Brottvísun Haniye og föður hennar mögulega frestað Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. september 2017 18:29 Haniye í afmælinu sínu á Klambratúni í byrjun ágústmánaðar. vísir/laufey elíasdóttir Ríkislögreglustjóraembættið hefur óskað eftir því við Útlendingastofnun að brottvísun afganskra feðgina úr landi verði frestað. RÚV sagði fyrst frá. Til stendur að vísa þeim Abrahim og Haniye Maleki úr landi á fimmtudag eftir að Útlendingastofnun synjaði beiðni þeirra um hæli. „Þau hafa heimild til þess að fara fram á það við Útlendingastofnun að því verði frestað á grundvelli 3. mgr. 35. gr. laga um útlendinga. Þau ákváðu að nýta sér þetta og eftir því sem við vitum hefur Ríkislögreglustjóri ekki gert þetta áður,“segir Guðmundur Karl Karlsson í samtali við Vísi en hann er vinur feðginanna og hefur aðstoðað þau hér á landi. Útlendingastofnun fékk beiðnina seint í dag og hefur ekki tekið afstöðu til hennar. Þarf ríka ástæðu til að neita „Vonandi eru einhverjir Íslendingar í stjórnsýslunni sem spyrna við fótunum. Þau eru búin að óska eftir þessu en það er ekki búið að taka þetta til skoðunar hjá Útlendingastofnun,“ segir Guðmundur Karl. Hann segir að Útlendingastofnun hafi heimild til þess að fresta brottvísun þeirra og reynir að vera vongóður á útkomuna. „Ég held að það verði rosalega erfitt að sannfæra nokkurn mann um það eigi augljóslega ekki að fresta þessu. Þau eiga að fara á fimmtudaginn svo þau hafa ekki langan tíma til þess að taka afstöðu. Ég er nokkuð viss um að fyrst að ríkislögreglustjóri er búinn að óska eftir þessu þá megi hann ekki flytja þau fyrr en afstaða liggur fyrir. Þessi þriðja málsgrein í útlendingalögum virðist ekkert mjög flókin og það þarf ríka ástæðu til þess að neita þessari beiðni.“ Þriðja grein útlendingalaga fjallar meðal annars um einstaklinga í sérstaklega viðkvæmri stöðu en íslensk stjórnvöld ætla að láta yfirvöld í Þýskalandi, þangað sem senda á feðginin, vita af viðkvæmri stöðu þeirra. Abrahim er bæklaður eftir bílslys og Haniye glímir við alvarleg andleg veikindi. Fatlaðir einstaklingar, einstæðir foreldrar með ung börn og alvarlega veikir einstaklingar eru meðal þeirra sem skilgreindir eru í viðkvæmri stöðu samkvæmt þriðju grein útlendingalaga. „Þetta er allt að gerast svo ótrúlega hratt.“ Guðmundur Karl segir að það sé mikið af öflum að toga núna, flest öll í jákvæða átt en svo sterk öfl í neikvæða átt þannig að maður þorir varla að gera sér í hugarlund hvað gerist næst. Ég er náttúrulega alltaf vongóður en svo bíðum við bara og sjáum.“ Tengdar fréttir Haniye vísað úr landi á fimmtudag: „Með engu móti búið þó að þau fari út“ Feðginunum Haniye og Abrahim Maleki verður vísað úr landi á fimmtudag. Abrahim var tilkynnt þetta á fundi hjá Útlendingastofnun í morgun. 11. september 2017 14:30 Leggja fram frumvarp um ríkisborgararétt til handa Mary og Haniye Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti í dag að flokkurinn hyggst leggja fram frumvarp um íslenskan ríkisborgararétt til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í gær þar sem fólk lýsti yfir óánægju sinni með brottvísanirnar. 10. september 2017 18:29 Þykir súrt hvernig stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerðinni Forstjóri Barnaverndarstofu segir það pólitíska ákvörðun að senda hælisleitendur beint úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Samfylkingin hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur fjölskyldum ríkisborgararétt. 11. september 2017 06:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Ríkislögreglustjóraembættið hefur óskað eftir því við Útlendingastofnun að brottvísun afganskra feðgina úr landi verði frestað. RÚV sagði fyrst frá. Til stendur að vísa þeim Abrahim og Haniye Maleki úr landi á fimmtudag eftir að Útlendingastofnun synjaði beiðni þeirra um hæli. „Þau hafa heimild til þess að fara fram á það við Útlendingastofnun að því verði frestað á grundvelli 3. mgr. 35. gr. laga um útlendinga. Þau ákváðu að nýta sér þetta og eftir því sem við vitum hefur Ríkislögreglustjóri ekki gert þetta áður,“segir Guðmundur Karl Karlsson í samtali við Vísi en hann er vinur feðginanna og hefur aðstoðað þau hér á landi. Útlendingastofnun fékk beiðnina seint í dag og hefur ekki tekið afstöðu til hennar. Þarf ríka ástæðu til að neita „Vonandi eru einhverjir Íslendingar í stjórnsýslunni sem spyrna við fótunum. Þau eru búin að óska eftir þessu en það er ekki búið að taka þetta til skoðunar hjá Útlendingastofnun,“ segir Guðmundur Karl. Hann segir að Útlendingastofnun hafi heimild til þess að fresta brottvísun þeirra og reynir að vera vongóður á útkomuna. „Ég held að það verði rosalega erfitt að sannfæra nokkurn mann um það eigi augljóslega ekki að fresta þessu. Þau eiga að fara á fimmtudaginn svo þau hafa ekki langan tíma til þess að taka afstöðu. Ég er nokkuð viss um að fyrst að ríkislögreglustjóri er búinn að óska eftir þessu þá megi hann ekki flytja þau fyrr en afstaða liggur fyrir. Þessi þriðja málsgrein í útlendingalögum virðist ekkert mjög flókin og það þarf ríka ástæðu til þess að neita þessari beiðni.“ Þriðja grein útlendingalaga fjallar meðal annars um einstaklinga í sérstaklega viðkvæmri stöðu en íslensk stjórnvöld ætla að láta yfirvöld í Þýskalandi, þangað sem senda á feðginin, vita af viðkvæmri stöðu þeirra. Abrahim er bæklaður eftir bílslys og Haniye glímir við alvarleg andleg veikindi. Fatlaðir einstaklingar, einstæðir foreldrar með ung börn og alvarlega veikir einstaklingar eru meðal þeirra sem skilgreindir eru í viðkvæmri stöðu samkvæmt þriðju grein útlendingalaga. „Þetta er allt að gerast svo ótrúlega hratt.“ Guðmundur Karl segir að það sé mikið af öflum að toga núna, flest öll í jákvæða átt en svo sterk öfl í neikvæða átt þannig að maður þorir varla að gera sér í hugarlund hvað gerist næst. Ég er náttúrulega alltaf vongóður en svo bíðum við bara og sjáum.“
Tengdar fréttir Haniye vísað úr landi á fimmtudag: „Með engu móti búið þó að þau fari út“ Feðginunum Haniye og Abrahim Maleki verður vísað úr landi á fimmtudag. Abrahim var tilkynnt þetta á fundi hjá Útlendingastofnun í morgun. 11. september 2017 14:30 Leggja fram frumvarp um ríkisborgararétt til handa Mary og Haniye Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti í dag að flokkurinn hyggst leggja fram frumvarp um íslenskan ríkisborgararétt til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í gær þar sem fólk lýsti yfir óánægju sinni með brottvísanirnar. 10. september 2017 18:29 Þykir súrt hvernig stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerðinni Forstjóri Barnaverndarstofu segir það pólitíska ákvörðun að senda hælisleitendur beint úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Samfylkingin hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur fjölskyldum ríkisborgararétt. 11. september 2017 06:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Haniye vísað úr landi á fimmtudag: „Með engu móti búið þó að þau fari út“ Feðginunum Haniye og Abrahim Maleki verður vísað úr landi á fimmtudag. Abrahim var tilkynnt þetta á fundi hjá Útlendingastofnun í morgun. 11. september 2017 14:30
Leggja fram frumvarp um ríkisborgararétt til handa Mary og Haniye Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti í dag að flokkurinn hyggst leggja fram frumvarp um íslenskan ríkisborgararétt til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í gær þar sem fólk lýsti yfir óánægju sinni með brottvísanirnar. 10. september 2017 18:29
Þykir súrt hvernig stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerðinni Forstjóri Barnaverndarstofu segir það pólitíska ákvörðun að senda hælisleitendur beint úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Samfylkingin hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur fjölskyldum ríkisborgararétt. 11. september 2017 06:00