Finnst fráleitt að Hjalti hafi sjálfur skrifað bréfið sem faðir forsætisráðherra undirritaði Haraldur Guðmundsson skrifar 15. september 2017 06:00 Benedikt Sveinsson segist hafa þekkt Hjalta í gegnum kunningjafólk sitt. Hjalti hafi skrifað bréf sem Benedikt hafi svo skrifað undir. visir/hari „Það er fáránlegt að það sé í alvörunni staðreynd að ráðuneytið fái umsagnarbréf inn á sitt borð og það er ekki einu sinni kannað hvort viðkomandi hafi skrifað bréfið,“ segir kona sem sætti langvarandi kynferðisofbeldi af hálfu þáverandi stjúpföður síns, Hjalta Sigurjóns Haukssonar, sem fékk uppreist æru í fyrrahaust. Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, bað í gær þá afsökunar sem eiga um sárt að binda vegna máls Hjalta eftir að Vísir greindi frá því að Benedikt hefði veitt meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru. Í yfirlýsingu Benedikts kom fram að Hjalti, sem hlaut fimm og hálfs árs dóm fyrir að hafa brotið gróflega og ítrekað gegn stjúpdóttur sinni frá því hún var fimm til sex ára ára og þangað til hún náði átján aldri, hefði komið með bréf, tilbúið til undirritunar, og Benedikt skrifað undir. Hann hefði litið á meðmæli sín sem góðverk við dæmdan barnaníðing. „Ég myndi ekki skrifa upp á eitthvað sem ég er ekki tilbúin til að bera ábyrgð á í kjölfarið. Að viðkomandi geti skilað inn gögnum frá hverjum sem er, að þú getir komið við niðri á Hlemmi á leiðinni í ráðuneytið að sækja um uppreist æru og fengið fólk til að kvitta undir fyrir þig, það er fáránlegt,“ segir konan. Hún fundaði í gær með Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra í ráðuneyti hennar. Þar fékk hún að sjá þau gögn sem fylgdu umsókn Hjalta um uppreist æru og kynningu á verklagi ráðuneytisins við afgreiðslu hennar. „Ég sagði mjög lítið á fundinum og hlustaði en ráðherra útskýrði fyrir mér þetta ferli sem eiginlega ítrekaði hvað þetta var ofboðslega vélrænt og fáránlegt allt saman.“ Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Tengdar fréttir Mæltu með Hjalta Sigurjóni eins og Benedikt Sveinsson Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmenn hjá hópbílafyrirtækjum, veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni og bílstjóra, meðmæli um uppreist æru. 14. september 2017 17:45 Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34 Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
„Það er fáránlegt að það sé í alvörunni staðreynd að ráðuneytið fái umsagnarbréf inn á sitt borð og það er ekki einu sinni kannað hvort viðkomandi hafi skrifað bréfið,“ segir kona sem sætti langvarandi kynferðisofbeldi af hálfu þáverandi stjúpföður síns, Hjalta Sigurjóns Haukssonar, sem fékk uppreist æru í fyrrahaust. Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, bað í gær þá afsökunar sem eiga um sárt að binda vegna máls Hjalta eftir að Vísir greindi frá því að Benedikt hefði veitt meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru. Í yfirlýsingu Benedikts kom fram að Hjalti, sem hlaut fimm og hálfs árs dóm fyrir að hafa brotið gróflega og ítrekað gegn stjúpdóttur sinni frá því hún var fimm til sex ára ára og þangað til hún náði átján aldri, hefði komið með bréf, tilbúið til undirritunar, og Benedikt skrifað undir. Hann hefði litið á meðmæli sín sem góðverk við dæmdan barnaníðing. „Ég myndi ekki skrifa upp á eitthvað sem ég er ekki tilbúin til að bera ábyrgð á í kjölfarið. Að viðkomandi geti skilað inn gögnum frá hverjum sem er, að þú getir komið við niðri á Hlemmi á leiðinni í ráðuneytið að sækja um uppreist æru og fengið fólk til að kvitta undir fyrir þig, það er fáránlegt,“ segir konan. Hún fundaði í gær með Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra í ráðuneyti hennar. Þar fékk hún að sjá þau gögn sem fylgdu umsókn Hjalta um uppreist æru og kynningu á verklagi ráðuneytisins við afgreiðslu hennar. „Ég sagði mjög lítið á fundinum og hlustaði en ráðherra útskýrði fyrir mér þetta ferli sem eiginlega ítrekaði hvað þetta var ofboðslega vélrænt og fáránlegt allt saman.“
Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Tengdar fréttir Mæltu með Hjalta Sigurjóni eins og Benedikt Sveinsson Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmenn hjá hópbílafyrirtækjum, veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni og bílstjóra, meðmæli um uppreist æru. 14. september 2017 17:45 Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34 Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Mæltu með Hjalta Sigurjóni eins og Benedikt Sveinsson Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmenn hjá hópbílafyrirtækjum, veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni og bílstjóra, meðmæli um uppreist æru. 14. september 2017 17:45
Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34
Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45