Stórt sumar í vændum hjá Karó Stefán Þór Hjartarson skrifar 13. júní 2017 10:00 Karólína Jóhannsdóttir söngkona, betur þekkt sem Karó, stefnir á að taka upp plötu í sumar og spila á helling af tónleikum. Vísir/Ernir Karólína Jóhannsdóttir söngkona, betur þekkt sem Karó, gefur út sitt fyrsta lag og myndband í ár en hún gaf út lögin Silhouette og Wolfbaby í fyrra. Karó fór með sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2015 en hún keppti fyrir hönd Menntaskólans í Reykjavík. Nýjasta lagið hennar nefnist Overnight og verður frumsýnt á skemmtistaðnum Paloma í kvöld. „Við Auður gerðum lagið í fyrra. Það hefur verið partur af mínu giggi síðan þá en ég ákvað að gefa það út núna. Við sömdum lagið sem sagt saman og það er Logi Pedro sem mixar. Það er kannski smá erfitt að útskýra hvernig lag þetta er, en ætli það megi ekki segja að þetta sé einhvers konar raf/RnB-bræðingur,“ segir Karó en hún kom nú síðast fram í laginu Opnum dyrnar sem var opinbert lag dags rauða nefsins nú fyrir helgi, en í laginu söng hún ásamt rapparanum Kött Grá Pje. „Lagið fjallar í grunninn um þessa togstreitu sem getur skapast í ástarsamböndum, þessi on/off, haltu mér/slepptu mér spennu, og í myndbandinu erum við að vinna með þrjár mismunandi gerðir af svoleiðis spennu.“ Karó mun nýta sumarið í að framleiða meira efni en eflaust bíða margir með töluverðri eftirvæntingu eftir því – Wolfbaby fékk til að mynda töluverða athygli á erlendum tónlistarsíðum stuttu eftir að það kom út en í því fjallaði hún um niðrandi ummæli um hana sem voru birt á Twitter.„Planið í sumar er að vinna að EP-plötu, en ég er ekki alveg komin með neinn tíma á hvenær ég myndi gefa hana út. Ég er að fara að gera annað myndband seinna í sumar og það er sem sagt við annan síngúl sem ég sit á.“ Aðspurð hvort fram undan séu einhverjir tónleikar svarar hún því játandi en segir að það komi í ljós síðar hvenær og hvar það verði. Það má því búast við miklu frá þessari ungu söngkonu í sumar. Myndbandið við Overnight er í leikstjórn Antoníu Lár, það er skotið af Ágústi Elí og klippt af Atla Karli Bachmann. Eins og áður segir verður það frumsýnt í kvöld á skemmtistaðnum Paloma klukkan átta. Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Karólína Jóhannsdóttir söngkona, betur þekkt sem Karó, gefur út sitt fyrsta lag og myndband í ár en hún gaf út lögin Silhouette og Wolfbaby í fyrra. Karó fór með sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2015 en hún keppti fyrir hönd Menntaskólans í Reykjavík. Nýjasta lagið hennar nefnist Overnight og verður frumsýnt á skemmtistaðnum Paloma í kvöld. „Við Auður gerðum lagið í fyrra. Það hefur verið partur af mínu giggi síðan þá en ég ákvað að gefa það út núna. Við sömdum lagið sem sagt saman og það er Logi Pedro sem mixar. Það er kannski smá erfitt að útskýra hvernig lag þetta er, en ætli það megi ekki segja að þetta sé einhvers konar raf/RnB-bræðingur,“ segir Karó en hún kom nú síðast fram í laginu Opnum dyrnar sem var opinbert lag dags rauða nefsins nú fyrir helgi, en í laginu söng hún ásamt rapparanum Kött Grá Pje. „Lagið fjallar í grunninn um þessa togstreitu sem getur skapast í ástarsamböndum, þessi on/off, haltu mér/slepptu mér spennu, og í myndbandinu erum við að vinna með þrjár mismunandi gerðir af svoleiðis spennu.“ Karó mun nýta sumarið í að framleiða meira efni en eflaust bíða margir með töluverðri eftirvæntingu eftir því – Wolfbaby fékk til að mynda töluverða athygli á erlendum tónlistarsíðum stuttu eftir að það kom út en í því fjallaði hún um niðrandi ummæli um hana sem voru birt á Twitter.„Planið í sumar er að vinna að EP-plötu, en ég er ekki alveg komin með neinn tíma á hvenær ég myndi gefa hana út. Ég er að fara að gera annað myndband seinna í sumar og það er sem sagt við annan síngúl sem ég sit á.“ Aðspurð hvort fram undan séu einhverjir tónleikar svarar hún því játandi en segir að það komi í ljós síðar hvenær og hvar það verði. Það má því búast við miklu frá þessari ungu söngkonu í sumar. Myndbandið við Overnight er í leikstjórn Antoníu Lár, það er skotið af Ágústi Elí og klippt af Atla Karli Bachmann. Eins og áður segir verður það frumsýnt í kvöld á skemmtistaðnum Paloma klukkan átta.
Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“