Erlent

Minnsta streitan í þýskum borgum

Þórdís Valsdóttir skrifar
Meðal þeirra þátta sem skoðaðir voru eru umferð, mengun, grænir reitir innan borganna o.fl.
Meðal þeirra þátta sem skoðaðir voru eru umferð, mengun, grænir reitir innan borganna o.fl. Vísir/Getty
Ný rannsókn sýnir að mestu hugarrónna er að finna í Þýskalandi. Rannsakað var hvaða borgir heimsins valda minnstu streitu fyrir íbúa og var niðurstaðan sú að fjórar af tíu streituminnstu borgunum eru í Þýskalandi.

Í rannsókninni var tekið tillit til sautján streituvaldandi þátta, þar á meðal umferðar, almenningssamgangna, grænna reita, fjárhags, heilsu og jafnréttis. Gefnar voru einkunnir á skalanum 1 til 10 þar sem 10 táknar mesta magn streitu.

Rannsóknin tók til 500 borga um allan heim og fjórar af tíu efstu borgunum eru í Þýskalandi. Borgin Stuttgart trónir á toppnum með einungis 1 stig af streitu og hinar þýsku borgirnar sem ná í topp tíu efstu sæti listans eru Hanover, Munich og Hamborg.

Í Stuttgart, sem staðsett er í suður Þýskalandi, er mikið af grænum reitum innan borgarinnar og talið er að það hafi jákvæð áhrif á streitu. Einnig er efnahagur borgarinnar með besta móti.

Reykjavík var í 22. sæti á listanum.  Samkvæmt rannsókninni eru helstu streituvaldar íbúa höfuðborgarinnar lélegar almenningssamgöngur, skortur á sólarljósi og hávaðamengun. Reykjavík var hins vegar sú borg með mesta jafnrétti kynjanna og bestu líkamlegu heilsuna.

Sú borg sem er neðst á listanum er borgin Baghdad í Írak, en hún var með hæstu mögulegu einkunn af streituvöldum.

Streituminnstu borgirnar:

  1. Stuttgart – Þýskalandi
  2. Lúxemborg – Lúxemborg
  3. Hannover – Þýskalandi
  4. Bern – Sviss
  5. München – Þýskalandi


Streitumestu borgirnar:

  1. Bagdad – Írak
  2. Kabúl – Afganistan
  3. Lagos – Nigeríu
  4. Dakar – Senegal
  5. Kaíró - Egyptalandi


Hægt er að kynna sér listann í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×