Gengið vonum framar þrátt fyrir nefbrot í fyrsta leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. ágúst 2017 06:00 Sverrir Ingi Ingason hefur farið afar vel af stað með Rostov í rússnesku úrvalsdeildinni. Fréttablaðið/AFP Það er ekki hægt að biðja um öllu betri byrjun en Sverrir Ingi Ingason hefur átt hjá rússneska úrvalsdeildarliðinu FK Rostov. Sverrir, sem gekk í raðir Rostov frá Granada fyrr í sumar, hefur leikið sex deildarleiki með Rostov, fjórir þeirra hafa unnist og tveir endað með jafntefli. Eini tapleikur Rostov kom þegar Sverrir var fjarri góðu gamni. „Þetta hefur byrjað vonum framar. Það var smá bras í fyrsta leik, ég nefbrotnaði og missti af leiknum eftir það. En ég hef spilað alla leiki eftir það og gengið hefur verið gott,“ sagði Sverrir í samtali við Fréttablaðið í gær. Rostov er í 3. sæti rússnesku deildarinnar eftir sjö umferðir. Árangur liðsins byggist fyrst og fremst á góðum varnarleik. Rostov hefur aðeins fengið þrjú mörk á sig og haldið fjórum sinnum hreinu. Ekkert lið hefur fengið á sig færri mörk á tímabilinu en Rostov sem hefur þó aðeins skorað átta mörk, þar af komu fjögur í einum og sama leiknum. „Við höfum verið þéttir til baka og það er erfitt að skora hjá okkur. Það er mjög jákvætt,“ sagði Sverrir sem hefur verið í atvinnumennsku síðan 2014. Hann var eitt tímabil með Viking í Noregi, tvö ár hjá Lokeren í Belgíu og seinni hluta síðasta tímabils lék hann með Granada í spænsku úrvalsdeildinni. En hvernig er rússneska deildin samanborið við hinar deildirnar sem Sverrir hefur spilað í? „Hún er ekki neitt voðalega frábrugðin belgísku deildinni. Þetta er líkamleg og taktísk deild. Það er mikið af góðum liðum hérna en svo eru önnur sem eru nokkuð langt á eftir. Þannig að það er smá bil á milli bestu liðanna og hinna,“ sagði Sverrir. Rostov er sem áður sagði í 3. sæti deildarinnar. Rússland fær eitt aukasæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og því er til mikils að vinna að lenda í einu af þremur efstu sætum rússnesku deildarinnar í ár. „Það væri gaman að geta blandað sér í baráttuna um Evrópusæti. Það verður erfitt að ná einu af þremur efstu sætunum en við getum vonandi gert eins vel og við getum,“ sagði Sverrir sem er búinn að koma sér vel fyrir í hafnarborginni Rostov við Don. „Þetta hefur verið mjög gott hingað til. Það er voðalega auðvelt að koma inn í svona aðstæður. Það snýst allt um fótbolta hérna. Ef það gengur vel innan vallar er lífið auðvelt utan vallar. Borgin er fín og ég hef komið mér vel fyrir,“ sagði Sverrir. Þrátt fyrir að Sverrir hafi spilað vel með sínum félagsliðum á undanförnum árum hefur hann ekki enn náð að brjóta sér leið inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins. En eins og Jóhanna Sigurðardóttir veit hann að hans tími mun koma. „Eins og ég hef margoft sagt er ég mjög rólegur yfir minni stöðu í landsliðinu. Ég er enn þá ungur og veit að mitt tækifæri mun koma. Það er gott að það sé samkeppni í liðinu og hún bætir alla,“ sagði Sverrir. Rostov fær afar krefjandi verkefni í næstu umferð þegar Sverrir og félagar fara til Pétursborgar og mæta toppliði Zenit. „Það er stórleikur og gaman að takast á við þá. Zenit er að ég held með sterkasta leikmannahópinn í ár og mjög færan þjálfara í Roberto Mancini. Þetta eru leikirnir sem þú vilt spila sem fótboltamaður, þessir stóru leikir,“ sagði Sverrir að lokum. Fótbolti Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Sjá meira
Það er ekki hægt að biðja um öllu betri byrjun en Sverrir Ingi Ingason hefur átt hjá rússneska úrvalsdeildarliðinu FK Rostov. Sverrir, sem gekk í raðir Rostov frá Granada fyrr í sumar, hefur leikið sex deildarleiki með Rostov, fjórir þeirra hafa unnist og tveir endað með jafntefli. Eini tapleikur Rostov kom þegar Sverrir var fjarri góðu gamni. „Þetta hefur byrjað vonum framar. Það var smá bras í fyrsta leik, ég nefbrotnaði og missti af leiknum eftir það. En ég hef spilað alla leiki eftir það og gengið hefur verið gott,“ sagði Sverrir í samtali við Fréttablaðið í gær. Rostov er í 3. sæti rússnesku deildarinnar eftir sjö umferðir. Árangur liðsins byggist fyrst og fremst á góðum varnarleik. Rostov hefur aðeins fengið þrjú mörk á sig og haldið fjórum sinnum hreinu. Ekkert lið hefur fengið á sig færri mörk á tímabilinu en Rostov sem hefur þó aðeins skorað átta mörk, þar af komu fjögur í einum og sama leiknum. „Við höfum verið þéttir til baka og það er erfitt að skora hjá okkur. Það er mjög jákvætt,“ sagði Sverrir sem hefur verið í atvinnumennsku síðan 2014. Hann var eitt tímabil með Viking í Noregi, tvö ár hjá Lokeren í Belgíu og seinni hluta síðasta tímabils lék hann með Granada í spænsku úrvalsdeildinni. En hvernig er rússneska deildin samanborið við hinar deildirnar sem Sverrir hefur spilað í? „Hún er ekki neitt voðalega frábrugðin belgísku deildinni. Þetta er líkamleg og taktísk deild. Það er mikið af góðum liðum hérna en svo eru önnur sem eru nokkuð langt á eftir. Þannig að það er smá bil á milli bestu liðanna og hinna,“ sagði Sverrir. Rostov er sem áður sagði í 3. sæti deildarinnar. Rússland fær eitt aukasæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og því er til mikils að vinna að lenda í einu af þremur efstu sætum rússnesku deildarinnar í ár. „Það væri gaman að geta blandað sér í baráttuna um Evrópusæti. Það verður erfitt að ná einu af þremur efstu sætunum en við getum vonandi gert eins vel og við getum,“ sagði Sverrir sem er búinn að koma sér vel fyrir í hafnarborginni Rostov við Don. „Þetta hefur verið mjög gott hingað til. Það er voðalega auðvelt að koma inn í svona aðstæður. Það snýst allt um fótbolta hérna. Ef það gengur vel innan vallar er lífið auðvelt utan vallar. Borgin er fín og ég hef komið mér vel fyrir,“ sagði Sverrir. Þrátt fyrir að Sverrir hafi spilað vel með sínum félagsliðum á undanförnum árum hefur hann ekki enn náð að brjóta sér leið inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins. En eins og Jóhanna Sigurðardóttir veit hann að hans tími mun koma. „Eins og ég hef margoft sagt er ég mjög rólegur yfir minni stöðu í landsliðinu. Ég er enn þá ungur og veit að mitt tækifæri mun koma. Það er gott að það sé samkeppni í liðinu og hún bætir alla,“ sagði Sverrir. Rostov fær afar krefjandi verkefni í næstu umferð þegar Sverrir og félagar fara til Pétursborgar og mæta toppliði Zenit. „Það er stórleikur og gaman að takast á við þá. Zenit er að ég held með sterkasta leikmannahópinn í ár og mjög færan þjálfara í Roberto Mancini. Þetta eru leikirnir sem þú vilt spila sem fótboltamaður, þessir stóru leikir,“ sagði Sverrir að lokum.
Fótbolti Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti