Heimir: Strákarnir gefast aldrei upp | Sjáðu blaðamannafund Heimis og Arons 1. september 2017 09:51 Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og Aron Einar Gunnarsson fyrirliði sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í Tampere á morgun en þar munu Íslendingar mæta Finnum í undankeppni HM 2018 á morgun. Fundinn má sjá allan í spilaranum hér fyrir ofan. Heimir var spurður út í leikmenn íslenska liðsins og sagði hann að allir í hópnum væru heilir og í góðu formi - svo góðu að þeir gætu spilað í 120 mínútur á morgun án vandræða. „Jafnvel þó svo að þeir séu þreyttir þá halda þeir áfram. Það er eitt af einkennum liðsins - karakterinn og gott form leikmanna,“ sagði Heimir og Aron Einar tók í svipaðan streng. „Við erum allir félagar og við vitum að hver einasti leikmaður mun gefa allt sitt í leikinn. Það skiptir miklu máli í stórum leikjum þegar allt er í húfi,“ sagði fyrirliðinn.Berum mikla virðingu fyrir Finnlandi Finnsku blaðamennirnir rifjuðu upp 3-2 sigur Íslands á Finnlandi á Laugardalsvelli fyrir ári síðan þar sem Íslendingar skoruðu tvívegis á lokamínútum leiksins - þar af umdeilt sigurmark á sjöttu mínútu uppbótartíma leiksins. „Þetta var erfiður leikur en við eigum góðar minningar af honum. Við sýndum mikinn karakter eftir að hafa komið til baka gegn sterku finnsku liði. Þeir sýndu að þeir vildu fá þrjú stig úr leiknum sem þeir fengu næstum því. Við berum mikla virðingu fyrir finnska liðinu,“ sagði Aron Einar. „Minningarnar eru líka beggja blands,“ sagði Heimir. „Við lærðum mikið af leiknum en Finnland kom okkur á óvart með því að spila djúpt og gefa okkur tíma og svæði á boltanum. Það hefur kannski verið okkar leikur síðustu árin. Við áttum erfitt með það en við höfum vaxið og ef þetta gerist aftur þá erum við með plan B.“ Heimir hrósaði finnska liðinu og sagði það óheppið að hafa ekki fengið nema eitt stig úr leikjum sínum til þessa. „Þeir hafa átt möguleika í öllum sínum leikjum og verið afar óheppnir. Það er spurning hvenær en ekki hvort fyrsti sigurinn kemur. Vonandi kemur hann ekki á morgun.“Menn vita sín hlutverk Heimir var einnig spurður um ástæður þess að það sé ekki að sjá á mönnum sem spila lítið með félagsliðum sínum þegar þeir koma inn í landsleiki. Þá séu þeir eins og oft áður upp á sitt besta. „Það eru ýmsar ástæður fyrir því,“ sagði Heimir. „Tvær helstu er að leikmenn vita nákvæmlega sitt hlutverk eins og sést hefur og að þeir eru í góðu standi, eins og við höfum séð á æfingum. Fyrir ári síðan var ástand leikmanna ekki eins gott og það er nú.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi: Lítið pláss fyrir mistök Íslenska fótboltalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. 31. ágúst 2017 19:58 Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fleiri fréttir Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Sjá meira
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og Aron Einar Gunnarsson fyrirliði sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í Tampere á morgun en þar munu Íslendingar mæta Finnum í undankeppni HM 2018 á morgun. Fundinn má sjá allan í spilaranum hér fyrir ofan. Heimir var spurður út í leikmenn íslenska liðsins og sagði hann að allir í hópnum væru heilir og í góðu formi - svo góðu að þeir gætu spilað í 120 mínútur á morgun án vandræða. „Jafnvel þó svo að þeir séu þreyttir þá halda þeir áfram. Það er eitt af einkennum liðsins - karakterinn og gott form leikmanna,“ sagði Heimir og Aron Einar tók í svipaðan streng. „Við erum allir félagar og við vitum að hver einasti leikmaður mun gefa allt sitt í leikinn. Það skiptir miklu máli í stórum leikjum þegar allt er í húfi,“ sagði fyrirliðinn.Berum mikla virðingu fyrir Finnlandi Finnsku blaðamennirnir rifjuðu upp 3-2 sigur Íslands á Finnlandi á Laugardalsvelli fyrir ári síðan þar sem Íslendingar skoruðu tvívegis á lokamínútum leiksins - þar af umdeilt sigurmark á sjöttu mínútu uppbótartíma leiksins. „Þetta var erfiður leikur en við eigum góðar minningar af honum. Við sýndum mikinn karakter eftir að hafa komið til baka gegn sterku finnsku liði. Þeir sýndu að þeir vildu fá þrjú stig úr leiknum sem þeir fengu næstum því. Við berum mikla virðingu fyrir finnska liðinu,“ sagði Aron Einar. „Minningarnar eru líka beggja blands,“ sagði Heimir. „Við lærðum mikið af leiknum en Finnland kom okkur á óvart með því að spila djúpt og gefa okkur tíma og svæði á boltanum. Það hefur kannski verið okkar leikur síðustu árin. Við áttum erfitt með það en við höfum vaxið og ef þetta gerist aftur þá erum við með plan B.“ Heimir hrósaði finnska liðinu og sagði það óheppið að hafa ekki fengið nema eitt stig úr leikjum sínum til þessa. „Þeir hafa átt möguleika í öllum sínum leikjum og verið afar óheppnir. Það er spurning hvenær en ekki hvort fyrsti sigurinn kemur. Vonandi kemur hann ekki á morgun.“Menn vita sín hlutverk Heimir var einnig spurður um ástæður þess að það sé ekki að sjá á mönnum sem spila lítið með félagsliðum sínum þegar þeir koma inn í landsleiki. Þá séu þeir eins og oft áður upp á sitt besta. „Það eru ýmsar ástæður fyrir því,“ sagði Heimir. „Tvær helstu er að leikmenn vita nákvæmlega sitt hlutverk eins og sést hefur og að þeir eru í góðu standi, eins og við höfum séð á æfingum. Fyrir ári síðan var ástand leikmanna ekki eins gott og það er nú.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi: Lítið pláss fyrir mistök Íslenska fótboltalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. 31. ágúst 2017 19:58 Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fleiri fréttir Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Sjá meira
Gylfi: Lítið pláss fyrir mistök Íslenska fótboltalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. 31. ágúst 2017 19:58
Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00