Réttarmeinafræðingur ber vitni fyrir luktum dyrum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2017 09:18 Sebastian Kunz, réttarmeinafræðingur, í dómsal í morgun. vísir/vilhelm Áframhald aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í morgun. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn en aðalmeðferðin hófst í síðustu viku og fór fram á mánudegi og þriðjudegi. Thomas er ekki mættur í dóminn í dag en dagurinn hefst á því að tekin er skýrsla af Sebastian Kunz réttarmeinafræðingi sem gerði réttarkrufningu á líki Birnu þann 23. janúar síðastliðinn. Kristinn Halldórsson, dómsformaður, tók til máls áður en Kunz gaf skýrslu og tilkynnti að dómurinn hefði ákveðið að skýrslutakan færi fram fyrir luktum dyrum, það er að enginn annar en sakflytjendur, það er saksóknari og verjendur, mættu vera viðstaddir skýrslutökuna. Fjölmiðlamönnum og öðrum í salnum var því vikið út. Ástæðan er sú að við skýrslutökuna verður varpað upp ljósmyndum í réttarsalnum af líkinu. Þá hafði verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson, sérstaklega boðað að hann myndi spyrja persónulegra og viðkvæmra spurninga um Birnu sem meðal annars sneru að heilsufari hennar. Væru það viðkvæmar persónuupplýsingar. Auk þess hafði dómurinn gögn undir höndum sem vörðuðu líðan foreldra Birnu og aðra aðstandenda og var ákvörðunin einnig tekin með tilliti til þess. Áætlað er að skýrslutakan af Kunz taki um 40 mínútur og eftir það verður þinghald opnað á ný. Verða þá teknar skýrslur af nokkrum vitnum til viðbótar, þar með talið Grími Grímssyni, yfirmanni miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hann stýrði rannsókn málsins. Áætlað er að munnlegur málflutningur fari svo fram eftir hádegi. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Sjá meira
Áframhald aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í morgun. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn en aðalmeðferðin hófst í síðustu viku og fór fram á mánudegi og þriðjudegi. Thomas er ekki mættur í dóminn í dag en dagurinn hefst á því að tekin er skýrsla af Sebastian Kunz réttarmeinafræðingi sem gerði réttarkrufningu á líki Birnu þann 23. janúar síðastliðinn. Kristinn Halldórsson, dómsformaður, tók til máls áður en Kunz gaf skýrslu og tilkynnti að dómurinn hefði ákveðið að skýrslutakan færi fram fyrir luktum dyrum, það er að enginn annar en sakflytjendur, það er saksóknari og verjendur, mættu vera viðstaddir skýrslutökuna. Fjölmiðlamönnum og öðrum í salnum var því vikið út. Ástæðan er sú að við skýrslutökuna verður varpað upp ljósmyndum í réttarsalnum af líkinu. Þá hafði verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson, sérstaklega boðað að hann myndi spyrja persónulegra og viðkvæmra spurninga um Birnu sem meðal annars sneru að heilsufari hennar. Væru það viðkvæmar persónuupplýsingar. Auk þess hafði dómurinn gögn undir höndum sem vörðuðu líðan foreldra Birnu og aðra aðstandenda og var ákvörðunin einnig tekin með tilliti til þess. Áætlað er að skýrslutakan af Kunz taki um 40 mínútur og eftir það verður þinghald opnað á ný. Verða þá teknar skýrslur af nokkrum vitnum til viðbótar, þar með talið Grími Grímssyni, yfirmanni miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hann stýrði rannsókn málsins. Áætlað er að munnlegur málflutningur fari svo fram eftir hádegi.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Sjá meira
Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00