Fótbolti

Emil fékk hláturskast: Verður hörkubarátta

Dagur Lárusson skrifar
Emil Hallfreðsson telur að íslenska landsliðið eigi góða möguleika í leik sínum gegn Finnum í undankeppni HM 2018 sem fer fram á laugardaginn í Helsinki. Emil og liðsfélagar hans æfðu í morgun og svöruðu spurningum fréttamanna.

„Ég held að riðillinn sýni það að við eigum góða möguleika enda erum við með mun fleiri stig heldur en þeir. Við höfum staðið okkur vel,“ sagði Emil í viðtali við Arnar Björnsson í morgun. Hann man þó eftir leiknum í Laugardalnum þar sem hann segir að liðið hafi verið heppið að sleppa með sigur.

„Við verðum að muna hvernig þetta var í Laugardalnum, við vorum í raun bara í tómu veseni og vorum mjög heppnir með að hafa tekið sigur. Þess vegna verðum við að vera á tánum ef við ætlum að taka þrjú stig hérna.“

Emil telur sig ekki finna fyrir miklum mun á undirbúningi fyrir þennan leik og fyrir leiki á EM.

„Nei í rauninni ekki, þetta er bara mjög svipað ef ég á að segja eins og er. Heimir og Helgi eru bara með þetta í góðum gír þannig ég sé ekki mikinn mun.“

Aðspurður út í það hvort að sjálfstraust liðsins hafi aukist eftir EM sagði Emil það ekki hafa breyst mikið enda hafi hópurinn alltaf haft mikið sjálfstraut undanfarin ári.

„Það gæti vel verið en ég tel þó að sjálfstraustið hafi verið nokkuð gott undanfarin ár.“

„Við þurfum bara að mæta þeim alls staðar á vellinum, þetta verður hörkubarátta. Við höfum heyrt að þeir séu búnir að taka inn einhverja stóra og sterka leikmenn, sem verður þó ekkert verra fyrir okkur enda erum við alltaf klárir í baráttuna,“ sagði Emil.

Emil og Arnar Björnsson voru greinilega báðir í miklum gír í morgun en erfiðlega reyndist að byrja viðtalið þar sem að það var stutt í hláturinn hjá Emil. Það má sjá myndband af því hér að neðan.


Tengdar fréttir

Fjör í FanZone í Helsinki

Íslenskir stuðningsmenn körfuboltalandsliðsins komu saman í miðborg Helsinki og hituðu upp fyrir leikinn við Grikki. Arnar Björnsson og Björn Sigurðsson fönguðu stemninguna.

Fótboltalandsliðið líka komið til Helsinki

Strákarnir í íslenska fótboltalandsliðinu eru komnir til Finnlands þar sem þeir munu undirbúa sig undir leikina mikilvægu gegn Finnlandi og Úkraínu í undankeppni HM 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×