður en fréttamaður heyrði lófatakið fram á gang. En af hverju viltu skipta á sætum? „Það er stundum sagt að við sjálfstæðismenn treystum ekki konum. Sem er náttúrulega alrangt. Við eigum fullt af frambærilegum konum og kannski vegna þess að þetta fór nú svo að oddvitinn, sem var kona, lést þá eftir vandlega íhugað mál þá taldi ég rétt að kona leiddi listann, því hún er svo öflug kona.“ Tillaga Brynjars var samþykkt og mun því Sigríður Andersen skipa fyrsta sætið í Reykjavík suður, Brynjar verður í öðru sæti og Hildur Sverrisdóttir í þriðja sæti. Í Reykjavík norður mun Guðlaugur Þór Þórðarson leiða listann, í öðru sæti er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og því þriðja Birgir Ármannsson. Farið var yfir kosningabaráttu stjórnmálaflokkanna í fréttum Stöðvar 2 sem virðist hafa byrjað af fullum krafti í dag með tilkynningum um frambjóðendur og spjalli við kjósendur.
Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Sjá meira