Sá enga ástæðu fyrir fimm flokka stjórn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. september 2017 06:00 Frá stjórnarmyndunarviðræðum undir forystu Katrínar Jakobsdóttur á síðasta ári. vísir/stefán Þingflokksformaður Pírata skilur ekki að fimm flokka meirihlutastjórn hafi ekki verið alvarlega rædd áður en þing var rofið. Formaður Vinstri grænna segir að hugmyndir um minnihlutastjórn hafi komið til tals en hún hafi ekki séð ástæðu til þess að leggja til stjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. „Það var rosalega erfitt að fá [Vinstri græn] til að koma og tala saman,“ segir Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Pírata. „Ég hefði viljað fá fund með öllum og í raun taldi ég það siðferðislega skyldu okkar.“ Eftir kosningar í fyrra var reynt að mynda stjórn Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar. Að mati Birgittu hefði það verið „kúl“ ef Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefði boðað sömu flokka aftur á fund og reynt að nýju. „Mér þótti við ekki hafa reynt til þrautar síðast og það hafa orðið talsvert miklar breytingar síðan þá. Nú hefði fólk mögulega verið til í að gera frekari málamiðlanir. Fyrsta skrefið hefði verið að tala saman. Það er alltaf upphafið að einhverju,“ segir Birgitta. „Ég skil ekki hví það lá svona á að boða til kosninga.“ Heimildarfólk Fréttablaðsins, úr áðurnefndum þingflokkum, segir að möguleikinn á fimm flokka stjórn hafi verið nefndur eftir að Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfinu. Hins vegar hafi verið talað fyrir daufum eyrum Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir segir ekkert hæft í því. „Á föstudag stungum við upp á minnihlutastjórn Framsóknarflokks og Samfylkingar sem Viðreisn og Björt framtíð hefðu varið falli. Við fengum engin svör við þeirri hugmynd og því varð það úr á fundi með forseta að við teldum kosningar eðlilegasta framhaldið,“ segir Katrín. Formaðurinn segir ekkert hæft í því að einhverjar þreifingar hafi verið í gangi með fimm flokka stjórn. Sá kostur hafi verið skoðaður af skyldurækni en í raun hafi aðeins Píratar nefnt það af fullri alvöru. „Það má líka fylgja sögunni að við sáum ekki nokkra ástæðu til að fara í stjórn með flokkum sem voru nýbúnir að leggja fram fjárlagafrumvarp sem beindist gróflega gegn okkar stefnu,“ segir Katrín. Vinstri græn standi fyrir uppbyggingu í heilbrigðis- og menntakerfinu auk þess að bæta stöðu þeirra hópa sem verst standa. „Við sáum ekki málefnalega ástæðu fyrir slíkri stjórn og því var hún ekki rædd,“ segir Katrín. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira
Þingflokksformaður Pírata skilur ekki að fimm flokka meirihlutastjórn hafi ekki verið alvarlega rædd áður en þing var rofið. Formaður Vinstri grænna segir að hugmyndir um minnihlutastjórn hafi komið til tals en hún hafi ekki séð ástæðu til þess að leggja til stjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. „Það var rosalega erfitt að fá [Vinstri græn] til að koma og tala saman,“ segir Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Pírata. „Ég hefði viljað fá fund með öllum og í raun taldi ég það siðferðislega skyldu okkar.“ Eftir kosningar í fyrra var reynt að mynda stjórn Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar. Að mati Birgittu hefði það verið „kúl“ ef Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefði boðað sömu flokka aftur á fund og reynt að nýju. „Mér þótti við ekki hafa reynt til þrautar síðast og það hafa orðið talsvert miklar breytingar síðan þá. Nú hefði fólk mögulega verið til í að gera frekari málamiðlanir. Fyrsta skrefið hefði verið að tala saman. Það er alltaf upphafið að einhverju,“ segir Birgitta. „Ég skil ekki hví það lá svona á að boða til kosninga.“ Heimildarfólk Fréttablaðsins, úr áðurnefndum þingflokkum, segir að möguleikinn á fimm flokka stjórn hafi verið nefndur eftir að Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfinu. Hins vegar hafi verið talað fyrir daufum eyrum Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir segir ekkert hæft í því. „Á föstudag stungum við upp á minnihlutastjórn Framsóknarflokks og Samfylkingar sem Viðreisn og Björt framtíð hefðu varið falli. Við fengum engin svör við þeirri hugmynd og því varð það úr á fundi með forseta að við teldum kosningar eðlilegasta framhaldið,“ segir Katrín. Formaðurinn segir ekkert hæft í því að einhverjar þreifingar hafi verið í gangi með fimm flokka stjórn. Sá kostur hafi verið skoðaður af skyldurækni en í raun hafi aðeins Píratar nefnt það af fullri alvöru. „Það má líka fylgja sögunni að við sáum ekki nokkra ástæðu til að fara í stjórn með flokkum sem voru nýbúnir að leggja fram fjárlagafrumvarp sem beindist gróflega gegn okkar stefnu,“ segir Katrín. Vinstri græn standi fyrir uppbyggingu í heilbrigðis- og menntakerfinu auk þess að bæta stöðu þeirra hópa sem verst standa. „Við sáum ekki málefnalega ástæðu fyrir slíkri stjórn og því var hún ekki rædd,“ segir Katrín.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira