Haniye og föður hennar verður vísað úr landi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2017 14:46 Haniye í afmælinu sínu á Klambratúni í byrjun ágústmánaðar. vísir/laufey elíasdóttir Allt stefnir í að feðginunum Haniye og Abrahim Malekym verði vísað úr landi á næstu dögum. Þetta fengu þau að vita í morgun eftir að kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis að Haniye og Abrahim skyldi vísað aftur til Þýskalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Mál Haniye og Abrahim hefur vakið mikla athygli undanfarið en þúsundir skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að þau fengju hæli hér á landi auk þess sem fjöldi fólks kom saman á Klambratúni í ágúst og fagnaði afmæli Haniye í byrjun ágúst. Hún á ekki afmæli fyrr en í október en vildi halda upp á afmælið hér á landi áður en henni og pabba hennar yrði vísað úr landi. Foreldrar Haniye koma frá Afganistan, en sjálf fæddist hún í Íran árið 2005 þar sem afganskir flóttamenn hafa afar takmörkuð borgaraleg réttindi. Haniye er til að mynda ríkisfangslaus.Haniye og faðir hennar voru brosmild á svip í afmælinu.Vísir/Laufey ElíasdóttirBæði í viðkvæmri stöðu Móðir Haniye yfirgaf hana ári eftir að hún fæddist og hefur hún verið á flótta með föður sínum allt sitt líf og hefur búið í Íran, Tyrklandi, Grikklandi, Þýskalandi og á Íslandi, en þau hafa verið hér á landi frá því í desember. Guðmundur Karl Karlsson, vinur feðginanna sem hefur aðstoðað þau hér á landi, segir íslensk yfirvöld halda því fram að það muni fara vel um þau í Þýskalandi. Yfirvöld þar í landi verði látin vita af viðkvæmri stöðu feðginanna en Abrahim er bæklaður eftir bílslys og Haniye ríkisfangslaus. Guðmundur segir söguna sýna annað en það að Abrahim og Haniye muni eiga gott líf í Þýskalandi. „Við þekkjum fólk sem er í Þýskalandi í sömu stöðu og það er mjög erfitt. Það er mjög líklegt að þau muni ekki fá hæli og verði einfaldlega utan kerfisins,“ segir Guðmundur sem gagnrýnir málsmeðferð yfirvalda. „Við munum halda áfram að láta í okkur heyra því við viljum einfaldlega að svona mál verði tekin til efnislegrar meðferðar,“ segir hann en kveðst þó ekki telja að hægt sé að fara með mál feðginanna eitthvað áfram til æðra stjórnvalds í kerfinu. Það stefnir því allt í, eins og áður segir, að Haniye og Abrahim verði vísað úr landi á næstunni.Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt frá því fyrr í sumar um feðginin. Flóttamenn Tengdar fréttir Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00 Draumur Haniye varð að veruleika Töluverður fjöldi var í afmælisveislu Haniye frá Afganistan sem haldin var í gær á Klambratúni. 3. ágúst 2017 09:30 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Sjá meira
Allt stefnir í að feðginunum Haniye og Abrahim Malekym verði vísað úr landi á næstu dögum. Þetta fengu þau að vita í morgun eftir að kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis að Haniye og Abrahim skyldi vísað aftur til Þýskalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Mál Haniye og Abrahim hefur vakið mikla athygli undanfarið en þúsundir skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að þau fengju hæli hér á landi auk þess sem fjöldi fólks kom saman á Klambratúni í ágúst og fagnaði afmæli Haniye í byrjun ágúst. Hún á ekki afmæli fyrr en í október en vildi halda upp á afmælið hér á landi áður en henni og pabba hennar yrði vísað úr landi. Foreldrar Haniye koma frá Afganistan, en sjálf fæddist hún í Íran árið 2005 þar sem afganskir flóttamenn hafa afar takmörkuð borgaraleg réttindi. Haniye er til að mynda ríkisfangslaus.Haniye og faðir hennar voru brosmild á svip í afmælinu.Vísir/Laufey ElíasdóttirBæði í viðkvæmri stöðu Móðir Haniye yfirgaf hana ári eftir að hún fæddist og hefur hún verið á flótta með föður sínum allt sitt líf og hefur búið í Íran, Tyrklandi, Grikklandi, Þýskalandi og á Íslandi, en þau hafa verið hér á landi frá því í desember. Guðmundur Karl Karlsson, vinur feðginanna sem hefur aðstoðað þau hér á landi, segir íslensk yfirvöld halda því fram að það muni fara vel um þau í Þýskalandi. Yfirvöld þar í landi verði látin vita af viðkvæmri stöðu feðginanna en Abrahim er bæklaður eftir bílslys og Haniye ríkisfangslaus. Guðmundur segir söguna sýna annað en það að Abrahim og Haniye muni eiga gott líf í Þýskalandi. „Við þekkjum fólk sem er í Þýskalandi í sömu stöðu og það er mjög erfitt. Það er mjög líklegt að þau muni ekki fá hæli og verði einfaldlega utan kerfisins,“ segir Guðmundur sem gagnrýnir málsmeðferð yfirvalda. „Við munum halda áfram að láta í okkur heyra því við viljum einfaldlega að svona mál verði tekin til efnislegrar meðferðar,“ segir hann en kveðst þó ekki telja að hægt sé að fara með mál feðginanna eitthvað áfram til æðra stjórnvalds í kerfinu. Það stefnir því allt í, eins og áður segir, að Haniye og Abrahim verði vísað úr landi á næstunni.Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt frá því fyrr í sumar um feðginin.
Flóttamenn Tengdar fréttir Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00 Draumur Haniye varð að veruleika Töluverður fjöldi var í afmælisveislu Haniye frá Afganistan sem haldin var í gær á Klambratúni. 3. ágúst 2017 09:30 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Sjá meira
Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00
Draumur Haniye varð að veruleika Töluverður fjöldi var í afmælisveislu Haniye frá Afganistan sem haldin var í gær á Klambratúni. 3. ágúst 2017 09:30