Koma svartolíu úr okkar lögsögu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. ágúst 2017 20:00 Sótagnir sem myndast við svartolíubruna hjá skemmtiferðaskipum eru svo fínar að þær mælast ekki með hefðbundnum mælitækjum Umhverfisstofnunar og eru þó skaðlegri en venjulegt svifryk. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar ættu að reyna koma svartolíu úr lögsögu landsins og vill að skemmtiferðaskip verði strax látin lúta loftgæðakröfum hér á landi.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá niðurstöðum mælinga á mengun skemmtiferðaskipa við Reykjavíkurhöfn. Flest skipin brenna svartolíu og sýna mælingar að magn örsmárra agna sem myndast í útblæstrinum er gríðarlegt. Sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun segir agnirnar vera smærri en svifryk og mælast þær því ekki í hefðbundnum mælingum. Geta þær hins vegar verið skaðlegri fyrir heilsu manna. „Því fínna sem svifrykið er því verra er það. Þetta er últra fínt og í sjálfu sér verra svifryk en annað grófara svifryk," segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Svartolían er vinsæl hjá stærri skipum þar sem hún er ódýr kostur en á svokölluðum ECA-svæðum, líkt og í Eystrasalti og Norðursjó, hafa verið settar verið takmarkanir á notkun hennar. Þar má brennisteinsinnihald í eldsneyti ekki vera meira en 0,1% og útilokar það notkun svartolíu. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar mættu stefna á sömu flokkun. „Það væri mjög skynsamlegt að mínu mati að finna sérstaklega viðkvæm svæði hér við Íslandsstrendur sem þurfa þessa alþjóðlegu flokkun," segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra. Hún segir nauðsynlegt að taka á málinu og er vinna þegar hafin hjá ráðuneytinu. „Þetta er mjög margslungis viðfangsefni, en allt neikvætt. Svartolían er mjög neikvæð og algjör tímaskekkja og við hljótum að vilja vera í forrystu með það hér á Íslandi að koma þessu út úr okkar lögsögu," segir Björt. Þetta gæti hins vegar tekið lengri tíma en ráðherra telur að grípa mætti strax til aðgerða gagnvart skemmtiferðaskipum. „Búa svo um hnútana að þessi skemmtiferðaskip og önnur skip sem eru að brenna svona rosalegri svartolíu, í svona miklu magni, að þau standist loftgæðakröfur sem gerðar eru til annarrar starfsemi," segir Björt. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sjá meira
Sótagnir sem myndast við svartolíubruna hjá skemmtiferðaskipum eru svo fínar að þær mælast ekki með hefðbundnum mælitækjum Umhverfisstofnunar og eru þó skaðlegri en venjulegt svifryk. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar ættu að reyna koma svartolíu úr lögsögu landsins og vill að skemmtiferðaskip verði strax látin lúta loftgæðakröfum hér á landi.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá niðurstöðum mælinga á mengun skemmtiferðaskipa við Reykjavíkurhöfn. Flest skipin brenna svartolíu og sýna mælingar að magn örsmárra agna sem myndast í útblæstrinum er gríðarlegt. Sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun segir agnirnar vera smærri en svifryk og mælast þær því ekki í hefðbundnum mælingum. Geta þær hins vegar verið skaðlegri fyrir heilsu manna. „Því fínna sem svifrykið er því verra er það. Þetta er últra fínt og í sjálfu sér verra svifryk en annað grófara svifryk," segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Svartolían er vinsæl hjá stærri skipum þar sem hún er ódýr kostur en á svokölluðum ECA-svæðum, líkt og í Eystrasalti og Norðursjó, hafa verið settar verið takmarkanir á notkun hennar. Þar má brennisteinsinnihald í eldsneyti ekki vera meira en 0,1% og útilokar það notkun svartolíu. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar mættu stefna á sömu flokkun. „Það væri mjög skynsamlegt að mínu mati að finna sérstaklega viðkvæm svæði hér við Íslandsstrendur sem þurfa þessa alþjóðlegu flokkun," segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra. Hún segir nauðsynlegt að taka á málinu og er vinna þegar hafin hjá ráðuneytinu. „Þetta er mjög margslungis viðfangsefni, en allt neikvætt. Svartolían er mjög neikvæð og algjör tímaskekkja og við hljótum að vilja vera í forrystu með það hér á Íslandi að koma þessu út úr okkar lögsögu," segir Björt. Þetta gæti hins vegar tekið lengri tíma en ráðherra telur að grípa mætti strax til aðgerða gagnvart skemmtiferðaskipum. „Búa svo um hnútana að þessi skemmtiferðaskip og önnur skip sem eru að brenna svona rosalegri svartolíu, í svona miklu magni, að þau standist loftgæðakröfur sem gerðar eru til annarrar starfsemi," segir Björt.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sjá meira