Jón Daði: Allt eða ekkert Anton Ingi Leifsson skrifar 1. september 2017 11:00 Jón Daði í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu, byrjar vel hjá félagi sínu Reading í ensku B-deildinni. Jón Daði skoraði í sínum fyrsta leik fyrir félagið á dögunum. Nú er Selfyssingurinn mættur með landsliðinu til Finnlands þar sem liðið mætir heimamönnum í mikilvægum leik í Tampere á laugardag. „Það var æðislegt að byrja svona vel. Það er það sem þú vilt; að byrja vel hjá klúbbnum sem þú ert kominn í og að spila nánast í 90 mínútur eftir að hafa verið frá vegna meiðsla," sagði Jón Daði í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann Vísis og Fréttablaðsins, á æfingu landsliðsins í Helsinki í gær. Jón Daði hefur oftar en ekki verið gagnrýndur fyrir hversu lítið hann skorað, en aftur á móti fengið mikið lof fyrir vinnusemi sína og baráttu. Hann tekur þeim gagnrýnisröddum sem segja að hann skori ekki mikið. „Það er gagnrýni sem þú tekur og reynir að svara því eftir bestu getu. Auðvitað er aðalatriðið framherja í leik að skora mörk, en það er spurning um að láta það ekki fara í hausinn á sér. Það eru fleiri hlutir í leik framherjans sem maður þarf að standa sig í." Framherjinn segir að íslensku leikmennirnir séu byrjaðir að þekkja svona leiki sem liðið á að vinna, innan gæsalappa. „Við höfum fengið marga svona leiki áður og ég held að strákarnir séu orðnir það reynslumiklir að það er ekkert hægt að vanmeta einn né neinn." „Hugarfar okkar er á okkur sjálfa og aðalmálið er að við viljum sjálfir vinna þennan leik," en hvert stig sem tapast núna verður afskaplega dýrt. „Þegar fjórir leikir eru eftir þá er bara allt eða ekkert. Stíll landsliðsins breytist ekkert og það er bara að halda í sömu gildi - eftir því sem árin líða þá bætast vonandi fleiri hlutir í leik okkar." „Það væri ekki leiðinlegt, en maður einblínir fyrst og fremst á að spila vel fyrir liðið og ná þremur stigum," sagði Jón Daði að lokum þegar hann var spurður út í það hversu sætt væri að skora í tveimur leikjum í röð. Arnar Björnsson ræddi einnig við Jón Daða, en viðtal Arnars má sjá hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu, byrjar vel hjá félagi sínu Reading í ensku B-deildinni. Jón Daði skoraði í sínum fyrsta leik fyrir félagið á dögunum. Nú er Selfyssingurinn mættur með landsliðinu til Finnlands þar sem liðið mætir heimamönnum í mikilvægum leik í Tampere á laugardag. „Það var æðislegt að byrja svona vel. Það er það sem þú vilt; að byrja vel hjá klúbbnum sem þú ert kominn í og að spila nánast í 90 mínútur eftir að hafa verið frá vegna meiðsla," sagði Jón Daði í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann Vísis og Fréttablaðsins, á æfingu landsliðsins í Helsinki í gær. Jón Daði hefur oftar en ekki verið gagnrýndur fyrir hversu lítið hann skorað, en aftur á móti fengið mikið lof fyrir vinnusemi sína og baráttu. Hann tekur þeim gagnrýnisröddum sem segja að hann skori ekki mikið. „Það er gagnrýni sem þú tekur og reynir að svara því eftir bestu getu. Auðvitað er aðalatriðið framherja í leik að skora mörk, en það er spurning um að láta það ekki fara í hausinn á sér. Það eru fleiri hlutir í leik framherjans sem maður þarf að standa sig í." Framherjinn segir að íslensku leikmennirnir séu byrjaðir að þekkja svona leiki sem liðið á að vinna, innan gæsalappa. „Við höfum fengið marga svona leiki áður og ég held að strákarnir séu orðnir það reynslumiklir að það er ekkert hægt að vanmeta einn né neinn." „Hugarfar okkar er á okkur sjálfa og aðalmálið er að við viljum sjálfir vinna þennan leik," en hvert stig sem tapast núna verður afskaplega dýrt. „Þegar fjórir leikir eru eftir þá er bara allt eða ekkert. Stíll landsliðsins breytist ekkert og það er bara að halda í sömu gildi - eftir því sem árin líða þá bætast vonandi fleiri hlutir í leik okkar." „Það væri ekki leiðinlegt, en maður einblínir fyrst og fremst á að spila vel fyrir liðið og ná þremur stigum," sagði Jón Daði að lokum þegar hann var spurður út í það hversu sætt væri að skora í tveimur leikjum í röð. Arnar Björnsson ræddi einnig við Jón Daða, en viðtal Arnars má sjá hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira
Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00