Stórt sumar í vændum hjá Karó Stefán Þór Hjartarson skrifar 13. júní 2017 10:00 Karólína Jóhannsdóttir söngkona, betur þekkt sem Karó, stefnir á að taka upp plötu í sumar og spila á helling af tónleikum. Vísir/Ernir Karólína Jóhannsdóttir söngkona, betur þekkt sem Karó, gefur út sitt fyrsta lag og myndband í ár en hún gaf út lögin Silhouette og Wolfbaby í fyrra. Karó fór með sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2015 en hún keppti fyrir hönd Menntaskólans í Reykjavík. Nýjasta lagið hennar nefnist Overnight og verður frumsýnt á skemmtistaðnum Paloma í kvöld. „Við Auður gerðum lagið í fyrra. Það hefur verið partur af mínu giggi síðan þá en ég ákvað að gefa það út núna. Við sömdum lagið sem sagt saman og það er Logi Pedro sem mixar. Það er kannski smá erfitt að útskýra hvernig lag þetta er, en ætli það megi ekki segja að þetta sé einhvers konar raf/RnB-bræðingur,“ segir Karó en hún kom nú síðast fram í laginu Opnum dyrnar sem var opinbert lag dags rauða nefsins nú fyrir helgi, en í laginu söng hún ásamt rapparanum Kött Grá Pje. „Lagið fjallar í grunninn um þessa togstreitu sem getur skapast í ástarsamböndum, þessi on/off, haltu mér/slepptu mér spennu, og í myndbandinu erum við að vinna með þrjár mismunandi gerðir af svoleiðis spennu.“ Karó mun nýta sumarið í að framleiða meira efni en eflaust bíða margir með töluverðri eftirvæntingu eftir því – Wolfbaby fékk til að mynda töluverða athygli á erlendum tónlistarsíðum stuttu eftir að það kom út en í því fjallaði hún um niðrandi ummæli um hana sem voru birt á Twitter.„Planið í sumar er að vinna að EP-plötu, en ég er ekki alveg komin með neinn tíma á hvenær ég myndi gefa hana út. Ég er að fara að gera annað myndband seinna í sumar og það er sem sagt við annan síngúl sem ég sit á.“ Aðspurð hvort fram undan séu einhverjir tónleikar svarar hún því játandi en segir að það komi í ljós síðar hvenær og hvar það verði. Það má því búast við miklu frá þessari ungu söngkonu í sumar. Myndbandið við Overnight er í leikstjórn Antoníu Lár, það er skotið af Ágústi Elí og klippt af Atla Karli Bachmann. Eins og áður segir verður það frumsýnt í kvöld á skemmtistaðnum Paloma klukkan átta. Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Sjá meira
Karólína Jóhannsdóttir söngkona, betur þekkt sem Karó, gefur út sitt fyrsta lag og myndband í ár en hún gaf út lögin Silhouette og Wolfbaby í fyrra. Karó fór með sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2015 en hún keppti fyrir hönd Menntaskólans í Reykjavík. Nýjasta lagið hennar nefnist Overnight og verður frumsýnt á skemmtistaðnum Paloma í kvöld. „Við Auður gerðum lagið í fyrra. Það hefur verið partur af mínu giggi síðan þá en ég ákvað að gefa það út núna. Við sömdum lagið sem sagt saman og það er Logi Pedro sem mixar. Það er kannski smá erfitt að útskýra hvernig lag þetta er, en ætli það megi ekki segja að þetta sé einhvers konar raf/RnB-bræðingur,“ segir Karó en hún kom nú síðast fram í laginu Opnum dyrnar sem var opinbert lag dags rauða nefsins nú fyrir helgi, en í laginu söng hún ásamt rapparanum Kött Grá Pje. „Lagið fjallar í grunninn um þessa togstreitu sem getur skapast í ástarsamböndum, þessi on/off, haltu mér/slepptu mér spennu, og í myndbandinu erum við að vinna með þrjár mismunandi gerðir af svoleiðis spennu.“ Karó mun nýta sumarið í að framleiða meira efni en eflaust bíða margir með töluverðri eftirvæntingu eftir því – Wolfbaby fékk til að mynda töluverða athygli á erlendum tónlistarsíðum stuttu eftir að það kom út en í því fjallaði hún um niðrandi ummæli um hana sem voru birt á Twitter.„Planið í sumar er að vinna að EP-plötu, en ég er ekki alveg komin með neinn tíma á hvenær ég myndi gefa hana út. Ég er að fara að gera annað myndband seinna í sumar og það er sem sagt við annan síngúl sem ég sit á.“ Aðspurð hvort fram undan séu einhverjir tónleikar svarar hún því játandi en segir að það komi í ljós síðar hvenær og hvar það verði. Það má því búast við miklu frá þessari ungu söngkonu í sumar. Myndbandið við Overnight er í leikstjórn Antoníu Lár, það er skotið af Ágústi Elí og klippt af Atla Karli Bachmann. Eins og áður segir verður það frumsýnt í kvöld á skemmtistaðnum Paloma klukkan átta.
Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Sjá meira