Lífið

Emmsjé Gauti spilaði í tógapartýi í útskriftarferð MA í Króatíu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Emmsjé Gauti skemmti útskriftarnemum MA í Króatíu í gær
Emmsjé Gauti skemmti útskriftarnemum MA í Króatíu í gær Heiðrún Arna
Tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, tróð upp í tógapartýi í kastala í Króatíu í gær. Honum var flogið út til Króatíu sérstaklega til þess að spila fyrir 170 nemendur frá Menntaskólanum á Akureyri sem eru þar í útskriftarferð á vegum EskimoTravel.

Nemendurnir eru að byrja sitt lokaár í skólanum og fengu þau að kjósa um það hvaða tónlistarmann þau vildu helst sjá. Það var svo hlutverk Heiðrúnar Örnu Friðriksdóttur verkefnastjóra hjá EskimoTravel að gera þetta að veruleika.

„Tóga partýið er aðal partý ferðarinnar og var haldið næstsíðastakvöldið þeirra. Partýið var haldið á eyjunni Hvar í Fortica Spanjola Hvar sem er kastala virki,“ segir Heiðrún Arna í samtali við Vísi.

Heiðrún Arna skipulagði tónleika Emmsje Gauta í Króatíu í gærHeiðrún Arna

Meira en bara djamm

„Það var rosa mikil ánægja með staðinn enda rosa tóga-leg stemming að vera i þessu umhverfi.“ Heiðrún Arna hefur dvalið með MA nemendum í 10 daga í Króatíu en þau flugu þangað beint frá Akureyri. Hún segir að ferðin hafi gengið mjög vel.

Tógapartýin eru þannig að allir klæða sig upp í tóga sem er í raun hvítt lak sem fólk vefur um sig í rómverskum stíl og er þetta sterk hefð í nokkrum menntaskólum landsins.

„Við gerum út á það að bjóða afþreyingu með i öllum ferðum en ekki bara flug og hótel. Þannig að þessar ferðir eru meira en bara djamm og mér finnst margir kunna meta það, fá að upplifa staðina. Við gerum þetta líka tvískipt, færum okkur á annan stað eftir hálfa ferð. EskimoTravel sérhæfir sig í hópaferðum erlendis fyrir fyrirtæki, skólahópa og alla þá sem ætla út í hópum. Gauti er hér í þrjár nætur á eyjunni með kærustuna sína með í för,” segir Heiðrún Arna en útskriftarnemendurnir koma heim á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×