Innlent

Kölluðu út liðsauka vegna heimilsofbeldis

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lögreglumenn á Hverfisgötu þurftu að bruna upp í Kópavog til að liðsinna kollegum sínum.
Lögreglumenn á Hverfisgötu þurftu að bruna upp í Kópavog til að liðsinna kollegum sínum. Vísir/eyþór
Lögreglumenn í Kópavogi þurftu að kalla út liðsauka eftir að tilkynning barst um að kona væri að beita sambýlismann sinn ofbeldi um klukkan hálf 2 í nótt.

Konan var flutt í fangageymslu en henni er ekki einungis gefið að sök að hafa ráðist á sambýlismanninn heldur á hún að hafa haft í hótunum við lögreglumennina sem höfðu af henni afskipti. Sambýlismaðurinn er sagður hafa sloppið án teljandi meiðsla.

Þá var hælisleitandi handtekinn á athafnasvæði Eimskipa við Korngarða upp úr klukkan 2 í nótt. Hann var fluttur í fangageymslu þar sem hann hefur hefur dvalið í nótt.

Lögreglan stöðvaði einnig ökumann á fjórða tímanum í nótt sem grunaður er um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Þá er jafnframt talið að hann hafi stolið bifreiðinni sem hann ók. Hann var einnig látin dvelja í fangageymslu það sem eftir lifði nætur.

Þá fékk ölvaður maður, sem átti í engin hús að venda, að sofa úr sér á lögreglustöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×