Var hátt uppi eftir EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2017 07:00 Ragnar Sigurðsson í leik með Rubin Kazan gegn Anzhi Makhachkala í rússnesku úrvalsdeildinni. vísir/getty Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson skoraði tvö ógleymanleg mörk á árinu 2016. Það fyrra kom í 2-1 sigri á Englendingum í 16 liða úrslitum EM í Frakklandi en það síðara í 3-2 sigri á Finnum í Laugardalnum. Nú eru Ragnar og félagar mættir til Finnlands þar sem fram undan er svokallaður skyldusigur í harðri baráttu íslenska liðsins fyrir sínum fyrsta farseðli í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. Íslenska liðið rétt slapp með skrekkinn í fyrri leiknum við finnska liðið og Finnar eru sýnd veiði en ekki gefin. „Við ætlum að reyna að fá ekki á okkur mörk sem við gerðum síðast. Við fengum á okkur tvö mörk á móti Finnum sem er ekki okkur líkt. Það er það fyrsta sem við þurfum að bæta. Síðan þurfum við að halda okkar striki og gera það sem við erum góðir í að gera. Við vitum að við skorum alltaf og ef við höldum hreinu þá ætti þetta að vera í traustum höndum,“ segir Ragnar sem segir finnska liðið geta strítt íslenska liðinu. „Þetta verður ekki auðveldur leikur. Mér hefur alltaf fundist Finnarnir vera erfiðir. Þeir eru duglegir, pirrandi og góðir í fótbolta. Þetta verður erfitt,“ segir Ragnar.Ragnar ræðir við Arnar Björnsson.vísir/óskaróBúumst við sigri Íslenska liðið á eftir fjóra leiki og er eins og er í öðru sæti riðilsins á verri markatölu en topplið Króata. Íslenska liðið hefur unnið báða leiki sína í riðlinum á árinu 2017, þann fyrri í Kosóvó í mars og þann seinni á móti Króötum í Laugardalnum í júní. „Við erum akkúrat á þeim stað sem við ætluðum okkur að vera á þessum tíma sem var að eiga möguleika á að vinna riðilinn. Við lítum á þessa tvo næstu leiki sem leiki sem við eigum að vinna. Íslenska landsliðið er bara orðið svoleiðis. Við búumst við sigri,“ segir Ragnar og bætir við. „Finnarnir eru lið í dag sem við eigum að vinna. Svo eigum við heimaleik á móti Úkraínu. Úkraína á að vera sterkara lið heldur en bæði við og Finnar. Við vitum hins vegar hvað við erum góðir á heimavelli. Við erum að fara í þetta til að vinna,“ segir Ragnar.Í frábæru formi Ragnar er nú aftur kominn til Rússlands eftir misheppnað tímabil með Fulham í ensku b-deildinni. Fulham lánaði hann til Rubin Kazan. „Staðan á mér er frábær. Ég er kominn til Rubin og ég sá það strax að ég átti að fara beint inn í liðið. Svo meiddi ég mig á fyrstu æfingu og missti af þremur leikjum af því að ég var smá meiddur. Ég spilaði í hálftíma í þar síðasta leik og spilaði allan leikinn síðast. Ég er í formi og það er ekkert hægt að setja út á formið á mér,“ segir Ragnar sposkur en það var mikið til umræðu í síðasta landsleik á móti Króatíu. Sigurmark Ragnars í fyrri leiknum á móti Finnum á Laugardalsvellinum kom á sjöttu mínútu í uppbótartíma. Fyrir vikið vann íslenska liðið sinn fyrsta leik í undankeppninni og fékk þrjú dýrmæt stig í hús. Án þeirra væri íslenska í fjórða sæti riðilsins í stað þess að vera við hlið Króata á toppnum. „Við vorum bara svolítið heppnir á móti Finnunum eins og við höfum talað áður um. Markvörðurinn þeirra átti samt bara einn besta leik sem ég hef séð markmann spila. Hann varði og varði allan leikinn. Við hefðum getað verið búnir að skora fleiri mörk áður en við skoruðum þessi tvö mörk í endann. Stundum þurfa miðverðirnir að hjálpa til fram á við,“ sagði Ragnar brosandi.Ragnar fékk ekki mörg tækifæri hjá Fulham.vísir/gettyTók þetta ekki nógu alvarlega Hann fer ekkert í felur þegar talið berst að tímabilinu með Fulham sem voru vonbrigði fyrir mann sem hafði slegið í gegn á EM í Frakklandi sumarið áður. „Ég hef haft rosalega mikinn tíma til að hugsa um þetta. Ég sé það bara að þetta var alfarið sjálfum mér að kenna. Ég tók þetta ekki alveg nógu alvarlega þegar ég kom þarna,“ sagði Ragnar og hlífir ekki sjálfum sér. „Eftir EM þá var maður svolítið hátt uppi og ég hugsaði bara að ég gæti komið þarna og rúllað þessu upp án þess að reyna alltof mikið á mig eða eitthvað. Ég lít þannig á það að þetta hafi alfarið verið mín sök,“ sagði Ragnar og bætti við: „Í endann hafði þjálfarinn enga trú á mér lengur. Það var ekki honum að kenna heldur bara sjálfum mér. Maður verður að líta raunsætt á þetta því það þýðir ekki að fara að blekkja sjálfan sig í algjöru bulli,“ sagði Ragnar hreinskilinn að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kári: Verðum að vera mættir Kári Árnason segir að Finnar séu betra lið en taflan segir til um og býst við erfiðum leik á laugardaginn. 31. ágúst 2017 22:45 Birkir: Terry hefur verið frábær innan sem utan vallar Birkir Bjarnason vonast til að hann fái tækifæri til að sýna og sanna hvað hann getur með Aston Villa í ensku B-deildinni. 31. ágúst 2017 13:00 Gylfi: Lítið pláss fyrir mistök Íslenska fótboltalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. 31. ágúst 2017 19:58 Sverrir Ingi: Rússneskan verður klár næsta sumar Sverrir Ingi Ingason segist vera ánægður með byrjun sína hjá rússneska félaginu Rostov. Hann segir einnig að það sé algjörlega undir þjálfaranum komið hvort hann muni byrja inná gegn Finnum á laugardaginn. 31. ágúst 2017 17:30 Emil fékk hláturskast: Verður hörkubarátta Emil Hallfreðsson telur að íslenska liðið eigi góða möguleika gegn því finnska á laugardaginn en hann telur það þó vera mikilvægt að muna eftir fyrri leiknum í Laugardalnum. 31. ágúst 2017 15:00 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Sjá meira
Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson skoraði tvö ógleymanleg mörk á árinu 2016. Það fyrra kom í 2-1 sigri á Englendingum í 16 liða úrslitum EM í Frakklandi en það síðara í 3-2 sigri á Finnum í Laugardalnum. Nú eru Ragnar og félagar mættir til Finnlands þar sem fram undan er svokallaður skyldusigur í harðri baráttu íslenska liðsins fyrir sínum fyrsta farseðli í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. Íslenska liðið rétt slapp með skrekkinn í fyrri leiknum við finnska liðið og Finnar eru sýnd veiði en ekki gefin. „Við ætlum að reyna að fá ekki á okkur mörk sem við gerðum síðast. Við fengum á okkur tvö mörk á móti Finnum sem er ekki okkur líkt. Það er það fyrsta sem við þurfum að bæta. Síðan þurfum við að halda okkar striki og gera það sem við erum góðir í að gera. Við vitum að við skorum alltaf og ef við höldum hreinu þá ætti þetta að vera í traustum höndum,“ segir Ragnar sem segir finnska liðið geta strítt íslenska liðinu. „Þetta verður ekki auðveldur leikur. Mér hefur alltaf fundist Finnarnir vera erfiðir. Þeir eru duglegir, pirrandi og góðir í fótbolta. Þetta verður erfitt,“ segir Ragnar.Ragnar ræðir við Arnar Björnsson.vísir/óskaróBúumst við sigri Íslenska liðið á eftir fjóra leiki og er eins og er í öðru sæti riðilsins á verri markatölu en topplið Króata. Íslenska liðið hefur unnið báða leiki sína í riðlinum á árinu 2017, þann fyrri í Kosóvó í mars og þann seinni á móti Króötum í Laugardalnum í júní. „Við erum akkúrat á þeim stað sem við ætluðum okkur að vera á þessum tíma sem var að eiga möguleika á að vinna riðilinn. Við lítum á þessa tvo næstu leiki sem leiki sem við eigum að vinna. Íslenska landsliðið er bara orðið svoleiðis. Við búumst við sigri,“ segir Ragnar og bætir við. „Finnarnir eru lið í dag sem við eigum að vinna. Svo eigum við heimaleik á móti Úkraínu. Úkraína á að vera sterkara lið heldur en bæði við og Finnar. Við vitum hins vegar hvað við erum góðir á heimavelli. Við erum að fara í þetta til að vinna,“ segir Ragnar.Í frábæru formi Ragnar er nú aftur kominn til Rússlands eftir misheppnað tímabil með Fulham í ensku b-deildinni. Fulham lánaði hann til Rubin Kazan. „Staðan á mér er frábær. Ég er kominn til Rubin og ég sá það strax að ég átti að fara beint inn í liðið. Svo meiddi ég mig á fyrstu æfingu og missti af þremur leikjum af því að ég var smá meiddur. Ég spilaði í hálftíma í þar síðasta leik og spilaði allan leikinn síðast. Ég er í formi og það er ekkert hægt að setja út á formið á mér,“ segir Ragnar sposkur en það var mikið til umræðu í síðasta landsleik á móti Króatíu. Sigurmark Ragnars í fyrri leiknum á móti Finnum á Laugardalsvellinum kom á sjöttu mínútu í uppbótartíma. Fyrir vikið vann íslenska liðið sinn fyrsta leik í undankeppninni og fékk þrjú dýrmæt stig í hús. Án þeirra væri íslenska í fjórða sæti riðilsins í stað þess að vera við hlið Króata á toppnum. „Við vorum bara svolítið heppnir á móti Finnunum eins og við höfum talað áður um. Markvörðurinn þeirra átti samt bara einn besta leik sem ég hef séð markmann spila. Hann varði og varði allan leikinn. Við hefðum getað verið búnir að skora fleiri mörk áður en við skoruðum þessi tvö mörk í endann. Stundum þurfa miðverðirnir að hjálpa til fram á við,“ sagði Ragnar brosandi.Ragnar fékk ekki mörg tækifæri hjá Fulham.vísir/gettyTók þetta ekki nógu alvarlega Hann fer ekkert í felur þegar talið berst að tímabilinu með Fulham sem voru vonbrigði fyrir mann sem hafði slegið í gegn á EM í Frakklandi sumarið áður. „Ég hef haft rosalega mikinn tíma til að hugsa um þetta. Ég sé það bara að þetta var alfarið sjálfum mér að kenna. Ég tók þetta ekki alveg nógu alvarlega þegar ég kom þarna,“ sagði Ragnar og hlífir ekki sjálfum sér. „Eftir EM þá var maður svolítið hátt uppi og ég hugsaði bara að ég gæti komið þarna og rúllað þessu upp án þess að reyna alltof mikið á mig eða eitthvað. Ég lít þannig á það að þetta hafi alfarið verið mín sök,“ sagði Ragnar og bætti við: „Í endann hafði þjálfarinn enga trú á mér lengur. Það var ekki honum að kenna heldur bara sjálfum mér. Maður verður að líta raunsætt á þetta því það þýðir ekki að fara að blekkja sjálfan sig í algjöru bulli,“ sagði Ragnar hreinskilinn að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kári: Verðum að vera mættir Kári Árnason segir að Finnar séu betra lið en taflan segir til um og býst við erfiðum leik á laugardaginn. 31. ágúst 2017 22:45 Birkir: Terry hefur verið frábær innan sem utan vallar Birkir Bjarnason vonast til að hann fái tækifæri til að sýna og sanna hvað hann getur með Aston Villa í ensku B-deildinni. 31. ágúst 2017 13:00 Gylfi: Lítið pláss fyrir mistök Íslenska fótboltalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. 31. ágúst 2017 19:58 Sverrir Ingi: Rússneskan verður klár næsta sumar Sverrir Ingi Ingason segist vera ánægður með byrjun sína hjá rússneska félaginu Rostov. Hann segir einnig að það sé algjörlega undir þjálfaranum komið hvort hann muni byrja inná gegn Finnum á laugardaginn. 31. ágúst 2017 17:30 Emil fékk hláturskast: Verður hörkubarátta Emil Hallfreðsson telur að íslenska liðið eigi góða möguleika gegn því finnska á laugardaginn en hann telur það þó vera mikilvægt að muna eftir fyrri leiknum í Laugardalnum. 31. ágúst 2017 15:00 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Sjá meira
Kári: Verðum að vera mættir Kári Árnason segir að Finnar séu betra lið en taflan segir til um og býst við erfiðum leik á laugardaginn. 31. ágúst 2017 22:45
Birkir: Terry hefur verið frábær innan sem utan vallar Birkir Bjarnason vonast til að hann fái tækifæri til að sýna og sanna hvað hann getur með Aston Villa í ensku B-deildinni. 31. ágúst 2017 13:00
Gylfi: Lítið pláss fyrir mistök Íslenska fótboltalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. 31. ágúst 2017 19:58
Sverrir Ingi: Rússneskan verður klár næsta sumar Sverrir Ingi Ingason segist vera ánægður með byrjun sína hjá rússneska félaginu Rostov. Hann segir einnig að það sé algjörlega undir þjálfaranum komið hvort hann muni byrja inná gegn Finnum á laugardaginn. 31. ágúst 2017 17:30
Emil fékk hláturskast: Verður hörkubarátta Emil Hallfreðsson telur að íslenska liðið eigi góða möguleika gegn því finnska á laugardaginn en hann telur það þó vera mikilvægt að muna eftir fyrri leiknum í Laugardalnum. 31. ágúst 2017 15:00