Innlent

Neyðast til að loka Vegamótum vegna framkvæmda við staðinn

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Óli Már telur ámælisvert að borgaryfirvöld geti farið í slíkar framkvæmdir án þess að hafa samráð við atvinnurekendur og fyrirtæki við götuna.
Óli Már telur ámælisvert að borgaryfirvöld geti farið í slíkar framkvæmdir án þess að hafa samráð við atvinnurekendur og fyrirtæki við götuna. Einar Árnason
Veitinga- og skemmtistaðnum Vegamótum verður lokað í byrjun október vegna tíma- og plássfrekra framkvæmda fyrir framan staðinn. Óli Már Ólason, eigandi Vegamóta, segir að framkvæmdirnar hafi gjörbreytt rekstrinum.

„Síðan framkvæmdirnar hófust hefur þetta verið allt annar rekstur og það hefur verið miklu minni sala. Þessar framkvæmdir halda áfram að minnsta kosti í eitt ár í viðbót. Þá er ekki grundvöllur fyrir því að reka staðinn í þeirri mynd sem hann er í í dag,“ segir Óli.

Þá telur hann ámælisvert að borgaryfirvöld geti farið í slíkar framkvæmdir án þess að hafa samráð við atvinnurekendur og fyrirtæki við götuna.

„Mér finnst skrýtið að hægt sé að loka svona götu í meira en ár þar sem fólk er með atvinnurekstur. Götunni er lokað og byggingakrani settur beint fyrir framan veitingastaðinn,“ segir Óli Már.

„Þetta ætti að vera gert í samvinnu við þau fyrirtæki sem eru í nágrenninu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×