Gengið vonum framar þrátt fyrir nefbrot í fyrsta leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. ágúst 2017 06:00 Sverrir Ingi Ingason hefur farið afar vel af stað með Rostov í rússnesku úrvalsdeildinni. Fréttablaðið/AFP Það er ekki hægt að biðja um öllu betri byrjun en Sverrir Ingi Ingason hefur átt hjá rússneska úrvalsdeildarliðinu FK Rostov. Sverrir, sem gekk í raðir Rostov frá Granada fyrr í sumar, hefur leikið sex deildarleiki með Rostov, fjórir þeirra hafa unnist og tveir endað með jafntefli. Eini tapleikur Rostov kom þegar Sverrir var fjarri góðu gamni. „Þetta hefur byrjað vonum framar. Það var smá bras í fyrsta leik, ég nefbrotnaði og missti af leiknum eftir það. En ég hef spilað alla leiki eftir það og gengið hefur verið gott,“ sagði Sverrir í samtali við Fréttablaðið í gær. Rostov er í 3. sæti rússnesku deildarinnar eftir sjö umferðir. Árangur liðsins byggist fyrst og fremst á góðum varnarleik. Rostov hefur aðeins fengið þrjú mörk á sig og haldið fjórum sinnum hreinu. Ekkert lið hefur fengið á sig færri mörk á tímabilinu en Rostov sem hefur þó aðeins skorað átta mörk, þar af komu fjögur í einum og sama leiknum. „Við höfum verið þéttir til baka og það er erfitt að skora hjá okkur. Það er mjög jákvætt,“ sagði Sverrir sem hefur verið í atvinnumennsku síðan 2014. Hann var eitt tímabil með Viking í Noregi, tvö ár hjá Lokeren í Belgíu og seinni hluta síðasta tímabils lék hann með Granada í spænsku úrvalsdeildinni. En hvernig er rússneska deildin samanborið við hinar deildirnar sem Sverrir hefur spilað í? „Hún er ekki neitt voðalega frábrugðin belgísku deildinni. Þetta er líkamleg og taktísk deild. Það er mikið af góðum liðum hérna en svo eru önnur sem eru nokkuð langt á eftir. Þannig að það er smá bil á milli bestu liðanna og hinna,“ sagði Sverrir. Rostov er sem áður sagði í 3. sæti deildarinnar. Rússland fær eitt aukasæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og því er til mikils að vinna að lenda í einu af þremur efstu sætum rússnesku deildarinnar í ár. „Það væri gaman að geta blandað sér í baráttuna um Evrópusæti. Það verður erfitt að ná einu af þremur efstu sætunum en við getum vonandi gert eins vel og við getum,“ sagði Sverrir sem er búinn að koma sér vel fyrir í hafnarborginni Rostov við Don. „Þetta hefur verið mjög gott hingað til. Það er voðalega auðvelt að koma inn í svona aðstæður. Það snýst allt um fótbolta hérna. Ef það gengur vel innan vallar er lífið auðvelt utan vallar. Borgin er fín og ég hef komið mér vel fyrir,“ sagði Sverrir. Þrátt fyrir að Sverrir hafi spilað vel með sínum félagsliðum á undanförnum árum hefur hann ekki enn náð að brjóta sér leið inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins. En eins og Jóhanna Sigurðardóttir veit hann að hans tími mun koma. „Eins og ég hef margoft sagt er ég mjög rólegur yfir minni stöðu í landsliðinu. Ég er enn þá ungur og veit að mitt tækifæri mun koma. Það er gott að það sé samkeppni í liðinu og hún bætir alla,“ sagði Sverrir. Rostov fær afar krefjandi verkefni í næstu umferð þegar Sverrir og félagar fara til Pétursborgar og mæta toppliði Zenit. „Það er stórleikur og gaman að takast á við þá. Zenit er að ég held með sterkasta leikmannahópinn í ár og mjög færan þjálfara í Roberto Mancini. Þetta eru leikirnir sem þú vilt spila sem fótboltamaður, þessir stóru leikir,“ sagði Sverrir að lokum. Fótbolti Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
Það er ekki hægt að biðja um öllu betri byrjun en Sverrir Ingi Ingason hefur átt hjá rússneska úrvalsdeildarliðinu FK Rostov. Sverrir, sem gekk í raðir Rostov frá Granada fyrr í sumar, hefur leikið sex deildarleiki með Rostov, fjórir þeirra hafa unnist og tveir endað með jafntefli. Eini tapleikur Rostov kom þegar Sverrir var fjarri góðu gamni. „Þetta hefur byrjað vonum framar. Það var smá bras í fyrsta leik, ég nefbrotnaði og missti af leiknum eftir það. En ég hef spilað alla leiki eftir það og gengið hefur verið gott,“ sagði Sverrir í samtali við Fréttablaðið í gær. Rostov er í 3. sæti rússnesku deildarinnar eftir sjö umferðir. Árangur liðsins byggist fyrst og fremst á góðum varnarleik. Rostov hefur aðeins fengið þrjú mörk á sig og haldið fjórum sinnum hreinu. Ekkert lið hefur fengið á sig færri mörk á tímabilinu en Rostov sem hefur þó aðeins skorað átta mörk, þar af komu fjögur í einum og sama leiknum. „Við höfum verið þéttir til baka og það er erfitt að skora hjá okkur. Það er mjög jákvætt,“ sagði Sverrir sem hefur verið í atvinnumennsku síðan 2014. Hann var eitt tímabil með Viking í Noregi, tvö ár hjá Lokeren í Belgíu og seinni hluta síðasta tímabils lék hann með Granada í spænsku úrvalsdeildinni. En hvernig er rússneska deildin samanborið við hinar deildirnar sem Sverrir hefur spilað í? „Hún er ekki neitt voðalega frábrugðin belgísku deildinni. Þetta er líkamleg og taktísk deild. Það er mikið af góðum liðum hérna en svo eru önnur sem eru nokkuð langt á eftir. Þannig að það er smá bil á milli bestu liðanna og hinna,“ sagði Sverrir. Rostov er sem áður sagði í 3. sæti deildarinnar. Rússland fær eitt aukasæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og því er til mikils að vinna að lenda í einu af þremur efstu sætum rússnesku deildarinnar í ár. „Það væri gaman að geta blandað sér í baráttuna um Evrópusæti. Það verður erfitt að ná einu af þremur efstu sætunum en við getum vonandi gert eins vel og við getum,“ sagði Sverrir sem er búinn að koma sér vel fyrir í hafnarborginni Rostov við Don. „Þetta hefur verið mjög gott hingað til. Það er voðalega auðvelt að koma inn í svona aðstæður. Það snýst allt um fótbolta hérna. Ef það gengur vel innan vallar er lífið auðvelt utan vallar. Borgin er fín og ég hef komið mér vel fyrir,“ sagði Sverrir. Þrátt fyrir að Sverrir hafi spilað vel með sínum félagsliðum á undanförnum árum hefur hann ekki enn náð að brjóta sér leið inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins. En eins og Jóhanna Sigurðardóttir veit hann að hans tími mun koma. „Eins og ég hef margoft sagt er ég mjög rólegur yfir minni stöðu í landsliðinu. Ég er enn þá ungur og veit að mitt tækifæri mun koma. Það er gott að það sé samkeppni í liðinu og hún bætir alla,“ sagði Sverrir. Rostov fær afar krefjandi verkefni í næstu umferð þegar Sverrir og félagar fara til Pétursborgar og mæta toppliði Zenit. „Það er stórleikur og gaman að takast á við þá. Zenit er að ég held með sterkasta leikmannahópinn í ár og mjög færan þjálfara í Roberto Mancini. Þetta eru leikirnir sem þú vilt spila sem fótboltamaður, þessir stóru leikir,“ sagði Sverrir að lokum.
Fótbolti Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira