Meira tjón fram undan vegna Mariu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. september 2017 06:00 Maria olli miklu tjóni á eyjunni Guadeloupe. Fellibylurinn, sem fór af þriðja stigi og upp á það fimmta á örfáum klukkustundum, hreyfist nú í vesturátt og er búist við því að hann gangi yfir fleiri eyjar og leiki þær grátt. vísir/afp Fellibylurinn Maria komst á fimmta stig áður en hún gekk yfir Dóminíku og Guadeloupe í Karíbahafi í gær og olli miklu tjóni. Búist er við því að Maria gangi yfir Bandarísku og Bresku Jómfrúaeyjar í dag. Þá átti stormurinn að ganga yfir Púertó Ríkó og Montserrat í nótt, það hafði hann ekki gert þegar Fréttablaðið fór í prentun. „Allt sem peningar geta keypt hefur tapast. Minn helsti ótti nú í morgunsárið er sá að við fáum fréttir af alvarlegum meiðslum, mögulega manntjóni, vegna aurskriðna sem rigningar fellibylsins komu líklega af stað,“ sagði Roosevelt Skerrit, forsætisráðherra Dóminíku, í tilkynningu sem hann birti á Facebook í gær. Skerrit sagði jafnframt að þakið á bústað forsætisráðherra hefði rifnað af líkt og á húsum margra annarra. Þá ítrekaði Dóminíkumaðurinn að ríkið þyrfti alla þá hjálp sem það gæti fengið. Of snemmt væri þó að segja til um ástand flugvalla og hafna. „Þess vegna vil ég gjarnan biðja vinaþjóðir og samtök um að senda okkur hjálp með þyrlum.“ Á Guadeloupe olli Maria meðal annars svo miklum flóðum að vegir og heilu húsin voru á kafi í gær þegar stormurinn gekk yfir. Snemma á mánudag var Maria fyrsta stigs fellibylur en í fyrrinótt var hún komin á fimmta stig. Fór hún til að mynda af þriðja stigi og upp á það fimmta á örfáum klukkustundum. Olli Maria því meira tjóni á Dóminíku en búist var við. Eftir að Maria náði landi á eyjunni veiktist hún og fór niður á fjórða stig en styrktist skjótt aftur og fór upp á fimmta stig á ný. Meðalvindhraði Mariu í gær var rúmlega 70 metrar á sekúndu. Til samanburðar var meðalvindhraði Irmu um 83 metrar á sekúndu þegar hún olli miklum skaða á meðal annars Barbúda og Sankti Martin. Steve Cleaton, veðurfræðingur hjá BBC, sagði í gær að helsta ástæðan fyrir því hversu mikið og fljótt stormurinn styrktist væri óvenjuhlýr sjór. Yfirborðshiti sjávar í Karíbahafi væri nú einni til tveimur gráðum hærri en vanalegt er miðað við árstíma. Spár Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna (NHC) gera ráð fyrir því að slóð Mariu verði svipuð slóð fellibylsins Irmu sem hrelldi íbúa við Karíbahaf á dögunum. Þó gera spár ekki ráð fyrir því að Maria gangi sem fellibylur á meginland Bandaríkjanna en það gæti breyst. Irma olli gífurlegu tjóni á allnokkrum eyjum í Karíbahafi. BBC greindi frá því í gær að nokkrar þeirra eyja sem Maria stefnir á hafi ekki farið illa út úr Irmu og hafi því verið notaðar sem eins konar birgðastöðvar fyrir hjálparstarf. Til að mynda hafi Púertó Ríkó veitt nágrannaríkjum sínum dýrmæta aðstoð. Nú sé það starf í mikilli hættu vegna yfirvofandi hamfara. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Fellibylurinn Maria komst á fimmta stig áður en hún gekk yfir Dóminíku og Guadeloupe í Karíbahafi í gær og olli miklu tjóni. Búist er við því að Maria gangi yfir Bandarísku og Bresku Jómfrúaeyjar í dag. Þá átti stormurinn að ganga yfir Púertó Ríkó og Montserrat í nótt, það hafði hann ekki gert þegar Fréttablaðið fór í prentun. „Allt sem peningar geta keypt hefur tapast. Minn helsti ótti nú í morgunsárið er sá að við fáum fréttir af alvarlegum meiðslum, mögulega manntjóni, vegna aurskriðna sem rigningar fellibylsins komu líklega af stað,“ sagði Roosevelt Skerrit, forsætisráðherra Dóminíku, í tilkynningu sem hann birti á Facebook í gær. Skerrit sagði jafnframt að þakið á bústað forsætisráðherra hefði rifnað af líkt og á húsum margra annarra. Þá ítrekaði Dóminíkumaðurinn að ríkið þyrfti alla þá hjálp sem það gæti fengið. Of snemmt væri þó að segja til um ástand flugvalla og hafna. „Þess vegna vil ég gjarnan biðja vinaþjóðir og samtök um að senda okkur hjálp með þyrlum.“ Á Guadeloupe olli Maria meðal annars svo miklum flóðum að vegir og heilu húsin voru á kafi í gær þegar stormurinn gekk yfir. Snemma á mánudag var Maria fyrsta stigs fellibylur en í fyrrinótt var hún komin á fimmta stig. Fór hún til að mynda af þriðja stigi og upp á það fimmta á örfáum klukkustundum. Olli Maria því meira tjóni á Dóminíku en búist var við. Eftir að Maria náði landi á eyjunni veiktist hún og fór niður á fjórða stig en styrktist skjótt aftur og fór upp á fimmta stig á ný. Meðalvindhraði Mariu í gær var rúmlega 70 metrar á sekúndu. Til samanburðar var meðalvindhraði Irmu um 83 metrar á sekúndu þegar hún olli miklum skaða á meðal annars Barbúda og Sankti Martin. Steve Cleaton, veðurfræðingur hjá BBC, sagði í gær að helsta ástæðan fyrir því hversu mikið og fljótt stormurinn styrktist væri óvenjuhlýr sjór. Yfirborðshiti sjávar í Karíbahafi væri nú einni til tveimur gráðum hærri en vanalegt er miðað við árstíma. Spár Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna (NHC) gera ráð fyrir því að slóð Mariu verði svipuð slóð fellibylsins Irmu sem hrelldi íbúa við Karíbahaf á dögunum. Þó gera spár ekki ráð fyrir því að Maria gangi sem fellibylur á meginland Bandaríkjanna en það gæti breyst. Irma olli gífurlegu tjóni á allnokkrum eyjum í Karíbahafi. BBC greindi frá því í gær að nokkrar þeirra eyja sem Maria stefnir á hafi ekki farið illa út úr Irmu og hafi því verið notaðar sem eins konar birgðastöðvar fyrir hjálparstarf. Til að mynda hafi Púertó Ríkó veitt nágrannaríkjum sínum dýrmæta aðstoð. Nú sé það starf í mikilli hættu vegna yfirvofandi hamfara.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira