Hannes vippaði sér úr buxunum fyrir fimm ára aðdáanda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2017 11:00 Haraldur tekur mynd af Gunnari Áka sem var eðlilega í skýjunum. Vísir/Kolbeinn Tumi Hannes Þór Halldórsson, markvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu, sá til þess að ungur aðdáandi fór að sofa með stjörnur í augunum í gærkvöldi. Ungi pilturinn fékk minjagrip sem reyndar eru nokkur ár í að hann geti nýtt sjálfur. Hannes Þór gaf honum nefnilega stuttbuxurnar sem hann klæddist í 2-0 sigrinum á Úkraínu á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Þegar flestir höfðu yfirgefið Laugardalsvöll héldu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og Hannes Þór aftur út á völlinn. Gengu þeir yfir grasið og til Tólfunnar, stuðningssveitar landsliðsins, sem enn trallaði í austurstúkunni. Heimir hefur haft þetta fyrir hefð eftir landsleiki og sagði nokkur vel valin orð við Tólfuna. „Við eigum sérstakt samband. Það er margt sem við segjum þar sem fjölmiðlamenn mega ekki heyra. Ég bað alla um að slökkva á símanum þegar ég talaði,“ sagði Heimir. Orð hans væru líkast til ekki boðleg í fjölmenni. Hannes Þór gaf treyju sína og hanska stuðningsmönnum og hélt aftur yfir völlinn. Þar veitti hann ungum aðdáendum í stúkunni athygli og hélt til þeirra til að gefa áritanir þegar heyrðist kallað: „Hannes, má strákurinn fá buxurnar þínar?“Hannes lítur upp í stúku á feðgana.Vísir/Kolbeinn TumiHannes leit undrandi upp í stúku þar sem feðgarnir Haraldur Líndal Pétursson og Gunnar Áki Blöndal Haraldsson stóðu enn vaktina og virtust ekki á förum eftir eftirminnilegt kvöld í Laugardalnum. Það átti bara eftir að vera eftirminnilegra. Um mínútu síðar, þegar Hannes hafði gefið nokkrar áritanir, fór hann að skimast eftir feðgunum í stúkunni. Spurði hann þá hvort þeir vildu virkilega stuttbuxurnar sínar. Haraldur jánkaði. Skipti engum toga því Hannes reif sig úr stuttbuxunum og kastaði til feðganna. Hannes kastar stuttbuxunum til feðganna sem gripu að sjálfsögðu.Vísir/Kolbeinn TumiÓhætt að segja að sá stutti hafi verið yfir sig ánægður. Og þvílíkt kvöld fyrir þann fimm ára sem var klæddur í íslenskan landsliðsbúning. Hann hafði fyrir leik leitt Birki Bjarnason inn á völlinn, upplifað 2-0 sigur og var nú með rauðar stuttbuxur hetjunnar sinnar milli handanna. Auk Hannesar væri Gylfi Þór Sigurðsson hans uppáhaldsleikmaður.Hannes heldur til búningsklefa öllu fáklæddari en þegar hann hélt út á völl.Vísir/Kolbeinn TumiÍ ljós kom að faðirinn Haraldur er stuðningsmaður Everton og hefur lengi verið. En nú er það eðlilega sérstaklega gaman eftir að Gylfi Þór gekk í raðir félagsins. Haraldur upplýsti blaðamann að Gunnar Áki væri stuðningsmaður Manchester United en útilokaði ekki að það myndi breytast eftir félagaskipti Gylfa.Buxurnar eru aðeins of stórar á Gunnar Áka en hann sagði sjálfur að pabbi sinn gæti notað þær í bili.Vísir/Kolbeinn TumiGaman verður að sjá hvort Gunnar Áki nái langt á sviði íþrótta en móðir hans, Anna Bryndís Blöndal, er fyrrverandi landsliðskona í handbolta þannig að hann á ekki langt að sækja íþróttagenin. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30 Farseðill til Rússlands yrði mesta afrek í knattspyrnusögu Íslands Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson var í skýjunum með karakter strákanna okkar eftir áfallið í Finnlandi. 5. september 2017 21:42 Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu, sá til þess að ungur aðdáandi fór að sofa með stjörnur í augunum í gærkvöldi. Ungi pilturinn fékk minjagrip sem reyndar eru nokkur ár í að hann geti nýtt sjálfur. Hannes Þór gaf honum nefnilega stuttbuxurnar sem hann klæddist í 2-0 sigrinum á Úkraínu á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Þegar flestir höfðu yfirgefið Laugardalsvöll héldu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og Hannes Þór aftur út á völlinn. Gengu þeir yfir grasið og til Tólfunnar, stuðningssveitar landsliðsins, sem enn trallaði í austurstúkunni. Heimir hefur haft þetta fyrir hefð eftir landsleiki og sagði nokkur vel valin orð við Tólfuna. „Við eigum sérstakt samband. Það er margt sem við segjum þar sem fjölmiðlamenn mega ekki heyra. Ég bað alla um að slökkva á símanum þegar ég talaði,“ sagði Heimir. Orð hans væru líkast til ekki boðleg í fjölmenni. Hannes Þór gaf treyju sína og hanska stuðningsmönnum og hélt aftur yfir völlinn. Þar veitti hann ungum aðdáendum í stúkunni athygli og hélt til þeirra til að gefa áritanir þegar heyrðist kallað: „Hannes, má strákurinn fá buxurnar þínar?“Hannes lítur upp í stúku á feðgana.Vísir/Kolbeinn TumiHannes leit undrandi upp í stúku þar sem feðgarnir Haraldur Líndal Pétursson og Gunnar Áki Blöndal Haraldsson stóðu enn vaktina og virtust ekki á förum eftir eftirminnilegt kvöld í Laugardalnum. Það átti bara eftir að vera eftirminnilegra. Um mínútu síðar, þegar Hannes hafði gefið nokkrar áritanir, fór hann að skimast eftir feðgunum í stúkunni. Spurði hann þá hvort þeir vildu virkilega stuttbuxurnar sínar. Haraldur jánkaði. Skipti engum toga því Hannes reif sig úr stuttbuxunum og kastaði til feðganna. Hannes kastar stuttbuxunum til feðganna sem gripu að sjálfsögðu.Vísir/Kolbeinn TumiÓhætt að segja að sá stutti hafi verið yfir sig ánægður. Og þvílíkt kvöld fyrir þann fimm ára sem var klæddur í íslenskan landsliðsbúning. Hann hafði fyrir leik leitt Birki Bjarnason inn á völlinn, upplifað 2-0 sigur og var nú með rauðar stuttbuxur hetjunnar sinnar milli handanna. Auk Hannesar væri Gylfi Þór Sigurðsson hans uppáhaldsleikmaður.Hannes heldur til búningsklefa öllu fáklæddari en þegar hann hélt út á völl.Vísir/Kolbeinn TumiÍ ljós kom að faðirinn Haraldur er stuðningsmaður Everton og hefur lengi verið. En nú er það eðlilega sérstaklega gaman eftir að Gylfi Þór gekk í raðir félagsins. Haraldur upplýsti blaðamann að Gunnar Áki væri stuðningsmaður Manchester United en útilokaði ekki að það myndi breytast eftir félagaskipti Gylfa.Buxurnar eru aðeins of stórar á Gunnar Áka en hann sagði sjálfur að pabbi sinn gæti notað þær í bili.Vísir/Kolbeinn TumiGaman verður að sjá hvort Gunnar Áki nái langt á sviði íþrótta en móðir hans, Anna Bryndís Blöndal, er fyrrverandi landsliðskona í handbolta þannig að hann á ekki langt að sækja íþróttagenin.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30 Farseðill til Rússlands yrði mesta afrek í knattspyrnusögu Íslands Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson var í skýjunum með karakter strákanna okkar eftir áfallið í Finnlandi. 5. september 2017 21:42 Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30
Farseðill til Rússlands yrði mesta afrek í knattspyrnusögu Íslands Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson var í skýjunum með karakter strákanna okkar eftir áfallið í Finnlandi. 5. september 2017 21:42
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti