Víkur úr fyrsta sæti fyrir Sigríði Andersen Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. september 2017 18:55 Brynjar Níelsson segir alrangt að sjálfstæðismenn treysti ekki konum. Vísir/Vilhelm Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins kynnti lista flokksins í Valhöll klukkan fimm í dag. Listarnir voru lagðir fram óbreyttir frá því á síðasta ári, fyrir utan að Brynjar Níelsson var færður upp í fyrsta sæti í Reykjavík suður þar sem Ólöf Norðdal, sem leiddi listann í fyrra, er látin. Eftir að fulltrúaráðið hafði kynnt listana bað Brynjar Níelsson um orðið og lagði fram breytingartillögu. „Hún var sú að ég myndi skipta um sæti við Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra. Hún myndi taka oddvitasætið og ég myndi taka annað sætið,“ segir Brynjar en tillaga hans virtist koma öðrum flokksmönnum verulega á óvart en var síðan fagnað ákaft. Fundurinn var að vísu lokaður en fréttamaður heyrði lófatakið fram á gang. En af hverju viltu skipta á sætum? „Það er stundum sagt að við sjálfstæðismenn treystum ekki konum. Sem er náttúrulega alrangt. Við eigum fullt af frambærilegum konum og kannski vegna þess að þetta fór nú svo að oddvitinn, sem var kona, lést þá eftir vandlega íhugað mál þá taldi ég rétt að kona leiddi listann, því hún er svo öflug kona.“ Tillaga Brynjars var samþykkt og mun því Sigríður Andersen skipa fyrsta sætið í Reykjavík suður, Brynjar verður í öðru sæti og Hildur Sverrisdóttir í þriðja sæti. Í Reykjavík norður mun Guðlaugur Þór Þórðarson leiða listann, í öðru sæti er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og því þriðja Birgir Ármannsson. Farið var yfir kosningabaráttu stjórnmálaflokkanna í fréttum Stöðvar 2 sem virðist hafa byrjað af fullum krafti í dag með tilkynningum um frambjóðendur og spjalli við kjósendur. Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins kynnti lista flokksins í Valhöll klukkan fimm í dag. Listarnir voru lagðir fram óbreyttir frá því á síðasta ári, fyrir utan að Brynjar Níelsson var færður upp í fyrsta sæti í Reykjavík suður þar sem Ólöf Norðdal, sem leiddi listann í fyrra, er látin. Eftir að fulltrúaráðið hafði kynnt listana bað Brynjar Níelsson um orðið og lagði fram breytingartillögu. „Hún var sú að ég myndi skipta um sæti við Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra. Hún myndi taka oddvitasætið og ég myndi taka annað sætið,“ segir Brynjar en tillaga hans virtist koma öðrum flokksmönnum verulega á óvart en var síðan fagnað ákaft. Fundurinn var að vísu lokaður en fréttamaður heyrði lófatakið fram á gang. En af hverju viltu skipta á sætum? „Það er stundum sagt að við sjálfstæðismenn treystum ekki konum. Sem er náttúrulega alrangt. Við eigum fullt af frambærilegum konum og kannski vegna þess að þetta fór nú svo að oddvitinn, sem var kona, lést þá eftir vandlega íhugað mál þá taldi ég rétt að kona leiddi listann, því hún er svo öflug kona.“ Tillaga Brynjars var samþykkt og mun því Sigríður Andersen skipa fyrsta sætið í Reykjavík suður, Brynjar verður í öðru sæti og Hildur Sverrisdóttir í þriðja sæti. Í Reykjavík norður mun Guðlaugur Þór Þórðarson leiða listann, í öðru sæti er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og því þriðja Birgir Ármannsson. Farið var yfir kosningabaráttu stjórnmálaflokkanna í fréttum Stöðvar 2 sem virðist hafa byrjað af fullum krafti í dag með tilkynningum um frambjóðendur og spjalli við kjósendur.
Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira