Samanburður á samfélagsmiðlum hættulegur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. júní 2017 20:00 Sextán ára stúlka sem glímdi við átröskun í nokkur ár telur samfélagsmiðla hafa mikil áhrif á sjúkdóminn. Sérfræðingur segir samanburðinn við glansmyndir sem þar birtast hættulegan og telur vanta frekari úrræði fyrir ungmenni með átröskun. Andrea Pétursdóttir steig nýverið fram og lýsti baráttu sinni við átröskun sem hófst við þrettán ára aldur. Hún rekur upphaf veikindanna til þess að hafa ætlað að borða hollt og komast í gott form. Fyrst var sælgætið tekið út en aðrar matartegundir týndust hægt og rólega úr matarræðinu þar til fátt stóð eftir. „Ef maður fer að grafa eitthvað niður eru þessar hugsanir komnar miklu fyrr. Mér fannst ég alltaf þurfa að breytast til að verða flott," segir Andrea. Hún segir átröskun mun algengari en fólk gerir sér grein fyrir. Vandamálið sé að miklu leyti falið. Með tilkomu samfélagsmiðla sé áreitið orðið stöðugt og erfitt sé að komast undan útlitsþrýstingnum þar. „Það hjálpaði mér einna mest að hætta að fylgja öllum sem kveiktu í einhverju hjá mér. Ég tók eftir þessu alls staðar og miklu meira en allir hinir sem voru kannski að sjá það sama. Ég tók þetta svo mikið inn á mig," segir Andrea. Hún hvetur alla þá sem eru í svipaðri stöðu til að leita sér hjálpar og telur að opna þurfi umræðuna. „Mér finnst vanta umræðu um þetta og viðurkenningu á því að þetta sé ekki í lagi. Að stelpur vilji svona ungar breyta líkamanum sínum, haldandi að það veiti þeim betra líf og meira sjálfstraust," segir hún.Fyrirspurnum fjölgað mikið Sérfræðingur segir svipaðan fjölda hafa sótt sér hjálp við átröskun á spítalanum á síðustu árum og er yfirleitt um þriggja mánaða biðlisti eftir meðferð. Þar er tekið við fólki sem er 18 ára og eldra en BUGL annast þá sem yngri eru. Hún segir að fyrirspurnum hafi þó fjölgað mjög mikið undanfarið og þá oft frá þeim sem eru undir 18 ára aldri. Telur hún að auka mætti þjónustu við þann hóp. „Átröskun hefst yfirleitt þegar fólk er frekar ungt og það er best að geta gripið inn í þá," segir Elísabeth Inga Ingimarsdóttir, sérfræðingur í átröskunarteymi LSH. Hún telur að glansmyndir á samfélagsmiðlum hafi slæm áhrif á viðkvæma einstaklinga. „Málið við Instagram er að það verður ýmislegt að normi sem er það alls ekkert," segir hún og vísar til dæmis til svokallaðra „Thigh gaps" mynda sem voru útbreiddar á samféalgsmiðlum fyrir nokkru síðan. Þar voru teknar myndir af bili sem myndast á milli læranna þrátt fyrir að staðið sé jafnfætis. „Þetta er það sem getur verið rosalega erfitt við samfélagsmiðla," segir hún. „Ég hef alveg ráðlagt mínum skjólstæðingum að forðast ákveðna aðila sem eru ekki góðar fyrirmyndir, því miður." Elísabeth heldur úti síðunni Batagöngu en þar geta áhugasamir leitað sér ráðgjafar. Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Mest seldu bílar í Evrópu í nóvember Bílar „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Sextán ára stúlka sem glímdi við átröskun í nokkur ár telur samfélagsmiðla hafa mikil áhrif á sjúkdóminn. Sérfræðingur segir samanburðinn við glansmyndir sem þar birtast hættulegan og telur vanta frekari úrræði fyrir ungmenni með átröskun. Andrea Pétursdóttir steig nýverið fram og lýsti baráttu sinni við átröskun sem hófst við þrettán ára aldur. Hún rekur upphaf veikindanna til þess að hafa ætlað að borða hollt og komast í gott form. Fyrst var sælgætið tekið út en aðrar matartegundir týndust hægt og rólega úr matarræðinu þar til fátt stóð eftir. „Ef maður fer að grafa eitthvað niður eru þessar hugsanir komnar miklu fyrr. Mér fannst ég alltaf þurfa að breytast til að verða flott," segir Andrea. Hún segir átröskun mun algengari en fólk gerir sér grein fyrir. Vandamálið sé að miklu leyti falið. Með tilkomu samfélagsmiðla sé áreitið orðið stöðugt og erfitt sé að komast undan útlitsþrýstingnum þar. „Það hjálpaði mér einna mest að hætta að fylgja öllum sem kveiktu í einhverju hjá mér. Ég tók eftir þessu alls staðar og miklu meira en allir hinir sem voru kannski að sjá það sama. Ég tók þetta svo mikið inn á mig," segir Andrea. Hún hvetur alla þá sem eru í svipaðri stöðu til að leita sér hjálpar og telur að opna þurfi umræðuna. „Mér finnst vanta umræðu um þetta og viðurkenningu á því að þetta sé ekki í lagi. Að stelpur vilji svona ungar breyta líkamanum sínum, haldandi að það veiti þeim betra líf og meira sjálfstraust," segir hún.Fyrirspurnum fjölgað mikið Sérfræðingur segir svipaðan fjölda hafa sótt sér hjálp við átröskun á spítalanum á síðustu árum og er yfirleitt um þriggja mánaða biðlisti eftir meðferð. Þar er tekið við fólki sem er 18 ára og eldra en BUGL annast þá sem yngri eru. Hún segir að fyrirspurnum hafi þó fjölgað mjög mikið undanfarið og þá oft frá þeim sem eru undir 18 ára aldri. Telur hún að auka mætti þjónustu við þann hóp. „Átröskun hefst yfirleitt þegar fólk er frekar ungt og það er best að geta gripið inn í þá," segir Elísabeth Inga Ingimarsdóttir, sérfræðingur í átröskunarteymi LSH. Hún telur að glansmyndir á samfélagsmiðlum hafi slæm áhrif á viðkvæma einstaklinga. „Málið við Instagram er að það verður ýmislegt að normi sem er það alls ekkert," segir hún og vísar til dæmis til svokallaðra „Thigh gaps" mynda sem voru útbreiddar á samféalgsmiðlum fyrir nokkru síðan. Þar voru teknar myndir af bili sem myndast á milli læranna þrátt fyrir að staðið sé jafnfætis. „Þetta er það sem getur verið rosalega erfitt við samfélagsmiðla," segir hún. „Ég hef alveg ráðlagt mínum skjólstæðingum að forðast ákveðna aðila sem eru ekki góðar fyrirmyndir, því miður." Elísabeth heldur úti síðunni Batagöngu en þar geta áhugasamir leitað sér ráðgjafar.
Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Mest seldu bílar í Evrópu í nóvember Bílar „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira