Hallbera: Byrjum með hreint blað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2017 08:00 Hallbera og stöllur hennar í íslenska landsliðinu taka á móti Færeyingum á mánudaginn. vísir/ernir „Það er alltaf gaman að koma heim og spila á Laugardalsvelli. Við erum að byrja nýja keppni og byrjum með hreint blað,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska landsliðsins í gær. Íslenska liðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn gegn Færeyjum í undankeppni HM á mánudaginn. Þetta er fyrsti leikur stelpnanna okkar eftir vonbrigðin á EM í sumar. „Þetta er ekki auðveldur riðill þótt hann líti út fyrir að vera það. Við þurfum að spila mjög vel til að ná 2. sætinu. Auðvitað erum Þjóðverjarnir líklegir til að taka 1. sætið. Við þurfum að klára svona leiki eins og á mánudaginn. Það er klárt mál,“ sagði Hallbera. Sem kunnugt er vann Ísland ekki leik á EM í Hollandi. Hallbera segir að það hafi tekið tíma að hrista vonbrigðin af sér. „Það tók smá stund. En það hjálpaði að fara aftur til félagsliðsins og byrja að spila þar. Þá jafnaði maður sig á þessu. Við erum búnar að loka þessum kafla og ég held að allir hlakki til að byrja á nýju móti,“ sagði Hallbera. Skagakonan leikur með Djurgården sem situr í 4. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Hún segir að staða liðsins sé nokkuð góð. „Það hefur ekkert gengið alltof vel undanfarin ár svo 4. sætið er flott eins og er. Við höfum verið á góðu róli að undanförnu og vonandi heldur það áfram,“ sagði Hallbera sem kveðst ánægð með dvölina í Svíþjóð. En vill hún vera áfram hjá Djurgården, eða halda áfram í atvinnumennsku. „Ég þarf að skoða hvað ég geri. Ég þarf bara að fara að huga að framtíðinni, hvort ég fari að vinna eða ekki. En það er frábært að geta einbeitt sér að fótboltanum. Ég skoða málin eftir tímabilið,“ sagði Hallbera að endingu. Fótbolti Tengdar fréttir Freyr: Reynir á liðið andlega eftir rússíbanann í sumar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því færeyska í fyrsta leik sínum í undankeppni HM á mánudaginn. 13. september 2017 19:00 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Sjá meira
„Það er alltaf gaman að koma heim og spila á Laugardalsvelli. Við erum að byrja nýja keppni og byrjum með hreint blað,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska landsliðsins í gær. Íslenska liðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn gegn Færeyjum í undankeppni HM á mánudaginn. Þetta er fyrsti leikur stelpnanna okkar eftir vonbrigðin á EM í sumar. „Þetta er ekki auðveldur riðill þótt hann líti út fyrir að vera það. Við þurfum að spila mjög vel til að ná 2. sætinu. Auðvitað erum Þjóðverjarnir líklegir til að taka 1. sætið. Við þurfum að klára svona leiki eins og á mánudaginn. Það er klárt mál,“ sagði Hallbera. Sem kunnugt er vann Ísland ekki leik á EM í Hollandi. Hallbera segir að það hafi tekið tíma að hrista vonbrigðin af sér. „Það tók smá stund. En það hjálpaði að fara aftur til félagsliðsins og byrja að spila þar. Þá jafnaði maður sig á þessu. Við erum búnar að loka þessum kafla og ég held að allir hlakki til að byrja á nýju móti,“ sagði Hallbera. Skagakonan leikur með Djurgården sem situr í 4. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Hún segir að staða liðsins sé nokkuð góð. „Það hefur ekkert gengið alltof vel undanfarin ár svo 4. sætið er flott eins og er. Við höfum verið á góðu róli að undanförnu og vonandi heldur það áfram,“ sagði Hallbera sem kveðst ánægð með dvölina í Svíþjóð. En vill hún vera áfram hjá Djurgården, eða halda áfram í atvinnumennsku. „Ég þarf að skoða hvað ég geri. Ég þarf bara að fara að huga að framtíðinni, hvort ég fari að vinna eða ekki. En það er frábært að geta einbeitt sér að fótboltanum. Ég skoða málin eftir tímabilið,“ sagði Hallbera að endingu.
Fótbolti Tengdar fréttir Freyr: Reynir á liðið andlega eftir rússíbanann í sumar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því færeyska í fyrsta leik sínum í undankeppni HM á mánudaginn. 13. september 2017 19:00 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Sjá meira
Freyr: Reynir á liðið andlega eftir rússíbanann í sumar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því færeyska í fyrsta leik sínum í undankeppni HM á mánudaginn. 13. september 2017 19:00