Innlent

Kórónuskvettu gætu fylgt öflug norðurljós

Kjartan Kjartansson skrifar
Norðurljós eru eftirsótt hjá erlendum ferðamönnum sem koma til Íslands.
Norðurljós eru eftirsótt hjá erlendum ferðamönnum sem koma til Íslands. Vísir/Ernir
Öflug norðurljós gætu sést á himni yfir Íslandi annað kvöld, miðvikudaginn 6. september. Í norðurljósaspá Stjörnufræðivefsins segir að þá sé von á kórónuskvettu frá virku svæði á sólinni.

Að öðru leyti má búast við fremur rólegri norðurljósavirkni til 13. september samkvæmt spánni. Þá er gæti kórónugeil sem snýr þá að jörðinni valdið lítilsháttar segulstormum dagana 13.-17. september.

Norðurljós verða til þegar rafhlaðnar agnir frá sólinni rekast á sameindir í lofthjúpi jarðarinnar. Þau geta orðið sérlega sterk þegar viðburðir eins og sólblossar og kórónuskvettur eiga sér stað á sólinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×