Áheitin renna óskert til góðgerðafélaga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. ágúst 2017 20:26 Mörgum hefur þótt gagnrýnivert að upphæðin renni ekki óskipt til góðgerðamála en Íslandsbanki ætlar að auka stuðning við hlaupið í ár. Í ár munu áheit á hlaupara Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka renna óskert til góðgerðafélaga. Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur umsjón með hlaupinu og hafa 5% af áheitum farið í kostnað. Nokkuð hefur borið á gagnrýni sem lýtur að því að upphæðin renni ekki óskipt til góðgerðamála. Meðal þeirra sem lýstu óánægju sinni með þá staðreynd að áheitin færu ekki óskipt til góðgerðarmála var Lára Guðrún Jóhönnudóttir, ein af söfnunarstjörnum maraþonsins, en hún tjáði sig um málið í dag:Lára Guðrún Jóhönnudóttir hafði sannarlega áhrif með skrifum sínum í dag.Visir/VilhelmSafnaði í góðri trú „Ætliði í ALVÖRUNNI ALVÖRUNNI að stela (mér líður eins og þetta sé rán um hábjartan dag) óræðum hluta af peningunum sem ÉG safnaði, í góðri trú að rynni óskertur til Krafts - stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og aðstandanda þeirra fyrir rekstrarkostnað?! Í ALVÖRUNNI!” sagði Lára þegar hún deildi leiðara Kristínar Þorsteinsdóttur, aðalritstjóra 365 miðla, úr Fréttablaðinu í gær. Þar vakti Kristín athygli á því að peningarnir færu ekki allir til góðgerðamála: „Það sem ekki allir vita er að þær upphæðir sem safnast gegnum síðuna hlaupastyrkur.is renna ekki óskiptar til þeirra góðu málefna sem hlauparar hafa valið sér. Á síðunni, sem Íslandsbanki rekur og er kirfilega merkt bankanum í auglýsingaskyni, kemur fram að 10% söfnunarfjár að hámarki fari í kostnað við rekstur vefsins, greiðslu færslugjalda og fleira. Í fyrra var þessi kostnaður um fimm milljónir króna.” Lára lýkur stöðuuppfærslu sinni á því að segjast hafa staðið við sitt og hlaupið tíu kílómetra þvert gegn læknisráði. Þetta gerði Lára vegna þess að hún hafði strengt þess heit: „ég var búin að gefa loforð, loforð um að skrölta alla þessa kílómetra gegn því að fólk myndi styrkja málefni sem er mér svo gríðarlega mikilvægt,” segir Lára. Stöðuuppfærslunni hefur verið deilt á þriðja hundrað sinnum og þá hafa á sjötta hundrað líka við hana þegar þetta er skrifað.Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka.Hafa engar tekjur af söfnuninni Eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá Íslandsbanka verður annar háttur hafður á í ár og munu áheitin renna óskert til góðgerðafélaga. Í tilkynningunni kemur auk þess fram að bankinn greiði allan kostnað sem fellur til við söfnunina eins og viðhald á tölvukerfi vegna heimasíðu maraþonsins og færslugjöld vegna áheita. Íslandsbanki hafi ekki neinar tekjur af söfnuninni „hvorki beinar né óbeinar.” Íslandsbanki stofnaði Hlaupastyrkur.is fyrir tíu árum síðan og meira en 100 góðgerðafélög skrá sig til þátttöku árlega. Reykjavíkurmaraþonið í safnaði í ár hæstu upphæð frá upphafi.Uppfært klukkan 22:48: Fyrirsögninni hefur verið breytt þar sem sú fyrri gaf til kynna að Íslandsbanki hefði áður fengið hluta áheitanna til sín. Hið rétta er að 5% áheitanna hafa runnið til Íþróttabandalags Reykjavíkur sem hefur umsjón með hlaupinu. Tengdar fréttir Hreyfingarhátíð Reykjavíkurmaraþonið fer fram í dag í 33. skipti. Maraþonið hefur fyrir löngu skipað sér sess sem einn af stærstu almenningsviðburðum á Íslandi. Tugir þúsunda fólks á öllum aldri safnast saman í miðborg Reykjavíkur. Sumir hlaupa, aðrir fylgjast með og hvetja hlauparana. 19. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Í ár munu áheit á hlaupara Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka renna óskert til góðgerðafélaga. Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur umsjón með hlaupinu og hafa 5% af áheitum farið í kostnað. Nokkuð hefur borið á gagnrýni sem lýtur að því að upphæðin renni ekki óskipt til góðgerðamála. Meðal þeirra sem lýstu óánægju sinni með þá staðreynd að áheitin færu ekki óskipt til góðgerðarmála var Lára Guðrún Jóhönnudóttir, ein af söfnunarstjörnum maraþonsins, en hún tjáði sig um málið í dag:Lára Guðrún Jóhönnudóttir hafði sannarlega áhrif með skrifum sínum í dag.Visir/VilhelmSafnaði í góðri trú „Ætliði í ALVÖRUNNI ALVÖRUNNI að stela (mér líður eins og þetta sé rán um hábjartan dag) óræðum hluta af peningunum sem ÉG safnaði, í góðri trú að rynni óskertur til Krafts - stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og aðstandanda þeirra fyrir rekstrarkostnað?! Í ALVÖRUNNI!” sagði Lára þegar hún deildi leiðara Kristínar Þorsteinsdóttur, aðalritstjóra 365 miðla, úr Fréttablaðinu í gær. Þar vakti Kristín athygli á því að peningarnir færu ekki allir til góðgerðamála: „Það sem ekki allir vita er að þær upphæðir sem safnast gegnum síðuna hlaupastyrkur.is renna ekki óskiptar til þeirra góðu málefna sem hlauparar hafa valið sér. Á síðunni, sem Íslandsbanki rekur og er kirfilega merkt bankanum í auglýsingaskyni, kemur fram að 10% söfnunarfjár að hámarki fari í kostnað við rekstur vefsins, greiðslu færslugjalda og fleira. Í fyrra var þessi kostnaður um fimm milljónir króna.” Lára lýkur stöðuuppfærslu sinni á því að segjast hafa staðið við sitt og hlaupið tíu kílómetra þvert gegn læknisráði. Þetta gerði Lára vegna þess að hún hafði strengt þess heit: „ég var búin að gefa loforð, loforð um að skrölta alla þessa kílómetra gegn því að fólk myndi styrkja málefni sem er mér svo gríðarlega mikilvægt,” segir Lára. Stöðuuppfærslunni hefur verið deilt á þriðja hundrað sinnum og þá hafa á sjötta hundrað líka við hana þegar þetta er skrifað.Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka.Hafa engar tekjur af söfnuninni Eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá Íslandsbanka verður annar háttur hafður á í ár og munu áheitin renna óskert til góðgerðafélaga. Í tilkynningunni kemur auk þess fram að bankinn greiði allan kostnað sem fellur til við söfnunina eins og viðhald á tölvukerfi vegna heimasíðu maraþonsins og færslugjöld vegna áheita. Íslandsbanki hafi ekki neinar tekjur af söfnuninni „hvorki beinar né óbeinar.” Íslandsbanki stofnaði Hlaupastyrkur.is fyrir tíu árum síðan og meira en 100 góðgerðafélög skrá sig til þátttöku árlega. Reykjavíkurmaraþonið í safnaði í ár hæstu upphæð frá upphafi.Uppfært klukkan 22:48: Fyrirsögninni hefur verið breytt þar sem sú fyrri gaf til kynna að Íslandsbanki hefði áður fengið hluta áheitanna til sín. Hið rétta er að 5% áheitanna hafa runnið til Íþróttabandalags Reykjavíkur sem hefur umsjón með hlaupinu.
Tengdar fréttir Hreyfingarhátíð Reykjavíkurmaraþonið fer fram í dag í 33. skipti. Maraþonið hefur fyrir löngu skipað sér sess sem einn af stærstu almenningsviðburðum á Íslandi. Tugir þúsunda fólks á öllum aldri safnast saman í miðborg Reykjavíkur. Sumir hlaupa, aðrir fylgjast með og hvetja hlauparana. 19. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Hreyfingarhátíð Reykjavíkurmaraþonið fer fram í dag í 33. skipti. Maraþonið hefur fyrir löngu skipað sér sess sem einn af stærstu almenningsviðburðum á Íslandi. Tugir þúsunda fólks á öllum aldri safnast saman í miðborg Reykjavíkur. Sumir hlaupa, aðrir fylgjast með og hvetja hlauparana. 19. ágúst 2017 06:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent