Slegist um landsliðstreyjurnar Jakob Bjarnar skrifar 10. júní 2016 11:25 Valdimar og hans menn hafa staðið vaktina dag og nótt og hreinlega mokað út landsliðstreyjum og allskyns fylgihlutum. Sannkallað treyjuæði er nú ríkjandi á Íslandi. Landsliðstreyjuæði. Það má heita til marks um þá spennu sem er að byggjast upp fyrir EM. Erfitt er að meta það á þessu stigi hversu margar treyjur hafa selst að undanförnu en menn slá á að það séu um 15 þúsund treyjur. Treyjurnar kosta 12 þúsund krónur þannig að um verulega veltu er að ræða. Þeir hjá Jóa útherja, sem er sérhæfð knattspyrnuverslun, hafa ekki undan að afgreiða landsliðstreyjur. Það er hreinlega slegist um treyjurnar, allt sem kemur inn selst upp. „Þetta er stærra en jólin. Allir vilja vera í landsliðstreyju,“ sagði afgreiðslumaður í búðinni þegar Vísir grennslaðist fyrir um málið.Salan meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir Ýmsar treyjur eru í gangi; Tólfan er með sínar treyjur sem framleiddar eru af Henson og merktar Carlsberg, en þær eru ekki hinar opinberu landsliðstreyjur sem framleiddar eru af Errea, né heldur er um að ræða eftirlíkingar sem panta má hjá AliExpress eða aðrar eftirlíkingar sem víða má fá. En sé þeim bætt við má ætla, án ábyrgðar, að fleiri þúsund manns, jafnvel tug þúsund manna, munu klæðast þessum búningum næstu daga. Valdimar P. Magnússon er foringinn hjá Jóa útherja og sérfræðingur í þessum efnum. Hann segir sannkallað treyjuæði ríkja, alveg magnað og hann hefur ekki upplifað annað eins.Sá sem er vinsælastur meðal þeirra sem láta merkja treyjur sínar, sem eru flestir, er Gylfi Sigurðsson: Um 30 prósent vilja vera númer 10.visir/anton„Við höfum ekki undan að panta. Salan er miklu meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Og þá verða alltaf einhver vandræði,“ segir Valdimar og vísar til þess að nánast er slegist um treyjurnar þegar þær berast. „Það verða alltaf einhverjir fúlir en það verða allir að sýna skilning.“Staðið vaktina nú dag og nótt Valdimar er ekki alveg með heildartöluna á hreinu, þá hversu margar treyjur Jói útherji hefur afgreitt, en hann segir það um fjögur þúsund. Jói útherji er sennilega stærsti einstaki aðilinn sem höndlar með þessar treyjur en þær má vitaskuld fá í öllum helstu sportvöruverslunum um land allt þannig að heildartalan er miklu hærri. „Við erum búnir að standa vaktina dag og nótt í tvær vikur, við að selja og merkja. Það er annar handleggur. Allir vilja merkja sínar treyjur og vera með númer á bakinu. Sem er seinlegur prósess,“ segir Valdimar.Gylfi vinsælastur Sá sem er vinsælastur er Gylfi, en um þrjátíu prósent merkja sig honum. Guðjohnsen kemur þar á hæla og Sigþórsson er líkast til í þriðja sætinu. Auk þess vilja menn sín eigin nöfn á treyjurnar og ekkert endilega nöfn, það getur verið allskonar. Sérmerking á bak og framan á treyjurnar kostar þrjú þúsund krónur hjá Jóa útherja. „Svo erum við að selja öll hin löndin, þau eru með inni í þessu. Svo náttúrlega, þegar þú ert kominn í búninginn, þarftu meira en það. Réttu takkaskóna og fleira. Þar er líka æði í gangi. Menn þurfa að vera í nýjustu takkaskónum. Og þar eigum við oft það sem fólk er að biðja um.“ Valdimar gerir ráð fyrir því að mesti kúfurinn sé að baki, en það sé þó aldrei að vita. Og hann segir veltuna vissulega góða. „Þetta er náttúrlega gríðarlegur veltuhraði. Það hjálpar til. Þetta eru ekki lagervörur lengur.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira
Sannkallað treyjuæði er nú ríkjandi á Íslandi. Landsliðstreyjuæði. Það má heita til marks um þá spennu sem er að byggjast upp fyrir EM. Erfitt er að meta það á þessu stigi hversu margar treyjur hafa selst að undanförnu en menn slá á að það séu um 15 þúsund treyjur. Treyjurnar kosta 12 þúsund krónur þannig að um verulega veltu er að ræða. Þeir hjá Jóa útherja, sem er sérhæfð knattspyrnuverslun, hafa ekki undan að afgreiða landsliðstreyjur. Það er hreinlega slegist um treyjurnar, allt sem kemur inn selst upp. „Þetta er stærra en jólin. Allir vilja vera í landsliðstreyju,“ sagði afgreiðslumaður í búðinni þegar Vísir grennslaðist fyrir um málið.Salan meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir Ýmsar treyjur eru í gangi; Tólfan er með sínar treyjur sem framleiddar eru af Henson og merktar Carlsberg, en þær eru ekki hinar opinberu landsliðstreyjur sem framleiddar eru af Errea, né heldur er um að ræða eftirlíkingar sem panta má hjá AliExpress eða aðrar eftirlíkingar sem víða má fá. En sé þeim bætt við má ætla, án ábyrgðar, að fleiri þúsund manns, jafnvel tug þúsund manna, munu klæðast þessum búningum næstu daga. Valdimar P. Magnússon er foringinn hjá Jóa útherja og sérfræðingur í þessum efnum. Hann segir sannkallað treyjuæði ríkja, alveg magnað og hann hefur ekki upplifað annað eins.Sá sem er vinsælastur meðal þeirra sem láta merkja treyjur sínar, sem eru flestir, er Gylfi Sigurðsson: Um 30 prósent vilja vera númer 10.visir/anton„Við höfum ekki undan að panta. Salan er miklu meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Og þá verða alltaf einhver vandræði,“ segir Valdimar og vísar til þess að nánast er slegist um treyjurnar þegar þær berast. „Það verða alltaf einhverjir fúlir en það verða allir að sýna skilning.“Staðið vaktina nú dag og nótt Valdimar er ekki alveg með heildartöluna á hreinu, þá hversu margar treyjur Jói útherji hefur afgreitt, en hann segir það um fjögur þúsund. Jói útherji er sennilega stærsti einstaki aðilinn sem höndlar með þessar treyjur en þær má vitaskuld fá í öllum helstu sportvöruverslunum um land allt þannig að heildartalan er miklu hærri. „Við erum búnir að standa vaktina dag og nótt í tvær vikur, við að selja og merkja. Það er annar handleggur. Allir vilja merkja sínar treyjur og vera með númer á bakinu. Sem er seinlegur prósess,“ segir Valdimar.Gylfi vinsælastur Sá sem er vinsælastur er Gylfi, en um þrjátíu prósent merkja sig honum. Guðjohnsen kemur þar á hæla og Sigþórsson er líkast til í þriðja sætinu. Auk þess vilja menn sín eigin nöfn á treyjurnar og ekkert endilega nöfn, það getur verið allskonar. Sérmerking á bak og framan á treyjurnar kostar þrjú þúsund krónur hjá Jóa útherja. „Svo erum við að selja öll hin löndin, þau eru með inni í þessu. Svo náttúrlega, þegar þú ert kominn í búninginn, þarftu meira en það. Réttu takkaskóna og fleira. Þar er líka æði í gangi. Menn þurfa að vera í nýjustu takkaskónum. Og þar eigum við oft það sem fólk er að biðja um.“ Valdimar gerir ráð fyrir því að mesti kúfurinn sé að baki, en það sé þó aldrei að vita. Og hann segir veltuna vissulega góða. „Þetta er náttúrlega gríðarlegur veltuhraði. Það hjálpar til. Þetta eru ekki lagervörur lengur.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira