Fórna frekar atkvæðarétti en að hafa enga aðkomu að ráðum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 31. ágúst 2017 06:00 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir Framsókn og flugvallarvini munu verja aðkomu sína að öllum sjö manna ráðum borgarinnar. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sagði sig úr flokknum í síðustu viku. Mynd/Samsett Fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina eru reiðubúnir að fórna atkvæðisrétti sínum í ráðum borgarinnar frekar en að missa aðkomu sína að þeim í kjölfar úrsagnar Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur úr flokknum í síðustu viku. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom þessi vilji fram á fundi í borgarmálaráði Framsóknar og flugvallarvina á mánudaginn. Fréttablaðið fjallaði í gær um þá snúnu stöðu sem upp er komin vegna úrsagnar Sveinbjargar sem hafði það í för með sér að hlutföllin í borgarstjórn breyttust. Þar sem Sveinbjörg er orðin óháður borgarfulltrúi standa Framsókn og flugvallarvinir frammi fyrir því að missa aðalmenn sína í öllum sjö manna ráðum borgarinnar, sem eru átta talsins, og færu sætin til meirihlutans. Til að koma í veg fyrir það þurfa Sveinbjörg og flokkurinn að ná saman um að standa sameiginlega að lista þegar kosið verður í ráð og nefndir í næstu viku. Fulltrúar flokksins myndu þó fá að vera áheyrnarfulltrúar með tillögurétt og málfrelsi en engan atkvæðisrétt. Sveinbjörg Birna missir að óbreyttu sæti sitt í borgarráði en ólíkt flokknum ætti hún ekki sjálfkrafa rétt á áheyrn sem óháður fulltrúi. Degi eftir fund borgarmálaflokksins þar sem staðan var rædd funduðu Sveinbjörg Birna og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, um möguleika á að ná saman líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær. Engin niðurstaða lá fyrir í gær en frekari fundir voru á dagskrá hjá þeim í vikunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins líta fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina þó svo á að lítið muni breytast þótt þeir fórni atkvæðisrétti sínum. Einn viðmælandi Fréttablaðsins innan úr flokknum orðaði það þannig að meirihlutinn réði hvort eð er öllu og minnihlutinn væri áhrifalítill í atkvæðagreiðslum. Hag flokksins væri hugsanlega betur borgið í áheyrn. Með því yrði Sveinbjörg einangruð sem óháður fulltrúi það sem eftir lifir kjörtímabils en hún sagði í samtali við Fréttablaðið í gær eftir fundinn með Guðfinnu að hún vonaði að skynsemin yrði öllum ágreiningi yfirsterkari hjá sínum gömlu félögum og að lítill vilji væri til að styrkja meirihlutann með þeim aukamanni sem hann myndi græða í þessum sjö manna ráðum. Guðfinna Jóhanna segir í samtali við Fréttablaðið að viðræðurnar við Sveinbjörgu snúist fyrst og fremst um að skoða hvort einhver flötur sé á því – ef þær legðu fram sameiginlegan lista – hvort hægt sé að tryggja bæði flokknum og Sveinbjörgu aðkomu að einhverjum ráðum borgarinnar. Framsókn og flugvallarvinir vilji þó aðkomu að þeim öllum. „Ef valið er um það að vera áheyrnarfulltrúar og hafa þá aðkomu að öllum ráðum þá veljum við það frekar en að hafa atkvæðisrétt í sumum ráðum en enga aðkomu í hinum. Við munum tryggja það að atkvæðagreiðslan verði með þeim hætti að við höfum aðkomu að öllum ráðum borgarinnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Reyna að bjarga sætunum eftir úrsögn Sveinbjargar Birnu Nái Framsókn og flugvallarvinir ekki samkomulagi um samstarf við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, sem sagði sig úr Framsóknarflokknum í síðustu viku, mun flokkurinn missa öll sæti sín í nefndum og ráðum borgarinnar til meirihlutans. 30. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina eru reiðubúnir að fórna atkvæðisrétti sínum í ráðum borgarinnar frekar en að missa aðkomu sína að þeim í kjölfar úrsagnar Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur úr flokknum í síðustu viku. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom þessi vilji fram á fundi í borgarmálaráði Framsóknar og flugvallarvina á mánudaginn. Fréttablaðið fjallaði í gær um þá snúnu stöðu sem upp er komin vegna úrsagnar Sveinbjargar sem hafði það í för með sér að hlutföllin í borgarstjórn breyttust. Þar sem Sveinbjörg er orðin óháður borgarfulltrúi standa Framsókn og flugvallarvinir frammi fyrir því að missa aðalmenn sína í öllum sjö manna ráðum borgarinnar, sem eru átta talsins, og færu sætin til meirihlutans. Til að koma í veg fyrir það þurfa Sveinbjörg og flokkurinn að ná saman um að standa sameiginlega að lista þegar kosið verður í ráð og nefndir í næstu viku. Fulltrúar flokksins myndu þó fá að vera áheyrnarfulltrúar með tillögurétt og málfrelsi en engan atkvæðisrétt. Sveinbjörg Birna missir að óbreyttu sæti sitt í borgarráði en ólíkt flokknum ætti hún ekki sjálfkrafa rétt á áheyrn sem óháður fulltrúi. Degi eftir fund borgarmálaflokksins þar sem staðan var rædd funduðu Sveinbjörg Birna og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, um möguleika á að ná saman líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær. Engin niðurstaða lá fyrir í gær en frekari fundir voru á dagskrá hjá þeim í vikunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins líta fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina þó svo á að lítið muni breytast þótt þeir fórni atkvæðisrétti sínum. Einn viðmælandi Fréttablaðsins innan úr flokknum orðaði það þannig að meirihlutinn réði hvort eð er öllu og minnihlutinn væri áhrifalítill í atkvæðagreiðslum. Hag flokksins væri hugsanlega betur borgið í áheyrn. Með því yrði Sveinbjörg einangruð sem óháður fulltrúi það sem eftir lifir kjörtímabils en hún sagði í samtali við Fréttablaðið í gær eftir fundinn með Guðfinnu að hún vonaði að skynsemin yrði öllum ágreiningi yfirsterkari hjá sínum gömlu félögum og að lítill vilji væri til að styrkja meirihlutann með þeim aukamanni sem hann myndi græða í þessum sjö manna ráðum. Guðfinna Jóhanna segir í samtali við Fréttablaðið að viðræðurnar við Sveinbjörgu snúist fyrst og fremst um að skoða hvort einhver flötur sé á því – ef þær legðu fram sameiginlegan lista – hvort hægt sé að tryggja bæði flokknum og Sveinbjörgu aðkomu að einhverjum ráðum borgarinnar. Framsókn og flugvallarvinir vilji þó aðkomu að þeim öllum. „Ef valið er um það að vera áheyrnarfulltrúar og hafa þá aðkomu að öllum ráðum þá veljum við það frekar en að hafa atkvæðisrétt í sumum ráðum en enga aðkomu í hinum. Við munum tryggja það að atkvæðagreiðslan verði með þeim hætti að við höfum aðkomu að öllum ráðum borgarinnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Reyna að bjarga sætunum eftir úrsögn Sveinbjargar Birnu Nái Framsókn og flugvallarvinir ekki samkomulagi um samstarf við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, sem sagði sig úr Framsóknarflokknum í síðustu viku, mun flokkurinn missa öll sæti sín í nefndum og ráðum borgarinnar til meirihlutans. 30. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Reyna að bjarga sætunum eftir úrsögn Sveinbjargar Birnu Nái Framsókn og flugvallarvinir ekki samkomulagi um samstarf við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, sem sagði sig úr Framsóknarflokknum í síðustu viku, mun flokkurinn missa öll sæti sín í nefndum og ráðum borgarinnar til meirihlutans. 30. ágúst 2017 07:00