Setur stefnuna á félagshyggjustjórn eftir kosningar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. september 2017 23:15 Katrín Jakobsdóttir er formaður Vinstri grænna. Stefnan hjá Vinstri grænum er sett á félagshyggjustjórn. vísir/anton brink „Ég tala fyrir því að VG stefnir á það að fara í ríkisstjórn að loknum kosningum og leiða félagshyggjustjórn. Það verður náttúrulega ekki nema að við náum góðum árangri þannig að það er náttúrulega verkefni númer eitt, tvö og þrjú.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna í samtali við Vísi. Vinstri græn blésu í kvöld til fundar á Vesturgötu 7 til að „fara yfir stöðuna sem upp er komin í stjórnmálunum,“ eins og segir í fréttatilkynningu. Katrín segir að félagsmenn séu tilbúnir í kosningar og að samhljómur sé um að áherslur flokksins eigi fullt erindi. Hún segir að flokkurinn fari fram með sömu áherslur og fyrir ári vegna þess að liðsmönnum Vinstri grænna finnist „lítið sem ekkert hafa miðað fram þegar kemur að uppbyggingu í skólamálum, heilbrigðiskerfinu og þegar kemur að því að leiðrétta stöðu öryrkja og aldraðra og verst settu hópanna,“ segir Katrín. „Þessi umræða snýst bara um það hver ætlar að starfa með okkur og að okkar áherslum,“ segir Katrín þegar hún er spurð hvort Vinstri græn ætli sér að starfa með Sjálfstæðisflokkum að loknum kosningum. „Við höfum sýnt það með okkar verkum að við erum ekki að fara í ríkisstjórn til að fara í valdastóla heldur til þess að hafa áhrif og það þarf ekkert að efast um okkar heilindi í því,“ segir Katrín að lokum. Á fimmtudaginn verður annar fundur haldinn þar sem ákveðið verður hvort flokkurinn fari í uppstillingu eða forval en Katrín segir ljóst að þau þurfi að vinna mjög hratt.Hér að neðan er mynd sem Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, tók í kvöld á fundinum.Húsfyllir á félagsfundi VGR. Kata með þrusuræðu! Við í VG erum meira en tilbúin í þessar kosningar ! #vinstrigraen #vg pic.twitter.com/NHboqdegXK— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) September 18, 2017 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
„Ég tala fyrir því að VG stefnir á það að fara í ríkisstjórn að loknum kosningum og leiða félagshyggjustjórn. Það verður náttúrulega ekki nema að við náum góðum árangri þannig að það er náttúrulega verkefni númer eitt, tvö og þrjú.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna í samtali við Vísi. Vinstri græn blésu í kvöld til fundar á Vesturgötu 7 til að „fara yfir stöðuna sem upp er komin í stjórnmálunum,“ eins og segir í fréttatilkynningu. Katrín segir að félagsmenn séu tilbúnir í kosningar og að samhljómur sé um að áherslur flokksins eigi fullt erindi. Hún segir að flokkurinn fari fram með sömu áherslur og fyrir ári vegna þess að liðsmönnum Vinstri grænna finnist „lítið sem ekkert hafa miðað fram þegar kemur að uppbyggingu í skólamálum, heilbrigðiskerfinu og þegar kemur að því að leiðrétta stöðu öryrkja og aldraðra og verst settu hópanna,“ segir Katrín. „Þessi umræða snýst bara um það hver ætlar að starfa með okkur og að okkar áherslum,“ segir Katrín þegar hún er spurð hvort Vinstri græn ætli sér að starfa með Sjálfstæðisflokkum að loknum kosningum. „Við höfum sýnt það með okkar verkum að við erum ekki að fara í ríkisstjórn til að fara í valdastóla heldur til þess að hafa áhrif og það þarf ekkert að efast um okkar heilindi í því,“ segir Katrín að lokum. Á fimmtudaginn verður annar fundur haldinn þar sem ákveðið verður hvort flokkurinn fari í uppstillingu eða forval en Katrín segir ljóst að þau þurfi að vinna mjög hratt.Hér að neðan er mynd sem Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, tók í kvöld á fundinum.Húsfyllir á félagsfundi VGR. Kata með þrusuræðu! Við í VG erum meira en tilbúin í þessar kosningar ! #vinstrigraen #vg pic.twitter.com/NHboqdegXK— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) September 18, 2017
Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira