Kornakur í fjallasal Hornafjarðar skilar 50 prósent meiri uppskeru Kristján Már Unnarsson skrifar 10. september 2017 09:33 Kornuppskera stefnir í að verða einhver sú besta á landinu um langt árabil. Dæmi eru um að akrar skili fimmtíu prósenta meira korni en í fyrra. Rætt var við Þórhall Einarsson, kornsláttumann á Hornafirði, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Í mögnuðum fjallasal á jörðinni Hoffelli í innanverðum Hornafirði hófst kornskurður fyrir helgi. Nokkrir bændur á Mýrum og í Hornafirði hafa með sér félag um rekstur tveggja þreskivéla. Þórhallur Einarsson kornsláttumaður lætur vel af uppskerunni en hann slær hér byggakur fyrir Eirík Egilsson, kúabónda á Seljavöllum í Nesjum. „Það lítur mjög vel út, allavega hérna það sem ég hef séð. Þetta er fyrsti akurinn sem ég hef séð af þessu og hann lítur mjög vel út,” segir Þórhallur. Kornskurður hófst í Hornafirði á fimmtudag. Bæirnir á Hoffelli sjást efst til vinstri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands, segir bændur um land allt hafa svipaða sögu að segja og það sé óvenjulegt að kornrækt hafi gengið svo vel í öllum landshlutum. Annars hafi orðið samdráttur í kornræktinni á síðustu árum vegna ýmissa áfalla. „Oft hefur farið illa, bæði út af gæs og veðrum,” segir Þórhallur. En nú er staðan mun betri. Þannig áætlar Þórhallur að þessi sextán hektara akur gefi 150 tonn í ár miðað við 100 tonn í fyrra, eða 50 prósentum meira. En hvað veldur svo miklu betri uppskeru í ár? „Ég held að það hafi bara verið svo gott sumar. Búið að vera sól og blíða, búið að vera mjög gott veður hér í sumar.”Kornakurinn á Hoffelli. Fjær sést Hoffellsjökull.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Sjálfur hefur Þórhallur kornsláttinn sem aukastarf. Það sé hluti af dagskránni að fara út í sveitir á haustin en annars starfi hann á Höfn. Og hann segist ekki gleyma sér við að horfa á skriðjöklana, - segist vera með þá fyrir augunum allan daginn. Hornafjörður Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
Kornuppskera stefnir í að verða einhver sú besta á landinu um langt árabil. Dæmi eru um að akrar skili fimmtíu prósenta meira korni en í fyrra. Rætt var við Þórhall Einarsson, kornsláttumann á Hornafirði, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Í mögnuðum fjallasal á jörðinni Hoffelli í innanverðum Hornafirði hófst kornskurður fyrir helgi. Nokkrir bændur á Mýrum og í Hornafirði hafa með sér félag um rekstur tveggja þreskivéla. Þórhallur Einarsson kornsláttumaður lætur vel af uppskerunni en hann slær hér byggakur fyrir Eirík Egilsson, kúabónda á Seljavöllum í Nesjum. „Það lítur mjög vel út, allavega hérna það sem ég hef séð. Þetta er fyrsti akurinn sem ég hef séð af þessu og hann lítur mjög vel út,” segir Þórhallur. Kornskurður hófst í Hornafirði á fimmtudag. Bæirnir á Hoffelli sjást efst til vinstri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands, segir bændur um land allt hafa svipaða sögu að segja og það sé óvenjulegt að kornrækt hafi gengið svo vel í öllum landshlutum. Annars hafi orðið samdráttur í kornræktinni á síðustu árum vegna ýmissa áfalla. „Oft hefur farið illa, bæði út af gæs og veðrum,” segir Þórhallur. En nú er staðan mun betri. Þannig áætlar Þórhallur að þessi sextán hektara akur gefi 150 tonn í ár miðað við 100 tonn í fyrra, eða 50 prósentum meira. En hvað veldur svo miklu betri uppskeru í ár? „Ég held að það hafi bara verið svo gott sumar. Búið að vera sól og blíða, búið að vera mjög gott veður hér í sumar.”Kornakurinn á Hoffelli. Fjær sést Hoffellsjökull.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Sjálfur hefur Þórhallur kornsláttinn sem aukastarf. Það sé hluti af dagskránni að fara út í sveitir á haustin en annars starfi hann á Höfn. Og hann segist ekki gleyma sér við að horfa á skriðjöklana, - segist vera með þá fyrir augunum allan daginn.
Hornafjörður Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira