Tólfumenn vilja farga treyjum sínum vegna Henson-merkingar Jakob Bjarnar skrifar 14. september 2017 11:27 Treyjurnar leika stórt hlutverk í starfi Tólfunnar en nokkrir þeirra vilja ekki klæðast treyjum sem merktar eru Henson. visir/vilhelm Hörðustu stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, þeir í Tólfunni, eru í standandi vandræðum vegna þess að treyjur félagsskaparins eru kyrfilega merktar Henson. Vilja sumir ganga svo langt að farga treyjunum. „Ég fæ æluna þegar ég sé þetta Henson merki. Ruslið verður það,“ segir einn þeirra, Auðunn Freyr Kristjánsson á netinu.Einkennisbúningur Tólfunnar.Tólfan klæðist treyjum sem framleiddar eru af fyrirtæki Halldórs Einarssonar, Henson, og eru kyrfilega merktar sem slíkar. Eins og Vísir greindi frá er Halldór er einn þeirra sem er ábekingur Roberts Downey á umsókn hans um uppreist æru.Halldór hefur tjáð Vísi að hann harmi að tengjast málinu. Á netinu hefur borið á harðorðum ummælum þess efnis að sniðganga beri Henson vegna málsins. Og Halldór, sem jafnan er nefndur Henson og var áður í hávegum hafður meðal knattspyrnuáhugamannanna, nú virðist það liðin tíð. Gaui Þorsteins, körfuboltafrömuður með meiru á Ísafirði, leggur orð í belg vegna þessa. Sitt sýnist hverjum. Um er að ræða eitt helsta hitamáli samfélagsins í dag, mál sem meðal annars setti mark sitt á umræður á Alþingi í gærkvöldi þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína. Katrín Jakobsdóttir formaður VG var til að mynda meðal þeirra sem gerði sér mat úr því í ræðu sinni við það tækifæri. Og forseti Íslands gerði þetta að einu helst atriði í sinni ræðu við setningu þingsins. Málið fer þannig um alla stigu samfélagsins og hefur margvísleg áhrif. Tólfan tengist þessu sem fyrr segir og eru nú heitar umræður um þetta innan þeirra raða. Enda spila treyjurnarstórt hlutverk í öllum aðgerðum félagsskaparins.„Hvað er svo framhaldið? Setja tippex yfir þetta eða beint í ruslið? Manni þykir nú ansi vænt um þessa treyju,“ segir Auðunn Freyr Kristjánsson á Facebook. Félagi hans í Tólfunni, Gunnar Örn Jóhannsson, er klár í sinni afstöðu: „Sorry, ég fer ekki aftur í mína,“ segir hann og Auðunn Freyr tekur undir þetta: Það er nefnilega málið. Pálmi Gunnlaugur Hjaltason segir að sem Tólfumaður vilji hann ekki hafa afskipti af stjórnmálum og það tengist ekki íslenska landsliðinu. „Tólfan er meira en treyja,“ segir hann. Og Jóhann Ingi Norðfjörð segir algert dómgreindarleysi að skrifa undir þessa umsókn Róberts. En, „Halldór er toppmaður sem ég efast ekki um að neinn sem hefur honum kynnst geti annað sagt. Sé ekki ástæðu til að taka Henson merkið af lífi hér á netinu heldur bíða og sjá.“ Vísi hefur ekki tekist að ná tali af forsvarsmönnum Tólfunnar til að fá úr því skorið hvort fyrir liggi formleg afstaða félagsins til þessa álitaefnis. Uppreist æru Tengdar fréttir Halldór harmar að hafa blandast inn í mál Robert Downey: „Ég er sjálfur faðir“ Halldór Einarsson eigandi Hanson var einn þeirra þriggja sem skrifuðu umsögn um Robert Downey þegar hann óskaði eftir uppreist æru. 12. september 2017 20:30 Æskuvinir vottuðu fyrir Robert Downey Dómsmálaráðuneytið birti rétt í þessu gögn varðandi uppreist æru Robert Downey. 12. september 2017 17:51 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Stórhættulegt að útvista öllum vörnum landsins til erlendra aðila „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Hörðustu stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, þeir í Tólfunni, eru í standandi vandræðum vegna þess að treyjur félagsskaparins eru kyrfilega merktar Henson. Vilja sumir ganga svo langt að farga treyjunum. „Ég fæ æluna þegar ég sé þetta Henson merki. Ruslið verður það,“ segir einn þeirra, Auðunn Freyr Kristjánsson á netinu.Einkennisbúningur Tólfunnar.Tólfan klæðist treyjum sem framleiddar eru af fyrirtæki Halldórs Einarssonar, Henson, og eru kyrfilega merktar sem slíkar. Eins og Vísir greindi frá er Halldór er einn þeirra sem er ábekingur Roberts Downey á umsókn hans um uppreist æru.Halldór hefur tjáð Vísi að hann harmi að tengjast málinu. Á netinu hefur borið á harðorðum ummælum þess efnis að sniðganga beri Henson vegna málsins. Og Halldór, sem jafnan er nefndur Henson og var áður í hávegum hafður meðal knattspyrnuáhugamannanna, nú virðist það liðin tíð. Gaui Þorsteins, körfuboltafrömuður með meiru á Ísafirði, leggur orð í belg vegna þessa. Sitt sýnist hverjum. Um er að ræða eitt helsta hitamáli samfélagsins í dag, mál sem meðal annars setti mark sitt á umræður á Alþingi í gærkvöldi þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína. Katrín Jakobsdóttir formaður VG var til að mynda meðal þeirra sem gerði sér mat úr því í ræðu sinni við það tækifæri. Og forseti Íslands gerði þetta að einu helst atriði í sinni ræðu við setningu þingsins. Málið fer þannig um alla stigu samfélagsins og hefur margvísleg áhrif. Tólfan tengist þessu sem fyrr segir og eru nú heitar umræður um þetta innan þeirra raða. Enda spila treyjurnarstórt hlutverk í öllum aðgerðum félagsskaparins.„Hvað er svo framhaldið? Setja tippex yfir þetta eða beint í ruslið? Manni þykir nú ansi vænt um þessa treyju,“ segir Auðunn Freyr Kristjánsson á Facebook. Félagi hans í Tólfunni, Gunnar Örn Jóhannsson, er klár í sinni afstöðu: „Sorry, ég fer ekki aftur í mína,“ segir hann og Auðunn Freyr tekur undir þetta: Það er nefnilega málið. Pálmi Gunnlaugur Hjaltason segir að sem Tólfumaður vilji hann ekki hafa afskipti af stjórnmálum og það tengist ekki íslenska landsliðinu. „Tólfan er meira en treyja,“ segir hann. Og Jóhann Ingi Norðfjörð segir algert dómgreindarleysi að skrifa undir þessa umsókn Róberts. En, „Halldór er toppmaður sem ég efast ekki um að neinn sem hefur honum kynnst geti annað sagt. Sé ekki ástæðu til að taka Henson merkið af lífi hér á netinu heldur bíða og sjá.“ Vísi hefur ekki tekist að ná tali af forsvarsmönnum Tólfunnar til að fá úr því skorið hvort fyrir liggi formleg afstaða félagsins til þessa álitaefnis.
Uppreist æru Tengdar fréttir Halldór harmar að hafa blandast inn í mál Robert Downey: „Ég er sjálfur faðir“ Halldór Einarsson eigandi Hanson var einn þeirra þriggja sem skrifuðu umsögn um Robert Downey þegar hann óskaði eftir uppreist æru. 12. september 2017 20:30 Æskuvinir vottuðu fyrir Robert Downey Dómsmálaráðuneytið birti rétt í þessu gögn varðandi uppreist æru Robert Downey. 12. september 2017 17:51 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Stórhættulegt að útvista öllum vörnum landsins til erlendra aðila „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Halldór harmar að hafa blandast inn í mál Robert Downey: „Ég er sjálfur faðir“ Halldór Einarsson eigandi Hanson var einn þeirra þriggja sem skrifuðu umsögn um Robert Downey þegar hann óskaði eftir uppreist æru. 12. september 2017 20:30
Æskuvinir vottuðu fyrir Robert Downey Dómsmálaráðuneytið birti rétt í þessu gögn varðandi uppreist æru Robert Downey. 12. september 2017 17:51