Innlent

Birgitta hættir á þingi

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Birgitta Jónsdóttir í pontu.
Birgitta Jónsdóttir í pontu. vísir/ernir
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, hefur lýst því yfir að hún komi ekki til með að gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum.

Birgitta tilkynnti um ákvörðun sína á Facebook í morgun.

„Ég hef lofað sjálfri mér því að hætta eftir þetta kjörtímabil, óháð lengd þess. Það er ekkert sem getur fengið mig til að skipta um skoðun. Ég er snortin af þeirri bylgju hvattningar að fara fram aftur sem ég hef fundið fyrir þvert á flokka sem og í grasrót minni. Ástæða þess að ég hef ekki viljað koma með þessa yfirlýsingu strax er einfaldlega vegna þess að þessu kjörtímabili er ekki lokið, þrátt fyrir að núverandi stjórn sé fallinn,” sagði meðal annars í tilkynningunni.

Hún bætti við að hún kæmi til með að halda áfram baráttu sinni fyrir réttlátara samfélagi.

Stöðuuppfærslu Birgittu má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×