Hótelgisting hælisleitenda úr 205 þúsundum í 176 milljónir Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. september 2017 06:00 Kostnaður Útlendingastofnunar vegna hótel- og gistiherbergjaleigu hefur aukist mikið á síðustu árum. vísir/gva Kostnaður Útlendingastofnunar vegna leigu á hótel- og gistiheimilaherbergjum fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd fór úr rúmlega 200 þúsund krónum árið 2014 í 176 milljónir árið 2016. Þessi leiga fór ekki í útboð þar sem ófyrirséð sprenging varð í fjölda umsókna um alþjóðlega vernd í fyrrahaust. Gisting hefur verið keypt eftir þörfum hverju sinni. Kostnaðurinn vegna þessa kom fram í svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ástu Guðrúnar Helgadóttur, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í síðustu viku. Þar segir að frá ársbyrjun 2017 hafi verið haldin skrá yfir fjölda herbergja sem tekin hafa verið á leigu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en ekki er til yfirlit um fjölda herbergja fyrir þann tíma. Árlegur heildarkostnaður vegna leigu á herbergjum á hótelum og gistiheimilum án útboðs var 205.590 kr. árið 2014 en jókst síðan gríðarlega árið 2015 og nam þá 28.090.095 kr. Það var þó ekkert miðað við árið í fyrra þegar kostnaðurinn nam 176.098.930 kr. Fram kemur í svarinu að leiguverð á stöku herbergi sé mjög mismunandi eftir stærð, staðsetningu og veittri þjónustu en sé á bilinu 8 til 15 þúsund krónur fyrir hverja nótt. Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, segir að aukinn kostnað í fyrra megi fyrst og fremst rekja til fordæmalausrar fjölgunar í umsóknum hælisleitenda á haustmánuðum ársins 2016. „Þetta var það mikil ófyrirséð aukning á mjög skömmum tíma að það var ekki ráðrúm til að bjóða nokkuð út í þessum efnum.“ Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2018, sem lagt var fram í vikunni, er áætlað að kostnaður vegna fjölgunar umsókna um hæli hér á landi muni nema 2,2 milljörðum króna umfram fjárheimildir. Kostnaður vegna málefna hælisleitenda felst annars vegar í þjónustu við hælisleitendur og uppihald, og hins vegar í málsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd. Rekstrarframlög til útlendingamála hækka um ríflega 1,5 milljarða króna til að mæta auknum kostnaði vegna fjölgunar hælisleitenda. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Kostnaður Útlendingastofnunar vegna leigu á hótel- og gistiheimilaherbergjum fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd fór úr rúmlega 200 þúsund krónum árið 2014 í 176 milljónir árið 2016. Þessi leiga fór ekki í útboð þar sem ófyrirséð sprenging varð í fjölda umsókna um alþjóðlega vernd í fyrrahaust. Gisting hefur verið keypt eftir þörfum hverju sinni. Kostnaðurinn vegna þessa kom fram í svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ástu Guðrúnar Helgadóttur, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í síðustu viku. Þar segir að frá ársbyrjun 2017 hafi verið haldin skrá yfir fjölda herbergja sem tekin hafa verið á leigu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en ekki er til yfirlit um fjölda herbergja fyrir þann tíma. Árlegur heildarkostnaður vegna leigu á herbergjum á hótelum og gistiheimilum án útboðs var 205.590 kr. árið 2014 en jókst síðan gríðarlega árið 2015 og nam þá 28.090.095 kr. Það var þó ekkert miðað við árið í fyrra þegar kostnaðurinn nam 176.098.930 kr. Fram kemur í svarinu að leiguverð á stöku herbergi sé mjög mismunandi eftir stærð, staðsetningu og veittri þjónustu en sé á bilinu 8 til 15 þúsund krónur fyrir hverja nótt. Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, segir að aukinn kostnað í fyrra megi fyrst og fremst rekja til fordæmalausrar fjölgunar í umsóknum hælisleitenda á haustmánuðum ársins 2016. „Þetta var það mikil ófyrirséð aukning á mjög skömmum tíma að það var ekki ráðrúm til að bjóða nokkuð út í þessum efnum.“ Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2018, sem lagt var fram í vikunni, er áætlað að kostnaður vegna fjölgunar umsókna um hæli hér á landi muni nema 2,2 milljörðum króna umfram fjárheimildir. Kostnaður vegna málefna hælisleitenda felst annars vegar í þjónustu við hælisleitendur og uppihald, og hins vegar í málsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd. Rekstrarframlög til útlendingamála hækka um ríflega 1,5 milljarða króna til að mæta auknum kostnaði vegna fjölgunar hælisleitenda.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira