Stórt sumar í vændum hjá Karó Stefán Þór Hjartarson skrifar 13. júní 2017 10:00 Karólína Jóhannsdóttir söngkona, betur þekkt sem Karó, stefnir á að taka upp plötu í sumar og spila á helling af tónleikum. Vísir/Ernir Karólína Jóhannsdóttir söngkona, betur þekkt sem Karó, gefur út sitt fyrsta lag og myndband í ár en hún gaf út lögin Silhouette og Wolfbaby í fyrra. Karó fór með sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2015 en hún keppti fyrir hönd Menntaskólans í Reykjavík. Nýjasta lagið hennar nefnist Overnight og verður frumsýnt á skemmtistaðnum Paloma í kvöld. „Við Auður gerðum lagið í fyrra. Það hefur verið partur af mínu giggi síðan þá en ég ákvað að gefa það út núna. Við sömdum lagið sem sagt saman og það er Logi Pedro sem mixar. Það er kannski smá erfitt að útskýra hvernig lag þetta er, en ætli það megi ekki segja að þetta sé einhvers konar raf/RnB-bræðingur,“ segir Karó en hún kom nú síðast fram í laginu Opnum dyrnar sem var opinbert lag dags rauða nefsins nú fyrir helgi, en í laginu söng hún ásamt rapparanum Kött Grá Pje. „Lagið fjallar í grunninn um þessa togstreitu sem getur skapast í ástarsamböndum, þessi on/off, haltu mér/slepptu mér spennu, og í myndbandinu erum við að vinna með þrjár mismunandi gerðir af svoleiðis spennu.“ Karó mun nýta sumarið í að framleiða meira efni en eflaust bíða margir með töluverðri eftirvæntingu eftir því – Wolfbaby fékk til að mynda töluverða athygli á erlendum tónlistarsíðum stuttu eftir að það kom út en í því fjallaði hún um niðrandi ummæli um hana sem voru birt á Twitter.„Planið í sumar er að vinna að EP-plötu, en ég er ekki alveg komin með neinn tíma á hvenær ég myndi gefa hana út. Ég er að fara að gera annað myndband seinna í sumar og það er sem sagt við annan síngúl sem ég sit á.“ Aðspurð hvort fram undan séu einhverjir tónleikar svarar hún því játandi en segir að það komi í ljós síðar hvenær og hvar það verði. Það má því búast við miklu frá þessari ungu söngkonu í sumar. Myndbandið við Overnight er í leikstjórn Antoníu Lár, það er skotið af Ágústi Elí og klippt af Atla Karli Bachmann. Eins og áður segir verður það frumsýnt í kvöld á skemmtistaðnum Paloma klukkan átta. Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Sjá meira
Karólína Jóhannsdóttir söngkona, betur þekkt sem Karó, gefur út sitt fyrsta lag og myndband í ár en hún gaf út lögin Silhouette og Wolfbaby í fyrra. Karó fór með sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2015 en hún keppti fyrir hönd Menntaskólans í Reykjavík. Nýjasta lagið hennar nefnist Overnight og verður frumsýnt á skemmtistaðnum Paloma í kvöld. „Við Auður gerðum lagið í fyrra. Það hefur verið partur af mínu giggi síðan þá en ég ákvað að gefa það út núna. Við sömdum lagið sem sagt saman og það er Logi Pedro sem mixar. Það er kannski smá erfitt að útskýra hvernig lag þetta er, en ætli það megi ekki segja að þetta sé einhvers konar raf/RnB-bræðingur,“ segir Karó en hún kom nú síðast fram í laginu Opnum dyrnar sem var opinbert lag dags rauða nefsins nú fyrir helgi, en í laginu söng hún ásamt rapparanum Kött Grá Pje. „Lagið fjallar í grunninn um þessa togstreitu sem getur skapast í ástarsamböndum, þessi on/off, haltu mér/slepptu mér spennu, og í myndbandinu erum við að vinna með þrjár mismunandi gerðir af svoleiðis spennu.“ Karó mun nýta sumarið í að framleiða meira efni en eflaust bíða margir með töluverðri eftirvæntingu eftir því – Wolfbaby fékk til að mynda töluverða athygli á erlendum tónlistarsíðum stuttu eftir að það kom út en í því fjallaði hún um niðrandi ummæli um hana sem voru birt á Twitter.„Planið í sumar er að vinna að EP-plötu, en ég er ekki alveg komin með neinn tíma á hvenær ég myndi gefa hana út. Ég er að fara að gera annað myndband seinna í sumar og það er sem sagt við annan síngúl sem ég sit á.“ Aðspurð hvort fram undan séu einhverjir tónleikar svarar hún því játandi en segir að það komi í ljós síðar hvenær og hvar það verði. Það má því búast við miklu frá þessari ungu söngkonu í sumar. Myndbandið við Overnight er í leikstjórn Antoníu Lár, það er skotið af Ágústi Elí og klippt af Atla Karli Bachmann. Eins og áður segir verður það frumsýnt í kvöld á skemmtistaðnum Paloma klukkan átta.
Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Sjá meira