Styttir upp í Houston en áfram spáð ofviðri í Louisiana-ríki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Íbúar Houston eru enn varaðir við því að aka um götur borgarinnar enda er vatnselgurinn mikill. Vísir/AFP Útlit er fyrir sól og úrkomuleysi í Houston í Texasríki næstu daga en borgin kom afar illa út úr hitabeltisstorminum Harvey, sem var um skeið flokkaður sem fellibylur. Tala látinna í Houston hækkaði í tuttugu í gær en ekki er vitað hversu margra er saknað. Þúsundir þurftu jafnframt að yfirgefa heimili sín. Gífurleg flóð skullu á Houston og fleiri svæðum í Texas og gripu sumir íbúar til þess að ræna yfirgefin heimili á meðan ofviðrið gekk yfir. Útgöngubann var sett á í borginni í gær til þess að reyna að koma í veg fyrir slíka glæpi. Harvey skall á Louisiana-ríki í gærmorgun eftir að hafa farið yfir Mexíkóflóa og er búist við því að stormurinn stefni í norðausturátt áður en hann lægir. Mun hann koma við í Missouri, Tennessee og Kentucky. Stormurinn mun ekki fara beint yfir New Orleans-borg, sem fellibylurinn Katrina lék grátt á síðasta áratug, en þó er búist við miklu regni og jafnvel flóðum í borginni. Spá veðurfræðingar því að um 25 sentimetar regnvatns muni falla á borgina á 36 klukkustundum. Til samanburðar mældist úrkoma í Reykjavík allan júlímánuð 37,1 millimetri og 20,1 millimetri í sama mánuði á Akureyri. Á sumum svæðum Texas mældist úrkoma undanfarinna sólarhringa um 122 sentimetrar sem er næstum jafn mikið og allt árið í fyrra á sömu svæðum, að því er BBC greinir frá. Mikill fjöldi vinnur nú að björgunarstarfi í Houston til að aðstoða þá sem urðu verst úti í flóðunum. Art Acevedo, lögreglustjóri borgarinnar, sagði við CNN í gær að yfirvöldum hefðu borist um 70.000 símtöl þar sem óskað var eftir hjálp. „Við biðjum bara til Guðs að tala látinna hækki ekki mikið,“ sagði Acevedo. Að minnsta kosti 30.000 eru nú heimilislaus í borginni og þá eru mun fleiri án rafmagns. Tugir þúsunda gista í neyðarskýlum. Í úttekt BBC á afleiðingum Harveys kemur fram að efnahagsleg áhrif ofviðrisins gætu orðið mikil. Til að mynda hafi ekki verið hægt að vinna um tvær milljónir olíutunna, sem jafngildir um tíund af olíuþörf Bandaríkjanna, vegna Harveys en Houston er ein stærsta olíuvinnsluborg Bandaríkjanna. Þá hafi bómullaruppskera á svæðinu einnig eyðilagst sem gæti haft áhrif á bómullarverð. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51 Tala látinna komin í tuttugu í Bandaríkjunum Vatnsyfirborðið hefur lækkað víða um Houston og er það í fyrsta sinn í nokkra daga. 30. ágúst 2017 17:39 Útgöngubann í Houston en útlit fyrir betra veður Spáð er að rigningunni sem hefur dunið á Houston-borg í Texas sloti með deginum. Allt að þriðjungur hennar er engu að síður enn á kafi í vatni. 30. ágúst 2017 08:28 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira
Útlit er fyrir sól og úrkomuleysi í Houston í Texasríki næstu daga en borgin kom afar illa út úr hitabeltisstorminum Harvey, sem var um skeið flokkaður sem fellibylur. Tala látinna í Houston hækkaði í tuttugu í gær en ekki er vitað hversu margra er saknað. Þúsundir þurftu jafnframt að yfirgefa heimili sín. Gífurleg flóð skullu á Houston og fleiri svæðum í Texas og gripu sumir íbúar til þess að ræna yfirgefin heimili á meðan ofviðrið gekk yfir. Útgöngubann var sett á í borginni í gær til þess að reyna að koma í veg fyrir slíka glæpi. Harvey skall á Louisiana-ríki í gærmorgun eftir að hafa farið yfir Mexíkóflóa og er búist við því að stormurinn stefni í norðausturátt áður en hann lægir. Mun hann koma við í Missouri, Tennessee og Kentucky. Stormurinn mun ekki fara beint yfir New Orleans-borg, sem fellibylurinn Katrina lék grátt á síðasta áratug, en þó er búist við miklu regni og jafnvel flóðum í borginni. Spá veðurfræðingar því að um 25 sentimetar regnvatns muni falla á borgina á 36 klukkustundum. Til samanburðar mældist úrkoma í Reykjavík allan júlímánuð 37,1 millimetri og 20,1 millimetri í sama mánuði á Akureyri. Á sumum svæðum Texas mældist úrkoma undanfarinna sólarhringa um 122 sentimetrar sem er næstum jafn mikið og allt árið í fyrra á sömu svæðum, að því er BBC greinir frá. Mikill fjöldi vinnur nú að björgunarstarfi í Houston til að aðstoða þá sem urðu verst úti í flóðunum. Art Acevedo, lögreglustjóri borgarinnar, sagði við CNN í gær að yfirvöldum hefðu borist um 70.000 símtöl þar sem óskað var eftir hjálp. „Við biðjum bara til Guðs að tala látinna hækki ekki mikið,“ sagði Acevedo. Að minnsta kosti 30.000 eru nú heimilislaus í borginni og þá eru mun fleiri án rafmagns. Tugir þúsunda gista í neyðarskýlum. Í úttekt BBC á afleiðingum Harveys kemur fram að efnahagsleg áhrif ofviðrisins gætu orðið mikil. Til að mynda hafi ekki verið hægt að vinna um tvær milljónir olíutunna, sem jafngildir um tíund af olíuþörf Bandaríkjanna, vegna Harveys en Houston er ein stærsta olíuvinnsluborg Bandaríkjanna. Þá hafi bómullaruppskera á svæðinu einnig eyðilagst sem gæti haft áhrif á bómullarverð.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51 Tala látinna komin í tuttugu í Bandaríkjunum Vatnsyfirborðið hefur lækkað víða um Houston og er það í fyrsta sinn í nokkra daga. 30. ágúst 2017 17:39 Útgöngubann í Houston en útlit fyrir betra veður Spáð er að rigningunni sem hefur dunið á Houston-borg í Texas sloti með deginum. Allt að þriðjungur hennar er engu að síður enn á kafi í vatni. 30. ágúst 2017 08:28 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira
Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51
Tala látinna komin í tuttugu í Bandaríkjunum Vatnsyfirborðið hefur lækkað víða um Houston og er það í fyrsta sinn í nokkra daga. 30. ágúst 2017 17:39
Útgöngubann í Houston en útlit fyrir betra veður Spáð er að rigningunni sem hefur dunið á Houston-borg í Texas sloti með deginum. Allt að þriðjungur hennar er engu að síður enn á kafi í vatni. 30. ágúst 2017 08:28