Stærsti jarðskjálfti í manna minnum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. september 2017 07:00 Í Mexíkóborg mátti greinilega sjá tjónið sem skjálftinn olli. Nordicphotos/AFP Jarðskjálfti sem mældist 8,2 stig olli í fyrrinótt miklu tjóni í ríkjunum Oaxaca, Tabasco og Chiapas í Mexíkó. Að minnsta kosti 58 fórust í skjálftanum sem forseti Mexíkó segir þann sterkasta í sögu ríkisins. Upptök skjálftans voru í Kyrrahafinu, um 87 kílómetra suðvestur af bænum Pijijiapan. Í kjölfarið gáfu Mexíkó og nágrannaríkin út flóðbylgjuviðvörun en hún var síðan dregin til baka. Jarðskjálftinn var svo sterkur að jafnvel íbúar Mexíkóborgar, sem er í um þúsund kílómetra fjarlægð frá Pijijiapan, fundu fyrir honum. Eftirskjálftarnir hafa einnig verið sterkir. Hafa þeir mælst á bilinu 4,3 til 5,7 stig og nær ströndum Mexíkó heldur en sá fyrsti. Að mati Enrique Peña Nieto forseta fundu um 50 milljónir Mexíkóa fyrir skjálftanum. Sagðist hann jafnframt óttast mjög að tala látinna ætti eftir að hækka. Um helmingur hinna látnu voru íbúar Juchitán-bæjar í Oaxaca. Að sögn ríkisstjórans, Alejandro Murat, fórust sautján íbúar bæjarins en 23 í ríkinu öllu. Aftur á móti létu sjö lífið í Chiapas og tvö börn í Tabasco. Þá greindi forseti Gvatemala, Jimmy Morales, frá því að þar í landi hefði einn farist. „Við höfum frétt af nokkru tjóni og andláti einnar manneskju, við höfum þó ekki enn verið upplýst um öll smáatriði,“ sagði forsetinn við fjölmiðla. Talsvert eigna- og innviðatjón varð einnig vegna skjálftans og greinir BBC frá því að víða hafi verið rafmagnslaust í gær, byggingar hafi hrunið og vegir rofnað, jafnvel í höfuðborginni Mexíkóborg. „Það mátti heyra háværa bresti í steyptum veggjum og vegum. Líkt og risavaxin trjágrein væri brotin með offorsi. Fólk streymdi út á götur í röðum og reyndi að forðast háspennulínur sem féllu til jarðar,“ sagði blaðamaðurinn Franc Contreras, staddur í Mexíkóborg, við BBC í gær. Annars konar hamfarir ógna Mexíkóbúum einnig en fellibylurinn Katia var um 300 kílómetra austur af landinu þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Samkvæmt spám átti Katia að ganga á land á austurströndinni í nótt en meðalvindhraði hennar mældist um 63 metrar á sekúndu í gær. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sjá meira
Jarðskjálfti sem mældist 8,2 stig olli í fyrrinótt miklu tjóni í ríkjunum Oaxaca, Tabasco og Chiapas í Mexíkó. Að minnsta kosti 58 fórust í skjálftanum sem forseti Mexíkó segir þann sterkasta í sögu ríkisins. Upptök skjálftans voru í Kyrrahafinu, um 87 kílómetra suðvestur af bænum Pijijiapan. Í kjölfarið gáfu Mexíkó og nágrannaríkin út flóðbylgjuviðvörun en hún var síðan dregin til baka. Jarðskjálftinn var svo sterkur að jafnvel íbúar Mexíkóborgar, sem er í um þúsund kílómetra fjarlægð frá Pijijiapan, fundu fyrir honum. Eftirskjálftarnir hafa einnig verið sterkir. Hafa þeir mælst á bilinu 4,3 til 5,7 stig og nær ströndum Mexíkó heldur en sá fyrsti. Að mati Enrique Peña Nieto forseta fundu um 50 milljónir Mexíkóa fyrir skjálftanum. Sagðist hann jafnframt óttast mjög að tala látinna ætti eftir að hækka. Um helmingur hinna látnu voru íbúar Juchitán-bæjar í Oaxaca. Að sögn ríkisstjórans, Alejandro Murat, fórust sautján íbúar bæjarins en 23 í ríkinu öllu. Aftur á móti létu sjö lífið í Chiapas og tvö börn í Tabasco. Þá greindi forseti Gvatemala, Jimmy Morales, frá því að þar í landi hefði einn farist. „Við höfum frétt af nokkru tjóni og andláti einnar manneskju, við höfum þó ekki enn verið upplýst um öll smáatriði,“ sagði forsetinn við fjölmiðla. Talsvert eigna- og innviðatjón varð einnig vegna skjálftans og greinir BBC frá því að víða hafi verið rafmagnslaust í gær, byggingar hafi hrunið og vegir rofnað, jafnvel í höfuðborginni Mexíkóborg. „Það mátti heyra háværa bresti í steyptum veggjum og vegum. Líkt og risavaxin trjágrein væri brotin með offorsi. Fólk streymdi út á götur í röðum og reyndi að forðast háspennulínur sem féllu til jarðar,“ sagði blaðamaðurinn Franc Contreras, staddur í Mexíkóborg, við BBC í gær. Annars konar hamfarir ógna Mexíkóbúum einnig en fellibylurinn Katia var um 300 kílómetra austur af landinu þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Samkvæmt spám átti Katia að ganga á land á austurströndinni í nótt en meðalvindhraði hennar mældist um 63 metrar á sekúndu í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sjá meira